Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 40
svoleiðis að þar sem menn af mörgum þjóðum eru saman komnir virðast gestgjafarnir þekkjast og halda sig sér, haf- andi um margt að ræða, en gest- irnir mynda afturámóti annan hóp. Vilja því kynnin verða mis- jöfn. Sá maður sem var mér minn- isstæðastur af þessum norrænu mótum og ég kynntist allvel var Hans Hedtoft forsætisráðherra Dana. Hann kom oft, og þú manst kannski að hann lézt í Stokk- hólmi. Hann var mikilmenni og einhver geðugasti maður sem ég hef kynnzt. Það fór vel á með okkur svo hann sagði mér sitt af hvoru sem ekki fer lengra, og við töluðum um handritamálið eins og við værum báðir íslend- ingar. Hann var mikill íslands- vinur og fullur af góðvild til alls mannkyns. Hans stóra mál var Norðurlandaráð sem ég held að hafi orðið honum fremur til von- brigða. En sannast að segja bar hann í brjósti rómantíska ást til Norðurlanda, og taldi að þau gætu lagt fram lausn á einhverju af hverju sem ekki fer lengra, og þótt Norðurlandaþjóðirnar allar hafi mismunandi hagsmuna að gæta eins og við sáum í síðasta stríði: eitt landið í stríði við Þjóðverja, annað í stríði við Rússa, þriðja hertekið af Þjóð- verjum, fjórða með enskt og amerískt herlið og fimmta hlut- laust. Þarna fást ekki fleiri möguieikar fyrir fimm ríki. — Hagsmunir þessara landa virðast hreinlega ekki fara saman. Þar að auki eru þessar þjóðir furðu- lega ólíkar, og þó að þær stríði hver annarri dáiítið öðru hvoru í gamni. Danir stríði Svíum og Svíar Dönum, og Norðmenn stríði kannski báðum og sé strítt af báðum, þá ber það vott um að þama ríkir ekki fullur samhug- ur. Öllu gamni fyigir nokkur al- vara. Maður heyrir mikið talað um að Danir sýni Svíum óvirð- ingu, og eins og þá veizt er stund- um talað um Svíahatur í Dan- mörku, en þá er auðvitað langt- of fast að orði kveðið. — Viltu segja eitthvað frá Norðmönnum og Finnum? — Mig langar til að minnast á Halvard Lange sem lengi var utanríkisráðherra Norðmanna, úr því að þú nefnir þá. Ég tel hann einn af hinum miklu mönnum sem nú eru uppi í Evrópu, stór- gáfaður og hefur víða yfirsýn yfir það sem er að gerast í heim- inum, en slíkrar yfirsýnar sakn- ar maður oft í fari þeirra manna sem ríkjum eiga að ráða. Af Finnum kynntist ég einnig mörgum góðum manni. Margir Finnar eru mér ógleymanlegir. Þar í flokki er auðvitað Erik okkar Juuranto sem ég sagði einhvem tíma um að væri bezti ræðismaður í heimi, og ég meina það enn að enginn geti tekið honum fram. Margir fslendingar Xlriaskánar ný oerO Sundurteknir, auSveldir í flutningum. Standard stærðir: Br. 110 - 175 - 200 og 240 cm. Smíðaðir einnig í öllum stærðum. - Póstsendum - Biðjið um upplýsingar. HÚSGAGNAVERZLUN Skipholti 7 - Símar 10117 - 18742 hafa kynnzt honum og notið gest- risni hans og góðsemi, gáfna hans og annarra góðra kosta. Munu allir óska Finnum margra slíkra manna. Ég er einnig mjög glaður yfir að hafa kynnzt sonum hans tveimur. ágætum mönnum sem báðir eru ræðismenn íslands nú. Næsta grein: TITO SAGÐI: MÉR ER SAGT AÐ YÐUR HAFI VERIÐ STOLIÐ. ☆ Prjónuð föt Framhald af bls. 47 Buxur: Þær eru prjónaðar í fjórum hlutum, 2 ytri og 2 innri hlutum, sem síðan eru saumaðar saman að aftan og hekl- aðar saman að framan. Byrjið á vinstri skálm ytri hluta. Fitjið upp 17 1. og prj. sléttprj. nema jaðarlykkjurnar sem prj. eru sl. bæði frá réttu og röngu alla leið upp. Þeg- ar 14 sm mælast frá uppfitjun er auk- ið út 1 1. fyrir innan jaðarlykkjurnar báðum megin í 4. hv. umf. 6 sinnum. Síðan í byrjun annarrar hv. sléttrar umf. 3 sinnum fyrir bakhlutanum. — Prjónið 8 sm án aukninga. Takið þá úr 6 1. með jöfnu milli- bili að miðju stk. og prj. 2 umf. og síðan að lokum 5 umf. stuðlaprj. 1 1. sl. og 1 1. br., 5 sm. Prjónið ytri hluta hægra megin á sama hátt en gagn- stætt. Innri hluti vinstra mcgin: Fitjið upp 17 1. og prj. sléttprjón. Eftir 14 sm er aukin út 1 1. í hvorri hiið fyrir innan jaðarlykkjurnar í 4. hv. sléttri umf. 6 sinnum. Þegar stk. mælist 23 sm eru 5 mið- lykkjurnar felldar af í skrefið og prj. vistra megin. Takið úr 1 I. 2 sinnum við skrefið. Haldið áfram aukningun- um og nú í enda umferðar i ann- arri hv. sl. umf. 3 sinnum. Prjónið 8 sm án aukninga, takið þá úr 2 1. á miðju stk. og prjónið stuðlaprjón 5 sm. Prjónið hina hliðina eins en án 3ja síðustu aukn. að aftan. Innri hluti hægra megin er prj. eins en gagn- stætt. Gangið frá stykkjunum með því að leggja þau á þykkt stk., næla form þeirra út með títuprjónum, leggja raka klúta yfir og láta gegnþorna nætur- langt. Saumið jakkann saman fyrir innan jaðarlykkjurnar með þynntum garn- þræðinum og aftursting. Takið upp 56 1. fyrir kraga en skiljið eftir 16 1. á báðum framstykkjum. Prjónið slétt- prjón en takið úr 10 1. með jöfnu millibili yfir 1 umf. Prj. 1 1. br. en aukið síðan út 1 1. yfir ermunum og miðju bakstykki. Prjónið þannig áfr. þar til kraginn mælir 6 sm, fellið þá laust af. Heklið fastahekl með hvítu garni allt í kringum jakkann og farið undir báða lykkjuhelmingana. Gangið frá hnappagötunum með tunguspori og þynntum garnþræðinum og festið 8 hnappa. Pressið mjög laus- lega yfir saumana frá röngu. Saumið buxurnar saman og heklið niður skálmarnar að framan, skiljið eftir um 5 sm klauf og heklið síðan kringum skálmina að neðan og upp kiaufina. Festið buxurnar með axla- böndum eða dragið teygju í stuðla- prjónsröndina. ☆ 40 VIKAN 3- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.