Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 49
þetta hafði sýnilega komið þeim á óvart. Til að leggja ennþá meiri áherzlu á þetta allt, sagði ég kæru- leysislega: — Ef honum vernsnar, getið þið náð í mig, ég geri með gleði það sem ég get. Það leit út fyrir að síðustu orð mín réðu úrslitum. Það dettur eng- um í hug að kála eina lækninum, sem hægt var að ná til, og þess utan var það bara betra að ég hafði engin réttindi, ég var þá ekki skyldugur til að segja yfirvöldunum frá þessu slysi. En það varð ekki eins auðvelt og ég hélt, að komast burtu. Þegar ég var kominn að útidyrunum, sagði frændinn: — Fyrirgefðu, herra, við getum ekki látið þig fara þannig, það gæti eitthvað komið fyrir þig, og þess utan myndirðu eflaust vill- ast. Það er ekki svo auðvelt að rata gegnum runnaskóginn. Við færðum þig hingað og það væri ókurteisi að fylgja þér ekki heim. Eg sá því mína sæng út breidda, að þramma gegnum runnaskóginn, með þrjá menn á hælunum, tvo vopnaða byssum og einn með rýt- ing — þessir þrír menn væru eflaust ánægðari ef það væri einum færra í heiminum, einum, sem vissi of mikið, jafnvel þótt hann væri ágæt- is læknir og hjálpsamur eftir þvt. Það var nóg, að einn þeirra fengi sllka hugmynd, hann gat fram- kvæmt ætlunarverk sitt, áður en hinir fengju rönd við reist. Ég leit hvasst á frænkuna. Af hæversku hafði hún ekki tekið sér sæti, beið standandi eftir því að ég gengi út. Hún fullvissaði mig um þakklæti sitt með augunum. Svo var eins og henni dytti eitthvað í hug. Hún kom til mfn, kyssti aftur á báð- ar hendur mínar, gekk svo bros- andi að litlum skáp, tók út litla krukku með hunangi í, og rétti mér hana: — Þetta er gott, þegar þú bakar smákökur, þær verða mýkri. Ég ætla að senda þér tvær tylftir af eggjum og gott nautakjöt á morgun. Svo þakka ég þér aftur mörgum sinnum fyrir komuna. — Það er ekkert til að tala um, senora. En vel á /ninnzt, þegar drengurinn vaknar, skuluð þið gefo honum gott kjötseyði með nokkrum eggjum út í, það ætti að hressa hann. Góða nótt, senora. Konan vissi vel, hvað gæti kom- ið fyrir mig á hetimleiðinni, ef mönnum fyndist öryggi þeirra vero í hættu. En ég hafði hlotið vináttu hennar og þakklæti. Ég frétti það seinna, að hún réði móilum meir en mann grunaði, tig rólegt fas henn- ar sýndi. Þegar ég hugsa um þetta frið- sæla heimili, þar sem jafnvel páf- inn í fullum skrúða var innrammað- ur upp á vegg og Ijásin loguðu dag og nótt hjá líknes.kinu af hinni heilgu mey, er mér Ijóst, hver það var sem þar réði húsum. Og þar sem konan var örugglega greind- ari en mennirnir, vlssi ég líka, hver það var sem hugrsaði fyrir flokk- inn. Ég vissi líka, hvað þessi greinda kona átti við, þegar hún sagðist senda mér egg og kjöt næsta dag, hún vildi láta skæru- liðana vita, að hún ætlaði sjálf að komast að því hvort ég kæmist heilu og höldnu heim til mfn. Mennirnir skildu þetta örugglega. Og þeir skildu líka, að það var nauðsynlegt að sjá til þess, að ekk- ert kæmi fyrir lækninn, það gat verið gott að eiga hann að. Við náðum klakklaust til kofa míns. Þegar ég skildi við mennina og bauð þeim innilega buenas noches, fann ég að stungið var þrem pesos f lófa minn. — Taktu þetta sem lítinn þakklætisvott, sagði frændinn. — Fyrirgefðu, sagði ég. — Ég tek aldrei neitt fyrir það að hjálpa vin- um mínum, það geri ég með ánægju. Hann hélt peningunum í hend- inni um stund, rétt eins og hann byggist við að ég sæi mig um hönd og tæki við þeim. Hann vissi vel, eins og allir aðrir í þorpinu, að ég hafði fulla þörf fyrir peningana. En ég tók af skarið með því að segja: — Þú ætlar vonandi ekki að móðga mig? — Alls ekki, sagði hann. — Al- veg örugglega ekki. Og hann stakk peningunum í vasa sinn. Svo bætti hann við: — Ég ætla að sjá, hvort ég get ekki sent þér einhverja fleiri til að læra ensku. — Það er betra, sagði ég. — Ég kem svo í fyrramálið og lít eftir drengnum. — Jæja þá, tautaði hann. — Ég veit ekki hvað skal segja, en ef þú vilt það endilega, þá er mér sama. Um níuleytið næsta morgun, lagði ég af stað til að Ifta á piltinn. Ég var naumast kominn fram hjá sfð- asta húsinu í þorpinu, þegar frænd- inn kom á móti mér, og ég fann það á mér að hann hafði beðið þarna eftir mér, vegna þess að hann vildi ekki að ég kæmi heim til hans í dagsbirtu. Ég var heldur ekki viss um að ég rataði. Ég komst líka að þvf viku seinna, að það hefði ég ekki gert. Af einskærri forvitni fór ég til að sjá þetta hús aftur og ég villtist svo gersamlega í runnaskóginum, að ég ætlaði aldrei að komast á rétta leið aftur, ef ég hefði ekki hitt mann f skóg- inum. Hið minnisstæða kvöld höfðu mennirnir vísvitandi farið króka- leiðir með mig, svo ég rataði ekki aftur. Maðurinn sagði mér, að piltur- inn hefði farið snemma á fætur og riðið með hinum mönnunum brott. Hann sagði, að þau hefðu búið um sárið eftir minni fyrirsögn, og að allt hefði farið vel. — Ég er hér með kjötið og egg- in, sem konan lofaði þér. En svo er það eitt, herra, það er betra að tala ekki um þetta við neinn í þorp- inu, pilturinn gæti fengið óorð af því. Hann ætlar að fara að kvæn- ast, svo það er ekki heppilegt. Þú skilur hvað ég á við. — Ég skil það mætavel, sagði ég. — Ég hef enga ástæðu tii að tala um þetta við nokkra sál. En mér þætti vænt um, ef þú gætir látið kaupa samskonar lyf og ég notaði í nótt, ef einhver á erindi í borgina. — Það er sjálfsagt, það skal ég gera með ánægju, sagði hann og tók við seðlinum, sem ég hafði krafsað lyfjaheitin á. Þegar ég kom heim til mín, sátu tveir menn á þröskuldinum hjá mér. Þeir vildu endilega læra ensku, og þeir greiddu mér fyrir tíu tíma fyrirfram. Svo var það snemma morguns, tveim dögum síðar, að ég tók eftir þv( að þorpið var umkringt her- mönnum. Enginn mátti yfirgefa þorpið, en það var engum bannað að koma inn ( það. Nokkur hús voru rannsökuð og fólkið var kall- að saman á torgið til að svara spurningum hermannanna. Ég fékk fljótlega að heyra ástæð- una fyrir þessu. Fyrir nokkrum nóttum höfðu stigamenn ráðizt inn á búgarð, bundið og keflað húsbóndann og heimilisfólkið og haft á brott með sér alla peninga, sem þeir gátu fest hönd á. Þrjátíu þúsund pesos hafði verið stolið. Hvert mannsbarn vissi, að þetta hlaut að vera lygi. Það var örugglega enginn bóndi, sem átti svo mikla peninga heima hjá sér. Tvö þúsund pesos hefðu verið nær sanni. Hermennirnir, sem l(ka voru Indíánar, höfðu rakið slóð stiga- mannanna að þessu þorpi. Her- mennirnir hefðu fyrr eða síðar kom- ið til þorpsins, það hafði orð á sér fyrir að vera stigamannahreiður. Ég gekk hægt að miðju torgsins, til að sjá hvað um væri að vera, þegar einn af þorpsbúum stöðvaði mig og sagði: — Það er svo sem ekkert að sjá, Þeir fara bráðum, án þess að finna stigamenn. Þeir eru að litast um eftir náunga, sem hjálpaði særðum stigamanni að komast undan. Þegar þeir finna hann, verður hann skotinn, eftir að hann hefur verið látinn grafa sína eigin gröf í kirkjugarðinum. Liðs- foringjarnir segja að sllkir menn séu hættulegri mannkyninu en stiga- mennirnir sálfir. — Hvað gerði maðurinn, hvernig hjálpaði hann stigamanninum til að komast undan? spurði ég. — Ég hélt, að stigamenn væru það snið- ugir sjálfir, að þeir þyrftu ekki á hjálp að halda. — Þetta er annars eðlis, sagði maðurinn. — Það sem skeði var að ungur stigamaður var særður, fékk að minnsta kosti tvö skot ( fótinn. Það blæddi mikið úr sárunum, en vinir hans komu honum undan, og slóð þeirra var rakin til þorpsins. Það hafði einhver séð þá reiða hinn særða mann á hesti. En það veit enginn hvert þeir fóru með hann. Svo náðu þeir ( lækni, ekki reglulegan lækni, herra, en ein- hvern sem kunni eitthvað fyrir sér. ! gærmorgun var pilturinn, sem særðist, orðinn það hress að hann komst undan á hestbaki. það var maður, sem var að vinna ( runna- skóginumj sem sá til þeirra, en læknirinn, sem læknaði piltinn, var ekki með þeim. Ef hermennirnir hefðu handsamað piltinn, þá hefðu þeir komizt að þv(, hver hann var, og þannig getað rakið slóð læknis- ins, — jafnvel náð í allan hópinn. — Þetta er athyglisvert, sagði ég. — Þeir hafa þá litla von um að finna þá? — Mjög litla. Nú vita þeir, að særði pilturinn hefur komizt undan, svo þeir leita aðeins læknisins, sem hjálpaði honum. Hermennirnir segja að læknirinn búi hér f þorp- inu, og þess vegna hafi þeir um- kringt staðinn, svo enginn kemst út. Þeir eru að leita f húsunum, og ef þeir finna einhver lyf, vita þeir, hver maðurinn er. Þá skjóta þeir hann á staðnum. — Það væri mátulegt á hann, sagði ég. — Enginn heiðvirður mað- ur hjálpar stigamönnum. — Hefur þú lyf heima hjá þér? spurði þessi nágranni minn. — Já, eitthvað smávegis. Aðeins það, sem við köllum skyndihjálp. Rétt f þessu kom liðsforingi og þrír hermenn út úr húsinu andspæn- is okkur. Þeir höfðu verið að leita að lyfjum þar. Ég hafði enga löng- un til að láta hermenn kroppskoða mig, svo ég gekk af stað, en ná- granni minn sagði: —- Standið kyrr, herra, þeir gera okkur ekki neitt. Ég sá að það var bezt að standa kyrr, meðan liðsforinginn og liðs- menn hans gengu f áttina til okkar. Þar sem ég var alveg saklaus af því að hafa hjálpað stigamönnum, hafði ég ekkert að óttast. — Hvar er yðar kofi, herra? sagði liðsforinginn. — Þessi þarna, sagði ég og benti á kofann. — Hafið þér nokkur lyf í fórum yðar? — Eitthvað smávegis. — Hvaða lyf? — Hálfa krukku af mentholatum við kvefi, herra. — Er hægt að lækna skotsár með því? — Hefur einhver af mönnum yð- ar orðið fyrir skoti? spurði ég, full- ur samúðar. — Já, sagði liðsforinginn. — Mér þykir fyrir þv(, sagði ég, — en ég þoli ekki að sjá blóð, þá Kður hreinlega yfir mig. — Þér lítið Kka þannig út. Þið gringóarnir hafið ekki eins sterkar taugar og við. Við þolum vel að sjá blóð, mikið blóð. Ég ætla ekki að móðga yður. Fyrirgefið ónæðið. Við þurfum að sinna skyldustörfum. Adios. Hann kvaddi mig með handabandi. Nágranni minn fylgdi honum að öðrum kofa. Meðan ég stóð þarna og horfði á eftir þeim, kom drengur hlaup- andi til mín og kallaði, áður en hann var kominn alla leið: — Senor, þetta eru lyfin, sem ég kom með úr borginni. Herrann sagði, að það væri allt greitt. 3. tw. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.