Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 33
Þa'ð voru mikil þrengsli um borð,
en góður gleðskapur og mikil
ánægja. Auðvitað var farið hina
syðri leið yfir Atlantshafið, en
þar er mikil veðursæld og sólskin
á hverjum degi.
Þegar við nálguðumst New
York kom lögreglubátur út í skip-
ið og tók lögreglan strax í sína
vörzlu sex menn sem flúið höfðu
undan dómi, en nú vildu heldur
fara í amerískt fangelsi en vera
um kyrrt í Evrópu, þótt þeir
ættu þar friðland frá slíkum ó-
fögnuði.
— Það hafa náttúrlega verið
ýmsir vafasamir menn þarna á
ferðinni.
— Já, ég get sagt þér frá ein-
um sem varð okkur samferða
vestur. Þetta var ungur maður
sem kom frá Þýzkalandi. Hann
sagði öllum hvernig það hafði
gengið til. Hann notfærði sér
þokuslæðing vetrarmorgun einn
til þess að flýja út úr Þýzkalandi
yfir iandamærin til Sviss og sviss-
neskir landamæraverðir staðfestu
að allt hefði borið að eins og
maðurinn lýsti. Það heyrðist
hundgá út úr þokunni og manna-
mál og svo kom þessi maður
þjótandi yfir landamærin, nokkr-
um skotum var skotið á eftir
honum. en þá náðu svissnesku
landamæraverðirnir í hann. Hann
var svo kúfuppgefinn að það
þurfti að bera hann burtu. Hon-
um var svo hjálpað til að kom-
ast frá Sviss þegar hann gat
sannað að hann væri bandarísk-
ur ríkisborgari, fæddur í Banda-
ríkjunum. Einhvern veginn komst
hann til Lissabon og fékk svo
far með þessu skipi. En það voru
auðsjáanlegar hafðar gætur á
honum, eins og fleirum, og þeg-
ar hann kom til New York var
hann spurður spjörunum úr, þó
að allt sem hann segði hefði á
sér talsverðan raunleiksblæ.
Hann var spurður að því hvernig
hann hefði haft peninga til að
vera á skemmtistöðum 1 Lissabon
þessa mánuði sem liðu þangað
til hann lagði af stað vestur um
haf. En hann hafði svar á reið-
um höndum. Hann hafði gert
einhverja smávegis uppfinningu
og eitthvað hafði safnazt fyrir af
fé fyrir hana svo að hann gat
lifað af því þessa sex mánuði.
Þá var hann spurður hvort hann
hefði meira fé. Það kvaðst hann
ekki hafa, en taldi sig ekki
mundu verða í neinum vandræð-
um með að fá vinnu er til Banda-
ríkjanna kæmi. Síðan var leitað
í fátæklegum föggum hans, sem
var fljótgert, en í vindlakassa
sem hann hafði undir rakdótið
sitt tóku leitarmenn eftir að leyst-
ur hafði verið upp pappír sem
límdur hafði verið á tréð, og þar
undir hafði verið smeygt eitt
þúsund dala seðli sem hann gat
ekki gert grein fyrir. Þar með
þótti sannað að maðurinn væri
njósnari og hefði flóttinn verið
undirbúinn og settur á svið af
þýzkum yfirvöídum.
— Var mikið um slíkt?
—- Talsvert, býst ég við. Ég
var einhvern tíma seinna að
kvarta um það við yfirmann inn-
flytjendaskrifstofunnar í New
York að fslendingar lentu í alls
konar erfiðleikum við komuna
þangað þó að sjálfur aðalræðis-
maður Bandaríkjanna og seinna
sendiráðið hefði gefið mönnum
vegabréfsáritun og rannsakað
feril þeirra. Stundum væru þetta
bara formsatriði, en stundum
heimtuðu yfirvöldin að þessir
menn væru sendir til baka til
íslands þó að ferðirnar væru
bæði seinlegar og hættulegar.
Hann var gamall heiðursmaður
og hlustaði á mig með athygli
meðan ég talaði og sagði svo:
.,Ég skal segja yður eitt, vinur,
að af þeim farþegum sem voru
með yður yfir hafið með Drottn-
ingholm eru 200 ennþá í búrun-
um hjá okkur hérna á Ellis Is-
land þótt þeir hafi allir haft árit-
un. Við verðum að líta eftir öll-
um sem koma, og eins og þér
hafið kannski séð í blöðunum er
búið að skjóta þrjá af þeim sem
stórháskalega öryggi ríkisins."
— Það heíur iíklega verið í
mörgu að snúast hjá þér á þess-
um árum?
— Já, það var mikið að gera
í New York og erfitt að vera
einn. Ég hafði bara vélritunar-
stúlku. Oft þurfti ég að vera
niður við skip allan liðlangan
daginn, því að íslendingarnir áttu
erfitt með að átta sig á því að
þarna voru menn spurðir af
þremur mismunandi yfirvöldum,
lögreglu, sjóher og landher. Allir
áttu að ganga úr skugga um að
þetta fólk væri ekki hættulegt,
og hver aðili bar fram eitthvað
áttatíu spurningar, margar þær
sömu hjá þeim öllum. Þetta áttu
fslendingar erfitt með að skilja.
Þeir voru þreyttir af sjóferðinni
og fegnir að koma til lands og
brugðu þá tíðum á glens og svör-
uðu út af. Yfirvöldin vildu ekki
sætta sig við slík svör, og einn
maður var m.a. sendur á geð-
veikrahæli( til rannsóknar. Ég
átti í talsverðum vandræðum með
að fá hann þaðan út. f hvert
skipti og skip kom var ég því
viðstaddur og ráðlagði mönnum
að sýna stillingu og svara beint
og eðlilega hverri spurningu þó
að þeim fyndist einkennilega að
farið. Þá var næsta erfitt að
útvega hótel. Varð það mér helzt
til ráða að snúa mér til Rauða
krossins og tjá honum vandræði
mín. Það væri aldrei hægt að fá
neina vitneskju um skipakomur
fyrr en skipin voru að skríða inn
á höfnina og þar með útilokað
að panta hótelpáss fyrirfram.
Rauðakrossmenn brugðu við
drengilega og settu menn til að
útvega hótelpláss. Ég fór um borð
strax og skipin komu og spurði
hversu margir þyrftu hótel og
Rekið skammdegið úr húsum yðar með OSRAM lýsingu.
OSRAM framleiðir Ijósaperur, flúrpípur, linestrarör og leysir yfirleitt
allan vanda í sambandi við hvers kyns raflýsingu.
3. tbi. VIKAN 33