Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 17
SMÁSAGA EFTIR
B. TRAVEN
MIDNÆTURHEIMSOKN
Svo töluðu þeir saman, — tuldruðu eitthvað,
— þrömmuðu niður stigann. Það brakaði f möl-
inni undan fótum þeirra, eins og í mótmæla-
skyni. Ég hugsaði með mér að nú væru þeir
loksins orðnir fullvissir um að húsið væri mann-
laust. En mér skjótlaðist. Óskhyggjan getur oft
valdið misskilningi.
Andartak gengu þeir um, eins og þeir væru
ekki vissir um hvað þeir ættu að taka til bragðs;
— svo börðu þeir af alefli í vegginn, þar sem
fleti mitt var og kölluðu: — Opnið, herra, opn-
ið!
Þá rann það upp fyrir mér, að meðal þeirra
var einhver, sem var kunnugur innan dyra hjá
mér, annars hefðu þeir ekki vitað hvar rúmið
mitt var. Ég var í klípu, og neyddist til að viður-
kenna það.
Ég stóð upp, ákveðinn í því að vera kaldur
og rólegur á svipinn, — depla ekki einu sinni
augunum. Þetta yrði hvort sem er aldrei neinn
glæsilegur hetjudauðdagi, svo ég gat sparað mér
háðssvip og kuldahlátur, — það voru engir
blaðamenn viðstaddir, til að segja heiminum
frá minni síðustu stund. Stigamenn kæra sig
kollótta, þótt maður skjálfi af hræðslu. Það
skiptir heldur ekki neinu máli fyrir morðingjann,
hann tekur þetta einfaldlega sem starf, — við-
skipti, hvorki meira né minna.
Ég hreyfði hvorki legg né lið, þótt ég væri
viss um að þeir vonuðu það. Mér fannst ég
kreista hverja mínútu sem leið úr greipum dauð-
ans. Ég sagði því, ósköp syfjulega: — Heyrið
þið mig, þið þarna úti. Hvað gengur eiginlega
á? Getur heiðarlegt fólk ekki fengið að sofa í
friði í þessum andskotans útkjálka? Hvaða
drykkjurútar eru þetta, sem geta ekki séð mann
í friði? Ég á ekki einn einasta dropa af tequila
til hér í húsinu. Farið þið til fjandans, skftugu
hundar! Heyrið þið það? — Ég vil fá svefnfrið!
Ég talaði hærra og hærra, í þeim tilgangi að
æsa sjálfan mig til eins æðislegrar reiði og mér
var mögulegt, og ég óskaði, að ef þetta yrðu
mín síðustu orð, yrði þeim bætt við dánarorð
mín, eilífðin yrði þá ef til vill eitthvað skemmti-
legri.
En nú var það augljóst að náungarnir þarna
fyrir utan, vildu um fram allt koma mér á fæt-
ur, ég gat bara ekki skilið hver ástæðan var.
Þegar þeir heyrðu til mín breyttu þeir strax
háttum sínum, nú voru þeir mjúkir í máli. Það
getur verið að þeir hafi verið komnir á þá skoð-
un að ég væri ekki heima, og að þeir yrðu að
hverfa á brott við svo búið.
Einn þeirra hafði orð fyrir þeim:
— Góði herra, gerið það fyrir okkur að opna
og tala við okkur, aðeins andartak. Við verðum
að fá að tala við yður, það er mjög áríðandi,
— mjög alvarlegt.
Röddin var biðjandi, eiginlega brjóstumkenn-
anleg.
Fólk af Indíánakyni hefur yfirleitt Iftið tíma-
skyn. Ef það er í sárri þörf fyrir hjálp þfna, kem-
ur það á hvaða tíma sem er, hvort sem er á
nóttu eða degi. í þessu tilfelli gat þetta samt
verið gildra, gerð til að narra mig út f dyrnar,
svo að það sem þeir höfðu í huga, hvað sem
það nú var, yrði auðveldara viðfangs. En það
þýddi ekkert fyrir mig að þrjózkast úr þessu, ég
varð að opna og fara út. Þeir gátu brotið bæði
hurðina og vegginn, ef þeim bauð svo við að
horfa.
— Heyrið þið þarna, herrar mínir, sagði ég
syfjulega og hallaði mér upp að dyrapóstinum.
— Velkomnir, bien benidos, amigos. Hvað get ég
gert fyrir ykkur, á slíkri nóttu sem þessari, sem
sköpuð er til ásta?
Tunglið var komið upp. Ég sá þá mjög greini-
lega, þeir voru þrír, þó gat ég ekki greint vel
andlitsdrætti þeirra, vegna barðastóru hattanna.
Þetta voru hrausflegir náungar, jakkalausir,
klæddir hvítum buxum og skínandi hvítum skyrt-
um, fráhnepptum við hálsinn. Einn var með
leðurlegghlífar og í gulum, háhæluðum skóm,
sem virtust mjög slitnir. Tveir voru í brúnum
leðurstígvélum, en svo var einn með ilskó á fót-
unum, — það vqr ég reyndar búinn að heyra á
Fólk af Indíánakyni hefur yfir-
íeitt lítiS tímaskyn. Ef það er í
sárri þörf fyrir hjálp þína, kem-
ur þaS á hvaSa tíma sem er,
hvort sem er á nóttu eSa degi.
í þessu tilfelli gat þetta samt
veriS gildra, gerS til aS narra
mig út í dyrnar, svo aS þaS sem
þeir höfSu í huga,. hvaS sem
þaS nú var, yrSi auSveldara viS-
fangs.
fótatakinu. Mennirnir í brúnu stígvélunum báru
gamla hermannariffla, sem þeir miðuðu á mig,
þess utan höfðu þeir skammbyssur í slitnum
hylkjum, — sá í ilskónum var með rýting einn
vopna, en allir voru þeir með skotfærabelti.
Það var maðurinn með rýtinginn, sem virtist
þekkja mig, mér fannst líka að ég hefði séð
hann í þorpinu, hina hafði ég örugglega aldrei
séð.
Ósjálfrátt vissi ég að maðurinn með rýtinginn
átti við mig friðsamlegt erindi, og að hinir hefðu
engan áhuga á mínu veraldlega góssi, en ég
fann líka að þeir þurftu á hjálp minni að halda.
Sá með rýtinginn sagði:
— Vildirðu vera svo góður, herra, að koma
heim til okkar? Frændi minn er mjög veikur, ég
veit ekki hvað gengur að honum, — þeir komu
með hann heim svona veikan. Hann vaknar ekki,
hann er alveg meðvitundarlaus. Við biðjum þig
innilega að koma með okkur, það gæti verið að
þú getir hjálpað. Við vitum að þú getur það.
Við vitum að þú ert vitur maður, já, í raun og
veru mikill læknir og græðari.
— Hvað er að honum? spurði ég.
— Það er einmitt það sem við vitum ekki,
og við biðjum þig að koma og líta á hann, til
að vita hvort þú getur ekki séð hvað gengur að
honum.
Það voru um það bil 70 kílómetrar til næsta
læknis, þrjár dagleiðir á hestbaki, og læknirinn
setti örugglega upp hundrað pesos fyrir ferðina,
sem hann heimtaði fyrirfram, áður en honum
dytti f hug að söðla hest sinn. Fyrir þorpsbúum
voru hundrað pesos auðæfi, sem enginn þeirra
gat greitt. Enginn læknir kæmi án þess að fá
greitt. Þeir sem ekki geta borgað, verða að lifa
og deyja án læknishjálpar. Það er sennilega
ástæðan fyrir því að flestir íbúar lýðveldisins
lifa til níræðisaldurs, nema að einhver skjóti þá
fyrir þann tfma.
Framhald á bls. 44.
3. tbi. VIKAN 17