Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 22
FRA TiL EINANGRUNAR í ellefu ár var hcinn einhver valdamesti maSur veraldar. Nú lifir hann algerlega einangruSu lífi í þessu húsi. Krústjov hefur hundinn sinn allt- cif meS sér á gönguferSunum og leikur sér gjarnan viS hann. Hér sést hann fleygja priki út í vatn- iS til þess cið látci seppa sækja þaS. Nikita Krúsjoff var sviptur völdum 1964. Síðan hefur hann lifað ein- angruðu tífi á búgarði sínum fyrir utan Moskvu. Hann erorðinn heisk- ur og leiður, fær sjaldan heimsókn- ir og er vaktaður nótt og dag. Eng- inn spyr hann ráða í stjórnmálun- um heima fyrir. Hann eyðir degin- um í gönguferðir og Ijósmyndun, og hann les sögur Tjekovs. Bezti vinur hans er hundur. Hann hefur reynzt honum betur en margur stjórnmálamaðurinn..... í 11 ár var þessi maður æðsti maður Sovétríkjanna, og þar með einhver valdamesti maður veraidar. En öllum að óvörum var hann sett- ur af 15. október 1964. Honum var ýtt út úr Kreml, en þó á hreinlegri hátt en sumum flokksbræðrum hans. Og þar með endpði Krúsjoff-tíma- bilið, tímabil mikilla sviptinga og stórrb viðburða. Endalok Krúsjoffs sem stjómmálamanns voru ekki skýrð á einn eða neinn hátt. Pravda sagði aðeins að hann væri „hættu- legur tækifærissinni". Seinna kom opinber yfirlýsing þess efnis, að Krúsioff hefði sjólfur beðið um að fó að draga sig í hlé, vegna þess að heilsan væri farin að bila. SEM LIFANDI LÍK. í dag hefur Nikita Krúsjoff eng- VIKAN 3tbl- in áhrif. Hann er 73 ára gamall, og hann lifir algerlega einangruðu Iffi Blöðin í Rússlandi nefna hann a drei, þar er nánast forboðið að minnast ó hann. Ég man vel eftir því, þegar ég só Krúsioff í fyrsta skipti. Það var á aðalflugvellinum í Moskvu. Hann var þar mættur ásamt fjölmörgum æðstu leiðtogum Flokksins til þess að taka á móti Walter Ulbright, kollega sínum í Austur-Þýzkalandi. Þennan dag var Krúsioff í sérstak- lega góðu skapi. Hann lék viS hvern sinn fingur, og það var hægt að láta sér detta í hug að hann væri gamanleikari að atvinnu. En hann var heldur ekki lengi að skipta yfir í hátíðlegheitin, ef með þurfti. Oft- ast var hann þó eins og bóndi — glaðlyndur og skemmtilegur og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.