Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 28
Betri stoðir undir kirkju Drottins síns gat þessi blóð- heiti og náttúrumikli Afríku- maður ekki fundið. Enda er svo að sjá að þá fyrst sé guðum trúað af einlægni, er þrotin er öll sú hjálp sem hægt er að gera sér vonir um af grundvelli skyn- semlegrar rökhyggju. Jafnskjótt og sú ofboðshörmung sem gerir alla speki heimskuhjóm er hjá liðin, verðum flestum á að hugsa svipað og karlinum, sem slapp úr háska í bjargi: „Þurfti ekki guð, ég gat sjálfur." Og jafn- skjótt og íslendingar fóru að hafa efni á að éta annað en skó sína og bækur, tók að linast trú þeirra á undurverkamátt helgr- ar þrenningar. Þorsteinn Er- lingsson vissi hvað hann söng: Því kóngar að síðustu komast í mát, og keisarar náblæjum falda, og guðirnir reka sinn brot- hætta bát á blindsker í hafdjúpi alda. "pN ÞAÐ ERU ekki allir jafn hreinskilnir og Þorsteinn. Þegar allt annað þrýtur, lafa trúarbrögðin á hræsni þeirra, sem heiðra þau með vörunum, þótt hjartað sé þeim víðs fjarri. Hræsnin neitar að viðurkenna skipbrot guðanna. Hún reisir þeim stærri hof en áður voru til dæmi um til að bæta upp hið ytra það sem á skortir hið innra. Þá gleymast orð þess skálds, sem kirkjutröllið á holt- inu er heitið eftir: Mætast Guðs anda musteri, Manns var rétt kristins líkami. Og sé andinn ekki reiðubúinn, hvað gagnar þá þótt við hlöðum turna upp fyrir sjöunda himinn? Myndi Hallgrímur heitinn velja þeim veglegri orð en ónýtt prjál, sem ekki eigi .... skylt við þetta mál. Heiðingja skikkan heimskuleg Hæfir kristnum á engan veg. En þótt svokallaðir kristnir íslendingar kjósi að leggja nafn skáldsins við megalómaníu sína, þá meta þeir meira prjál að dæmi heiðingja úr Kmer og Egyptó en orð hans. Kannski er þetta bara eðlilegt fyrirbæri í þjóðfélagi þar sem umsláttar- mesta manntegundin er nýríkir plútókratar, sem allt meta eftir stærð og magni. Þessi árátta virðist öll hafa hlaupið í turn- inn eins og heil hersing demóna og þanið hann út og upp úr öllu valdi; við því liði stendur ekk- ert, jafnvel ekki svo paradoxalt fóstbræðralag sem þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Pét- urs Benediktssonar. Það er ekki Leifur einn sem verður smár í samanburði við þessa táknmynd íslenzkrar fagurmenningar á tuttugustu öld, sjálf kirkjan verður að svo sem engu á bak við ósköpin. Eða eins og ungur sonur kunningja mín lýsti öllu saman: Þetta er stór turn og lítil kirkja fyrir aftan. En hvað um það, kirkjan á Skólavörðuholti er þegar nærri fullreist. Einhver tunga, sjálf- sagt illgjörn, hvíslaði því að mér á dögunum að efst á turn- inn ætti að stilla spíru, sem i lögun ætti að líkjast banana, eða hálfmána þeirra kumpána Mahómets spámanns og Hund- tyrkjans. Ég hef það eftir bygg- ingafróðum mönnum að fyrir ut- an stíl turnsins, sem verður víst að teljast íslenzkur, ef stíl skyldi kalla, megi greina minnst tvennskonar annan arkitektúr í hofinu, rómanskan í skipinu og býsanskan í kórhúsinu. Með hálfmánanum, sem hæst skal gnæfa, bætist þá enn einn við. I_J VAÐ sem því líður, kirkja *- þessi er þegar staðreynd og héðan af forðar ekkert augum okkar frá því að þurfa að hafa hana fyrir þeim næstu árin nema kannski nýr hrunadans. En við erum sjálfsagt orðnir svo mikl- ir efnishyggjumenn, að jafnvel djöfullinn á ekki séns í okkur. En til allrar guðslukku er nú myrkur upp úr miðjum degi og mannvirkin á Skólavörðuholti horfin í sortann þegar komið er niður á móts við Mokkakaffi. En ekki hendingar Hallgríms, enda lýstu þær í gegnum marg- faldlega svartara myrkur en þetta. Hérna rétt fyrir innan gluggann sat ég ekki alls fyrir löngu og drakk súkkulaði með svarthærðum manni hörunds- fölum með lið á nefi, fæddum í Jaffa, þaðan sem appelsínur koma, Palestínu-Araba. Hann var sár yfir því hve einhliða Is- lendingar væru á bandi Gyðinga, þegar föðurland hans kæmi til orða. Og víst er um það, að ekki hafa Gyðingar að jafnaði átt meiri vinsældum að fagna hjá okkur, eða öðrum kristnum þjóðum, en nú. Gyðingahatrið, andsemítisminn, var afsakað með því að Júðarnir hefðu sjálf- ir kallað yfir sig ævarandi böl. Formæling illan finnur stað Fást mega dæmin upp á það. Svo kvað skáldið í Saurbæ. Þetta er í fullu samræmi við kristinn rétttrúnað, sem feng- inn er frá þeirri sömu þjóð, sem hann mest hefur bitnað á. Kan- anítar voru taldir fordæmdir og réttdræpir af því að forfaðir þeirra hafði gert grín að Nóa gamla, í þetta eina sinn, sem hann drakk of mikið í senn og sofnaði strípaður úti í garði. Bölvun Gyðinga átti sér þvílík- ar rætur. Þegar Pílatus vaskaði á sér hendurnar, sem margfrægt er og bað Gyðinga fyrir ábyrgð- ina á kunnasta réttarmorði allra tíma, stóð ekki á svari hjá lönd- um sakborningsins: Hans blóð, þó nú hann kvelji kross Komi yfir börnin vor og oss. Og Hallgrímur Pétursson er rétttrúaður þj ónn lútherskrar kirkju og dregur ályktanir sam- kvæmt því: Efldist svo þessi óskin köld Enn í dag bera þeir hennar gjöld. ETTA gat Hallgrímur sagt með sanni, þótt hann hafi varla órað fyrir því, hve ræki- lega orð hans áttu eftir að sann- ast meira en hálfri þriðju öld síðar. Eftir sex milljóna morð Hitlers er loks svo komið, að kristnum mönnum virðist sem þjóð Frelsarans hafi borgað upp þann víxil, sem þeir skrifuðu uppá af bóngæðum við Pílatus; jafnvel ekki trútt um að þeir eigi orðið inni. En að hætti góðra kaupmanna hvarflar vitaskuld ekki að kristnum mönnum að borga það gjald sjálfir, til þess eru Arabaræksnin víst meira en mátuleg. Og því er það að einn góðan veðurdag vaknar fólk það, sem byggt hefur landspilduna milli Jórdanar og Atlantshafs í hátt á annað þúsund ár, upp við vondan draum: Upp á strendur lands þeirra drífur mergð Evrópumanna, sem fullyrða sig eiga þetta sama land á þeim forsendum, að einhverjir forfeð- ur þeirra hafi átt hér heima í grárri forneskju. Og fyrir Evrópumönnum síðari tíma slenzt ekkert eins og allir vita, fremur en köppum þeim í forn- sögum, sem áttu töfrasverð, og töfrasverð okkar tíma eru meira að segja laus við þann galla að sitja blýföst í slíðrum ef til þeirra þrífur bölvís hönd, eins og Sköfnungur var slæmur með. Áður en varir er Gyðingurinn gangandi horfinn svo sem fyrir tilverknað eins álagasprota, hrukkuandlit hans og gaffal- skegg magasítt, hvimandi vatns- full flóttaaugu og Fagínsnef,. hokinn skrokkræfill sveipaður öklasíðum kaftan, allt þetta heyrir nú til liðinni sögu, en í staðinn er uppvaktur Davíð kóngur að nýju, sólbrennt, hnakkakert ungmenni, sem bar- izt hefur einn við átta og við ellefu tvisvar og sýnist reiðu- búinn að leika þann leik hversu oft sem býðst. Og goj á Vest- urlöndum réttir ungmenni þessu uppörvandi hjálparhönd af engu minni fúsleika og hann áður sparkaði skeggjúðanum pabba hans inn í gasofninn. Nú eru þeir stoltastir af Gyðingum, sem áður vildu sízt við þá kann- ast; þýzk blöð ræða kampakát um ,,Blitzkrieg“ Dajans gegn Egyptum og Jórdönum og titla hann til frekari áréttingar læri- svein Rommels. Og þótt svo að Sovétmenn taki af pólitískum ástæðum svari Araba, þá minn- ast þeir þess gjarnan heima fyr- ir, að sumir helztu afreksmenn fsraels, svo sem nefndur Dajan, eru fæddir í Rússlandi. "C’N ARABINN kunningi minn er hvorki kátur né hreykinn. „Fjölskylda mín hefur orðið að flýja tvisvar undan Gyðingun- um,“ segir hann. „Fyrst frá Jaffa til Jerúsalem, þegar Ísraelsríki var stofnað. Og nú frá Jerúsalem niður í Jórdansdal. Þar býr hún nú — á landssvæði, sem er á valdi Gyðinganna. Hún hefur flúið tvisvar, en lengra verður ekki farið, hvað sem skeður.“ Ég ympraði á því að forráða- menn ísraels hefðu heitið Aröb- um á svæðum herteknum í síð- asta leifturstríði, fullum griðum lífs og lima og jafnvel eigna, svo fremi þeir skikkuðu sig hag- anlega. En Arabinn vildi meina að tryggara myndi að treysta ormi hringlegnum en drengskap- arorði eins Júða. Kvað hann efa- laust að ísraelsmenn þráðu ekkert heitara en smala öllum þeim Aröbum, sem enn þreyja í Palestínu, austur yfir Jórdan. Ættu berserkir Dajans það til að skaka skellum og sprengja púð- urkerlingar í nágrenni við arab- ísk þorp eftir að dimmt væri orðið, íbúunum til hrellingar; væri þó gott meðan þeir gerðu ekki annað verra. fsraelsmönn- um er sungið lof og prís fyrir afrek þeirra svonefnd í fætingn- um í vor, hélt þessi kunningi minn áfram, augu hans voru öndótt. Menn gleyma því að þeir stóðu ekki einir, heldur voru þeir með Bandaríkin og Bretland með sér. Það eru fimm eða sex milljónir Gyðinga í Bandaríkjunum og flestir ríkir. En ef einhver dirfist að gagn- rýna Gyðinga hér eða annars- staðar á Vesturlöndum er æpt upp í þann sama að hann sé andsemíti. Eftir því erum við Arabar mestu andsemítar í heimi, þó Semítar sjálfir. Ég reyndi að bera í bætifláka fyrir frændþjóð hjásetumanns míns úr Jöffu og Jerúsalem, kvaðst ætla að slæm samvizka Vesturlandamanna gagnvart Gyðingum ætti drýgsta þáttinn í vinsældum þeirra í kristnum ríkjum nú; síðan Hitler drap milljónirnar sex væri Gyðing- dómurinn orðinn heilög belja í þessum heimshluta. Yrði Gyð- ingum trauðla láð, þótt þeir neyttu meðan á nefinu stæði, svo mjög sem kreppt hefði verið að þeim áður. En Arabinn sem tvisvar hefur orðið forflótta fyr- ir ljóni Júda, er herskár. Nú eru það Bandaríkjamenn, sem ráða heiminum, sagði hann, en það verður ekki lengi. Sú tíð kemur, að þeir og Gyðingar verða að 28 VIKAN 3- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.