Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 10
Hngáiijue sjórœiiingiim FRAMHALDSSAGAN ©. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - TEIKNING BALTASAR (★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★**★★★★★★+★★*★★★★ FINGUR ANGELIQUE RUNNU HÆGT NIÐUR EFTIR KINNUM HENNAR. MAÐURINN, SEM STÚO HJÁ HENNI VAR ÓKUNNUGUR, SAMT SKYNJAÐI HÚN AÐ HÚN ÞEKKTI HANN. Hendur Rescators urðu ákafari; hún vissi hvað hann gat verið sterk- ur. Hún gat ekki hreyft sig og varla dregið andann. Svo gerðist nokkuð einkennilegt. Það fór um hana ylur og um leið fannst henni að hún myndi deyja. Engu að síður reyndust innri vamir hennar nægilega sterkar og henni tókst að segja: — Látið mig vera! Sleppið mér! Höfuð hennar var sveigt aftur á bak og andlitsdrættirnir afmynd- aðir, eins og hún fyndi til. — Hafið þér svona mikla andstyggð á mér? spurði hann. En hann þrýsti henni ekki lengur að sér. Hún hörfaði að veggnum og hallaði sér upp að honum. Hann virti hana vandlega fyrir sér og hún sá, að hann vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við þessum ofsalegu viðbrögðum henn- ar. Enn einu sinni þekkti hún ekki sínar eigin tilfinningar, henni var þoku hulið, hvernig hún gat brugðizt við vanda andartaksins og það var henni framandi. — Þú verður aldrei söm kona aftur, sagði innri rödd hennar dapur- lega. Svo greip skynsemin fram í fyrir henni aftur: — 1 örmum þessa sjóræningja? ...... Nei, aldrei. Hann hefur meðhöndlað mig allt of svívirðilega. Hann hlýtur að hafa komizt að þvi, að konur austursins njóta þess að vera barðar annað andartakið og elskaðar hið næsta, en það hrífur mig ekki. Ef ég félli í gildrur hans, gæti hann breytt mér í auðvirðilega, einskisverða skepnu.....Ég hef þegar greitt nóg fyrir syndir minar, án hans. En hún fann til svo einkennilegra vonbrigða. — Ef til vill er hann sá eini, sem....... Hvað var að gerast í huga hennar, einmitt núna? Hún hafði þekkt þessa þægilegu spennu, sem fór um hana, þegar fingur hans struku hörund hennar. Já, hún hafði þekkt þessar vakandi kenndir, þessa löngun til að varpa skynseminni íyrir róða. Hún hafði ekki verið hrædd. Hún var handviss um þetta, og þó hafði hann þótzt sjá ótta í augum hennar. Það, sem hann vissi ekki, var að þessi ótti varðaði ekki hann. Nú fyrst þorði hún að líta á hann. Rescator var skynsamur maður og sýndist taka þessari frávísun með heimspekilegri ró. — Ja hérna, þér eruð feimnari en smástelpa. Hver hefði getað ímyndað sér það? Hann hallaði sér upp að borðinu með hendurnar krosslagðar á brjóst- inu. — Engu að síður neitun yðar er mjög alvarlegt mál. Hvað með samning okkar? — Hvaða samning? — Þegar þér komið til fundar við mig í La Rochelle, skildist mér, að ef ég tæki vini yðar um borð, fengi ég í staðinn strokuambátt, sem ég hefði ekki fengið tækifæri til að meðhöndla eins og ég ósk- aði og hafði rétt til. Angelique fann til sektar, eins og hún væri kaupmaður að reyna að svikjast undan ákvæðum í kaupsamningi. lo yncAN 3 tbl- ^★★★★★* ^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★■★★★★★★★★★★★★* Þegar hún hljóp yfir heiðina i lemjandi rigningu, var hennar eina hugsun að hrifa þetta fólk úr klóm konungsins. Hún hafði vitað þá, að með því að snúa sér til Rescators var hún að bjóða sjálfa sig fram, en þá hafði það virzt auðvelt. Það eina, sem skipti máli þá, var að kom- ast burtu. Nú var hann að gera henni fulljóst, að tíminn til að gjalda skuldina var kominn. — En ..... Voruð þér ekki að segja, að ég væri orðin ljót og ömurleg? sagði hún með vonarhreim. Hann rak upp hlátur. -— Konur í kænsku sinni og slægð verða aldrei uppiskroppa með rök, jafnvel þau vonlausustu, sagði hann milli hláturskviðanna. — Kæra stúlka, ég er allsráðandi hér, ég get leyft mér að skipta um skoðun, jafnvel varðandi yður. Yður skortir ekki þokkann, þegar þér eruð reið. Og þegar þér hagið yður eins og andinn innblæs, eruð þér einnig heillandi. Eg verð að viðurkenna, að það er orðið nokkuð langt síðan mig fór að dauðlanga að taka af yður þessa skuplu og heimaofnu fötin og sjá svolitið meira af yður en þér leyfðuð mér að skoða nú fyrir stundu. — Nei, sagði Angelique og vafði um sig skikkjunni. — Nei? Hann gekk í áttina til hennar, kæruleysislega. Hún sá, hvað hann var þróttmikill í hreyfingum. Samt voru hreyfingar hans áreynslu- lausar, en hann var eins og gerður úr stáli. Stundum var hægt að gleyma þessu. Hann gat verið skemmtilegur og fyndinn, en þegar i stað fann hún aftur þessa óbugandi orku hans og skelfdist. Á þessari stundu vissi Angelique, að öll hennar sálræna og siðferði- lega orka var gagnslaus móti honum. — Ekki gera það, sagði hún og greip andann á lofti. Þér getið það ekki. Þér eruð maður, sem virðir lög Islams; þér hljótið þá að muna, að enginn má snerta konu annars manns. Ég hef heitbundizt einum af félögum mlnum. Við erum í þann veginn að giftast ....... Innan nokkurra daga ...... Á þessu skipi ...... Hún sagði Það, sem henni flaug fyrst i hug. Hún varð að slá upp einhverjum varnarvegg milli þeirra eins fljótt og auðið væri. Og án þess að hún vænti þess sérstaklega, var eins og þessi játning hitti í mark. Sjóræninginn snarstanzaði. — Einum af félögum yðar? Særða manninum? — Já ..... já...... — Þeim, sem veit? — Veit hvað? — Að þér hafið verið brennimerkt með konungsliljunni? — Já. Honum. — Jæja, drepið mig nú ekki alveg! Hann er hughraustur maður, af kalvínista að vera: Or því að hann lætur sér lynda að bindast hóru eins og yður! Þessi upphrópun kom yfir hana eins og þruma. Hún hafði vænzt þess, að hann tæki þessari tilkynningu hennar með kaldhæðni, en þess I stað var sem hún hefði hitt hann, þar sem hann var veikastur fyrir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.