Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 22
FMt VOLDUM TIL EINANGIUNAR í ellefu ór var hann einhver valdamesti maður veraldar. Nú lifir hann algerlega einangruðu lifi í þessu húsi. Krústjov hefur hundinn sinn allt- af með sér ó gönguferðunum og leikur sér gjarnan við hann. Hér sést hann fleygja priki út í vatn- ið til þess að lóta seppa sækja það. I 11 ár var þessi maSur æðsti maður Sovétríkjanna, og þar með einhver valdamesti maður veraldar. En öllum að óvörum var hann sett- ur af 15. október 1964. Honum var ýtt út úr Kreml, en þó á hreinlegri hátt en sumum flokksbræðrum hans. Og þar með endaði Krúsjoff-tíma- bilið, tímabil mikilla sviptinga og stórrá viðburða. Endalok Krúsjoffs sem stjórnmálamanns voru ekki skýrð á einn eða neinn hátt. Pravda sagði aðeins að hann væri „hættu- legur tækifærissinni". Seinna kom opinber yfirlýsing þess efnis, að Krúsjoff hefði sjálfur beðið um að fá að draga sig í hlé, vegna þess að heilsan væri farin að bila. SEM LIFANDI LÍK. í dag hefur Nikita Krúsjoff eng- in áhrif. Hann er 73 ára gamall, og hann lifir algerlega einangruðu lífi. Blöðin í Rússlandi nefna hann al- drei, þar er nánast forboðið að minnast á hann. Eg man vel eftir því, þegar ég sá Krúsjoff í fyrsta skipti. Það var á aðalflugvellinum í Moskvu. Hann var þar mættur ásamt fjölmörgum æðstu leiðtogum Flokksins til þess að taka á móti Walter Ulbright, kollega sínum í Austur-Þýzkalandi. Þennan dag var Krúsjoff í sérstak- lega góðu skapi. Hann lék við hvern sinn fingur, og það var hægt að láta sér detta í hug að hann væri gamanleikari að atvinnu. En hann var heldur ekki lengi að skipta yfir í hátíðlegheitin, ef með þurfti. Oft- ast var hann þó eins og bóndi — glaðlyndur og skemmtilegur og Nikita Krúsjoff var sviptur völdum 1964. SíSan hefur hann lifað ein- angruðu lífi á búgarði sínum fyrir utan IVIoskvu. Hann er orðinn beisk- ur og leiður, fær sjaldan heimsókn- ir og er vaktaður nótt og dag. Eng- inn spyr hann ráða í stjórnmálun- um heima fyrir. Hann eyðir degin- um í gönguferðir og Ijósmyndun, og hann les sögur Tjekovs. Bezti vinur hans er hundur. Hann hefur reynzt honum betur en margur stjórnmálamaðurinn....... VIKAN 3 tbl Ríkið sér fyrrverandi forsætisróð- herra sinum fyrir fæði og húsnæði. Það hefur tvo kokka á launum. Samt kemur oft fyrir, að Nina Krústjov kýs sjálf að elda rnatinn fyrir bónda sinn og dóttur. Á gönguferðunum hefur Krústjov með sér bæði myndavéi og transis- tortæki. faðmaði að sér allan heiminn. En það er lika alkunna, að honum hætti til að missa stjórn á skapi sínu — eins og þegar hann klæddi sig úr skónum á þingi Sameinuðu þjóðanna og barði í borðið til frek- ari áherzlu. í dag heyrir allt þetta fortíðinni til. Og í heimalandi hans hefur allt verið þurrkað út, sem á einhvern hátt gæti minnt á tilveru hans. Op- inberlega er aldrei minnzt á hann, og hann er ekki nefndur í skóla- bókum. Stúdentar mega vitna í hans löngu ræður á Flokksþingun- um, en þeir mega ekki láta höf- undarins getið. Nikita Sergejevisj Krúsjoff var kominn af fátæku fólki, sonur námu- verkamanns, en hann vann sig upp í eitt valdamesta embætti veraldar og drottnaði yfir meir en 200 millj- ónum manna. Þrátt fyrir það á hann að gleymast. En samt líður honum alls ekki illa, þar sem hann nú er niðurkom- inn, — og alls ekki verr en f barn- æsku sinni. Hann hefur nóg af öllu, en er ekki lengur í tengslum við dag- legt líf samtíðar sinnar. VARÐKLEFI VIÐ INNGANGINN. Þau hjón, Nina og Nikita, eiga lítinn búgarð suðvestur af Moskvu, og þar búa þau nú. Umhverfis bú- garðinn er hátt gerði, og við inn- ganginn er varðklefi. Verðirnir sem eru kvenkyns, leyfa engum ókunn- ugum að komast inn fyrir. Ef ein- hvern langar til þess að komast inn og heilsa upp á gamla manninn, verður hann að tilkynna það með löngum fyrirvara, og sá sami verð- ur að vera þekktur af góðu. Krús- joff á einnig íbúð í Moskvu, en hún er sárasjaldan notuð. Þar býr Lena dóttir hans, sem er 28 ára og ógift. Hún stundar háskólanám, er í framhaldsnámi ( fagi, sem heitir „Alþjóðleg samskipti". Hús Krúsjoffs er rúmt, þar eru fjögur svefnherbergi. Það er tákn- rænt fyrir rússneskt hús úti f lands- byggðinni, þau eru kölluð „datsja". Þannig hús eru venjulegast um það bil tíu í hnapp. Hús Krúsjoffs var byggt á 3. tug aldarinnar, og hann og Nína hafa hafa sitt hvort svefnherbergið. Þriðja svefnherbergið notar Lena, þegar hún kemur í heimsókn. Fjórða herbergið hefur verið barnaher- bergi.. Dóttir Krúsjoffs er gift Alex- ej Adsjubei, og eiga þau tvö börn. Tengdasonurinn var orðinn ritstjóri „Ísvestía", sem er málgagn stjórn- arinnar, en hann var rekinn, þegar tengdafaðirinn missti völdin. Nú er hann blaðamaður við lítið þekkt vikublað. NÓG HÚSHJÁLP. Á búgarðinum skortir þau ekki aldeilis þónustufólk. Þau hafa tvo þjóna, tvo kokka, tvo bílstjóra og garðyrkjumann. Og ríkið rússneska borgar honum risnu, sem samsvarar tæpum 30.000 íslenzkum krónum á mánuði. Fjölskyldan hefur full yfir- ráð yfir húsinu og ríkið leggur þeim til einn bíl. Stundum fer hann í Bolshoj-ballettinn, og þar situr hann í sömu stúkunni og hann notaði á valdaárum sínum. Krúsjoff fer samt aðeins þangað til þess að horfa á óperur, því honum dauðleiðist ball- ett. Með öðrum orðum, þá líður hann ekki skort efnalega, en eins og einhvers staðar er skrifað, lifir mað- urinn ekki af brauði einu saman. Og Krúsjoff saknar mikið samvist- anna við annað fólk, að ekki sé talað um hina sætu valdanna daga. Og það er ekkert um það, að menn komi og heimsæki hann til þess að fá hjá honum ráð um stjórnun rfk- isins. Þar skilur milli hans og t. d. Eisenhowers. Heimur hans er tilbreytingalaus, og það hefur gert hann bitran. Það heyrir til undantekninga, ef hann sér aðra en nánustu ættingja sína. Hinir gömlu samstarfsmenn hans úr flokknum forðast hann eins og heit- an eld. Og það er kannski ekkert undarlegt, því það voru einmitt þeir, sem sáu til þess að honum var komið frá á sínum tíma. Það er helzt að æskuvinir hans heimsæki hann og tali við hann. Þótt hann búi ekki langt frá Kreml, þá er hann algerlega snið- genginn. Sinn er siðurinn í landi hverju. LJÓSMYNDUN ER TÓMSTUNDAGAMAN. Krúsjoff eyðir mestum hluta dags- Framhald á bls. 29. 3. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.