Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 41
Fyrstu 126 árin eru erfiSust Grensásvegi 22-24 Símar: 32262 - 30280 Framhald af bls. 25 maður, ók timbrinu úr skógin- um og hafði múldýr til að draga. Það voru sverir stofnar! Ég hef aldrei séð þá sverari. ÞÚ ERT DAUÐUR, SAGÐI TENGDADÓTTIRIN 1936 kom Charlie til Flórída. Þar vann hann á ávaxtabúgörð- unum í Aubrundale. í sjö ár bjó hann þar á ýmsum búgörðum. Svo fluttist hann til Bartow. — Hversvegna ég fór til Bartow? Til að leita að syni mínum, Chester. Ég yfirgaf móður hans, þegar hann var þrettán ára. Svo sá ég ekki Chester fyrr en fyrir átta ár- um. Ég vissi ekki, hvar hann átti heima. En ég lýsti eftir hon- um og lét auglýsingu í blöðin. Svo kom einhver og sagði, að í Bartow væri náungi sem héti Chester Smith. Þá hélt ég til T námunda við Polk City. Einhver varð til að aka mér til Bartow. Við stönzuðum við lyfjabúð og spurðum, hvort einhver þar þekkti Chester Smith. Þá sagði maður einn við mig: „Komdu, ég skal vísa þér veginn.“ Svo komum við til konu Chesters og ég spurði: „Þekkir þú mann hér í borg, sem Chester Smith heit- ir?“ „Já, hann er maðurinn minn,“ svaraði hún. „Þekkir þú föður hans?“ spurði ég. „Nei, hann hef ég aldrei séð, því að hann var glæpamaður. Hann lenti í bardaga og var drepinn.* Þá sagði ég henni að ég væri faðir Chesters. Forráðmenn Spears Chiro- practic Hospital í Denver, Colo- rado, buðu Charlie til sín í sambandi við einhverjar rann- sóknir. Rannsóknirnar sýndu meðal annars að í hinum furðu þróttmikla líkcima Charlies ieyndust tvær skammbyssukúl- ur. En þegar læknarnir vildu vita, hvernig hann hefði orðið sér úti um blýið, varð hann næsta erf- iður viðfangs. „Hvað þá? Er það satt? Kúlur í skrokknum? Hvernig getur þá átt sér stað að ég skuli ekki vita um þær?“ En þegar læknarnir gengu harð- ar að honum, viðurkenndi hann að hafa fengið í sig aðra kúluna í bardaga. Andslæðingurinn hafði reynt að skjóta skamm- byssuna úr hendi hans, og kúl- an hafði hitt höndina og farið Upp í handlegginn. Hann getirr ekki rétt úr litlafingri hægri handar. Þetta gerðist einu sinni, þegar hann var kúreki í Texas. „HUNDRAD SJÖTÍU OG SEX LÆKNAR . . . “ Starfsfólkið á Spears Hospital fékk svo sannarlega að vita af návist Charlies, því að hjúkr- unarkonurnar irrðu að gæta þess vandlega að hann læddist ekki út og fengi sér neðan í því. En Charlie lét hið bezta yfir dvöl- inni. — Þarna hafði ég það gott! segir hann. — Hundrað sjötíu og sex læknar rannsökuðu mig — með stórum röntgentækj umt) einu fyrir höfuðið og öðru fyrir skrokkinn. Ég lá allsber meðan þeir tóku myndir af öllu, sem var innan í mér. Þegar Charlie flutti til Bartow, var þess vænzt af hálfu trygginganna, að hann myndi nú ljúka sini löngu starfsævi. En þá kom Charlie á fót verzlun. Það er allt í röð og reglu í búðinni og fremur hreinlegt. Upp við vegg stendur sófi og er hvítt lak breitt yfir hann til hlífðar. Ofan á lakið eru svo breidd dagblöð til enn frekari hlífðar. Sumir kunningja Char- lies eiga það sem sé til að líta inn í vinnufötunum til að spjalla við hann, og hann getur ekki til þess hugsað að þeir svíni út bezta húsgagnið. Á veggnum yfir sóf- anum hanga nokkrir rykfallnir jólabögglar, og eru gjafakortin ennþá límd á þá. Charlie fékk þá fyrir fjórum árum, en vill halda hinum notalegu jólahug- hrifum, sem fylgja þeim, eins HWAB tl DBKIH IAN5 HB»? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Slöast er dregið var hlaut verðlaunin: Ragnar F. Guðmundsson, Laugalæk 19, Reykjavík. Nafn Heimili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. J 3. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.