Vikan


Vikan - 18.01.1968, Síða 25

Vikan - 18.01.1968, Síða 25
bjó skammt frá Galveston og átti fjölda kvikfjár. Og viti menn. í annálum í New Orleans frá þessum árum stendur skrifað, að John nokk- ur Smith frá Galveston hafi á árabilinu 1854 til 1856 keypt þræla í borginni. Charlie segir að maðurinn, sem keypti hann, hafi heitið John Smith, verið höfuðsmaður að tign og átt hús bæði í New Orleans og Texas. „SVO KOM FRELSIÐ . . . “ — Ég ólst upp í húsi Smiths höfuðsmans. Strákurinn hans, John, mun hafa átt að eignast mig, þegar hann yrði fullorðinn. Þegar Charlie var tuttugu og eins árs, „kom frelsið", segir hann. Smith höfuðsmaður sagði að nú væri hann frjáls maður. En Charlie varð kyrr hjá hús- bændum sínum. Svo handgenginn var Charlie Smith höfuðsmanni, að hann hefur sjálfsagt tileinkað sér ýmsar af skoðunum húsbónd- ans. Um Lincoln forseta segir hann til dæmis: „Abraham Linoum, hann var slæmur. Hann frelsaði engan. Nei, það var Abraham Lincum, sem kom fram með Jim Crow-lögin, sérðu. Mestur hluti þess hroða, sem þú lest í sögubókunum er hrein vitleysa. Sjálfur kann ég ekki að lesa, en ég veit hvað ég segi, því á þeim árum var ég orðinn fulltíða maður. Skýring Charlies á borgara- styrjöldinni er einföld: Hún skall á af því að Norðurríkin gáfu þrælana upþ á bátinn, segir hann, — og þau vildu að Suð- urríkin gerðu slíkt hið sama. En það vildu Suðurríkin ekki. Nú, þetta er ekki annað en hver maður veit. En ég veit hvernig á því stóð. Það var af því að ráðsmennirnir á búgörðunum og plantekrunum gátu haft blökku- stúlkurnar eins og þeir vildu. Ef stúlkurnar voru ekki til í tusk- ið, þá voru þær hýddar. Og þær vildu auðvitað ekki láta hýða sig. Svo að þessvegna vildu ráðsmennirnir ekki að þræla- haldið yrði afnumið. Þessvegna varð stríð, og þessvegna kalla Suðurríkjamenn Norðurríkja- menn Janka. PRESTURINN STRAUK MEÐ PENINGANA Smith höfuðsmaður dó og heimilið leystist. upp. Charlie flakkaði um Suðurríkin. Hann vill ekki greina frá ástæðunni til þess að hann fór frá Texas. Og hann steinþegir þegar reynt er að fá fram eitthvað um líf hans á tímabilinu frá 1900 til 1930. Hið eina sem hann fæst til að segja er að hann hafi unnið fyrir Johnny Hall við Yellow Road í Alabama. — Fyrst eftir að ég byrjaði að vinna þar, héldu sumir að ég ætti einhver ósköp af pening- um, af því að ég var góður i póker. Svo að þeir bræddu með sér að drepa mig og ræna. En þetta sunnudagskvöld var ég veikur og lá í rúminu. Þeir héldu að ég væri úti. Við drögum á barkann á honum og förum svo okkar leið með peninginn, sögðu þeir. En þeir gripu í tómt. Þeg- ar þeir voru farnir, sendi ég dreng til prestsins og bað hann að koma. Ég lét prestinn taka peningana — um þrjú hundruð dollara — til geymslu. En þá sömu nótt strauk guðsmaður- inn bæði með peningana og konu safnaðarformannsins. Að ári liðnu þóttist ég einu sinni koma auga á prestinn í kirkju. Þessi, sem ég sá, líktist honum að minnsta kosti svo mik- ið ,að ég skaut á hann í gegnum gluggann. En Drottinn ýtti við hendi minni, svo að ég hitti ekki. NÆSTUM DAUÐUR ÚR ÞRÆLDÓMI — Svo tóku þeir mig og fóru með mig í réttarsalinn, þar sem ég sagði við dómarann: „Þenn- an náunga,“ sagði ég, „þennan náunga skýt ég undireins og ég fæ færi á honum aftur! Og mér er alvara. Sjái ég hann, og viti, að það er hann, þá skýt ég. Og ég missi ekki marks næst!“ En svo kom Ruthie, yngsta dóttir Smiths höfuðsmanns, að sækja mig. Ég skrifaði henni — eða réttara sagt vinur minn einn góður. Og Ruthie, hún stóð upp í réttarsalnum og sagði: „Herra dómari, nú hættið þér að spyrja Charlie, ef þér vilduð vera svo vænn!“ „Hver eruð þér og hvað viljið þér hingað?" spurði dóm- arinn. Og hún svaraði: „Ég er Ruthie Smith frá Texas,“ sagði hún, „og Charlie gætti mín þeg- ar ég var smákrakki. Og nú er ég komin til að taka hann með mér heim.“ Þetta var árið, sem McKinley var skotinn (1911). — Þaðan í frá fóru repúblik- anar með völdin. Og meðan þeir réðu, var ekki borgað tímakaup, heldur dagkaup. Einn dollar á dag, svo að maður varð sann- arlega að hafa sig allan við. Maður drap sig næstum úr þrældómi. Og þegar McKinley var skotinn, þá tók Teddy Roose- velt við. Hann fór með völdin í þrjú ár. Og þegar næst áttu að vera kosningar, lofaði hann að hjálpa verkamönnunum. Og þá fóru launin að hækka, og síðan hafa þau alltaf verið að hækka. Og hinn Rooseveltinn, hann var frændi hins fyrra, og þessi tveir Rooseveltar hafa gert meira fyr- ir fólk en nokkrir aðrir menn. Að vísu gerði forsetinn, sem drepinn var fyrir tveimur ár- um, líka mikið gott, en þú veizt, að maður af hans gerð ræður ekki við neitt, þegar til alvör- unnar kemur. Frá Alabama fór Charlie til Missisippi. — Þar vann ég við sögunarmyllu — en að vísu ekki í myllunni sjálfri. Ég var öku- Framhald á bls. 41 3. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.