Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 32

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 32
ONSON KVEIKJARAR Vanti ykkur tækifærisgjöf þá munið Ronson. Ronson kveikjarar fyrir dömur og herra, fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr, einnig úrval af borðkveikjurum. Einkaumboð: I. GUÐMUNDSSON & CO. HF. Hverfisgata 89, Reykjavík. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Það yrði sjálfum þér og öðrum til ánægju, ef þú létir loks verða af þeim kaupum sem þú hefur velt fyrir þér í fleiri mánuði. Legðu meiri alúð við fegr- un umhverfis þíns; það þarf ekki að kosta mikið. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú hefur lagt mikið á þig til að læra ákveðinn hlut og mistekizt alloft. Nú aftur á rnóti færðu svo góða tilsögn að þér gengur eins og í sögu að ljúka verk- efninu. Væntanlega verðurðu ekki heima um helgina. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú verður að slaka á kröfum þínum, annars verð- urðu óþolandi og miðar ekkert áfram. Komdu í lag og ljúktu við ýmislegt sem þú hefur byrjað á, en aidrei fullgert. Þú færð góðar fréttir. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú hefur fengið áminningu sem þú ert alls ekki sammála að eigi rétt á sér. Það veldur þvi að þú verður óánægður með umhverfi þitt og veltir fyrir þér gagngerðum breytingum. Heillalitur er gulur. IIJL Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ert með verkefni sem þú ert smeykur við að reynist þér ofviða. Þú ættir að gefa kunningjum meiri gaum, svo þú missir ekki tengslin við þá. Um helgina skeður eitthvað óvænt. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Fjölskylda þin er fegin nærveru þinni og hjálpsemi. Á þriðjudaginn kemur nokkuð fyrir sem veldur þér miklum heilabrotum. Taktu virkan þátt í útilífi því sem þér býðst, hvernig sem viðrar. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú ert í félagsskap manns sem reynist ekki góður félagi, reyndu að stinga hann af, fyrir fullt og allt. Þú hefur miklar framkvæmdir í huga, en þær drag- ast af ófyrirsjáanlegum orsökum. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Vertu vel á verði, svo þú verðir ekki tældur til að gera eitthvað sem gæti talizt vafasamt. Þér er nauð- synlegt að ieita til kunningja þíns vegna ákveðins verkefnis. Þér verður boðið út á föstudag. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Ef þú ert útsjónarsamur og notar þér hégómagirnd annarra, þá gætirðu komið þér þægilega fyrir. Það verður erfitt fyrir þig að vinna úr gögnum sem þú hefur fengið um ákveðið mál. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Skemmtun sem verður um helgina verður þér mjög minnisstæð, sökum eins.... Þú tókst þátt í hrekkj- um um daginn, og stendur nú ráðþrota og varnar- laus. Ósamlyndi á vinnustað kannt þú ekki við. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Ættingi þinn hefur komið sér í nokkra klípu og verður þú, sem endranær, að liðsinna honum, þótt það fari í taugarnar á þér. Helgin er vel fallin til ferðalaga og alls kyns hreyfingar utan dyra. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Dvelstu heima við, þegar þú átt frí, reyndu að þroska hæfileika þína og persónu. Félagar þínir eru ekki allir af bezta taginu, þú skalt vera vandlátari. Heilla- tala er fjórir. 32 VIKAN 3- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.