Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 13
Ný tiliómsvelt togar frá ¥esfmanna - eylum Þessi skemmtilega mynd er af Logum frá Vestmannaeyjum, en sú ágæta hljómsveit er enn í fullu fjöri, þótt ekkert hafi hún látið á sér kræla í höfuð- borginni langa hríð. Einhver hreyfing mun þó vera uppi hjá þeim sveinum að hregða sér til „meginlandsins“ og er það gleðiefni hinum fjölmörgu aðdáend- um og fylgifiskum hljómsveitarinnar hér í þéttbýliskjarnanum. Tvær breyt- ingar hafa orðið á hljómsveitinni „síðan síðast“. Guðlaugur Sigurðsson hefur tekið við stöðu borgeirs Guðmundssonar á hljómsveitarpallinum og leikur á orgel og gítar. í stað Helga Hermannssonar er nú kominn litli bróðir, Hermann og virðist taann fljótt á Utið (lengst tU hægri á myndinni) vera vasaútgáfa af þeim stóra! Þessir frísklegu strákar eru aUir á sama báti hvað nám áhrærir — allir eru þeir við Iðnskólanám og ber þar að finna ástæðuna fyrir því, að þeir hafa ekki getað verið cins mikið á róH og aörar hljómsveitir. Þó hafa þeir aUt- af spilað um hclgar i Eyjum. Myndin er tekin f Byggðasafni þeirra Vestmanna- eyinga og er ekki annað að sjá en að skrautlegar múnderingar þeirra falli hið bezta inn í umhverfið. Lúður sá, er Hermann heldur á Lofti, er hinn merki- legasti gripur og Vestmannaeyingum ölium að góðu einu kunnur. Hami var notaður árum saman — eða allt til þess tíma er hljóðneminn kom til sögunnar — á þjóðhátíðinni, þegar Stefán Árnason lúðraði tilkynningum og hvers konar boðskap öðrum tii hátíðagesta. Því miður vitum við ekki deiU á lúðri þeim, er Henry Erlendsson hefur í fanginu, en sjálfsagt á sá einnig merkilega sögu’ að baki. Guðlaugur situr við aldagamalt húskveðjuorgel, en gripur sá, er Grétar Skaptason heldur á og virðist fljótt á litið vera gítar, er óvart skófla! Og þá hofum við nefnt þá alla með nafni nema trymbilinn, Sigurð Stefánsson, sem veifar hrossabresti, ef betur er að gáð, og horfir hlutlausum augum á Ijós- myndarann, sem tók þessa óvenjuiegu og skemmtilegu mynd fyrir okkur. Annað veifið skjóta nýjar hljómsveitir upp kollinum, og hér segir frá einní. Hún nefnist „Opus 4“ en opus táknar á fínu músikmáli röð eða númer. Tón- skáldin merkja tónsmíðar sínar gjarna með orðinu opus, eins og dæmin sanna. í frétlabréfi frá umboðsmanni hljómsveitarinnar, Pétri Sverri Gunn- arssyni, segir, að allir hljómsveitarliðar geti sungið — og allir hafi þeir skemmtilega og frjálslega sviðsframkomu. Ekki vitum við gerla, hversu stórt númer Opus 4 er hjá unga fólkinu, en séu þeir félagar framangreindum kost- um búnir, hafa þeir töluvert til síns ágætis fram yfir marga aðra kollega sína. Þeir heita Sævar B. Árnason (gítar). Hjörtur H. Blöndal (bassi og gítar), Sigurður Karlsson (trommur og melodica) og Lárus H. Blöndal (gít- ar og munnharpa). yið óskum piltunum góðs gengis á tónlistarbrautinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.