Vikan


Vikan - 19.09.1968, Side 5

Vikan - 19.09.1968, Side 5
r minn vill ekki aö ég sé með honum, og núna síð- ast sagði ég honum að ég færi bara að vinna ein- hvers staðar í haust, þótt ég hafi ekki komizt að heiman áður og aldrei unnið nema hér heima (en ég er sko í sveit). Hvað á ég nú að gera, ég er hrædd um að ég sjá eftir því ef ég fer ekki eftir því sem stjúpi minn segir, en stráknum get ég aldrei gleymt, hvað sem kemur fyrir? Vilt þú ekki, Póst- ur minn, gefa mér góð ráð við þessum vandræðum mínum, því ég er alveg ráðalaus. Ein í vandræðum. Fyrir barnunga sveita- stúlku með Iitla lífsreynslu er þaff talsverff áhætta aff fara út í heiminn, nema því aðcins aff liún hafi ein- hverja kunningja effa skyldfólk aff Ieita til. Það er að heyra aff þú sért ekki alveg ánægð meff strákinn, segir aff hann sé ekki sann- gjarn. Þaff boffar ekki gott. Ætli væri ekki reynandi fyrir þig aff ýta honum frá þér, um stundarsakir aff minnsta kosti, aff hugsa máliff í ró og næffi, nógur er tíminn fyrir kvenmann eins og þig í broddi lífs- ins. ÚRELT FÓSTUREYÐINGAR- LÖG Kæri Póstur! Mér datt sisvona í hug að taka mér penna í hönd, aldrei þessu vant, þegar ég las frá þér bréfið frá Jóm- frú Tobbu. Mér finnst sök sér þótt þessar pillur fáist ekki nema gegn lyfseðli, ef þær fást á annað borð. En mér finnst sjálfsagt að all- ar konur og stúlkur þekki þessar pillur og viti ná- kvæmlega hvernig á að nota þær. En það er annað, sem mér finnst meira en lítið hneykslanlegt, en það er hvernig fóstureyðingarlög- in hérlendis eru. Ef ég hef heyrt rétt, þá er harðbann- að að eyða fóstri nema því aðeins að heilsa móðurinn- ar sé svo slæm, að barn- eignin stofni lífi hennar i hættu. Að mínum dómi eru þessi lög ákaflega silaleg og úrelt. Nú á dögum er frjálsræði í kynferðismál- um mikið, og þá getur allt- af komið fyrir hverja sem er að verða barnshafandi, án þess að til þess hafi leikurinn verið gerður. —- V Holdið er veikt eins og öll ættum. að kannast við, og það getur verið hrein viðurstyggð fyrir góðar al- mennilegar stúlkur að hafa á veikleikastundu lent kannski með einhverjum drulludela eða ómerkingi og orðið ólétt eftir hann, og verða svo að sitja uppi með þetta bara vegna svona heimskulegra og löngu úreltra laga. Eða setjum nú svo að stúlka verði ófrísk eftir nauðgun — mér kæmi ekki á óvart þó það ætti sér stað oftar en margir halda —- ætlast lögin líka til að hún eigi barn sem kemur svoleiðis undir. Það er verið að hneykslast á páfanum af því hann vill ekki pilluna. Það er satt, hann er skelfi- lega forpokaður og aftur- haldssamur, greyið, en eru íslenzk yfirvöld, sem þess- um málum stjórna, nokkuð betri? Fyrirfram þökk fyrir birtingu. Ykkar Obba (ekki jómfrú). HÚN ER HRIFIN AF STRÁK Kæri Póstur! Svo er mál með vexti, að ég er mjög hrifin af strák, sem ég þekki ekki neitt, en sé hann einstöku sinnum. Ég hef aldrei tal- að við hann, og hann veit ekki neitt um það að ég sé hrifin af honum. Ég er ekki neitt sérstaklega lagleg, svo það er ekki von að hann taki eftir mér. Mig langar mjög mikið til að komast í kynni við hann, en veit ekki hvernig ég ætti að fara að því. Von- andi getur þú hjálpað mér, kæri Póstur. Með fyrir- fram þakklæti. Ein í vandræðum. Til þessa ættu mörg ráff að vera til. Þú gætir til dæmis skipulagt þetta þannig' aff fá einhverja vin- konu effa vin til aff kynna ykkur. En gættu þín á því aff ganga ekki á eftir hon- um, í hæsta lagi máttu láta liann halda að liann væri notandi í hallæri. Þaff þarf ekki aff skipta meginmáli aff þú ert engin sérstök fegurffardís, smekkvísar og hugkvæmar stúlkur geta alltaf bætt töluvert upp á þaff, sem náttúran hefur Iagt þeim til. ^ J G9LFIEPPI ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA WILTON OG AXMISTER GÓLFTEPPA- DREGLA. BREIDDIR: 70 cm. 90 cm. 274 cm. 366 cm. OG 457 cm. ÖNNUMST ÁSETNINGU. FILT FYRIR- LIGGJANDI. Greiðsluskilmálar FYRIRLIGGJANDI GÖLFTEPPI OG MOTTUR. STÆRÐIR: 70 X 130 cm, 70 X 140 cm, 70 X 340 cm, 81 X 160 cm. 91 X 173 cm, 114 X 183 cm, 137 X 198 cm, 180 X 230 cm, 180 X 275 cm, 230 X 275 cm, 275 X 275 cm, 275 X 320 cm, 275 X 365cm, 200 X 300 cm, 250 X 350 cm, Friðrik Bertelsen LAUFÁSVEGI 12 - SÍMI 36620 v____________________________________) 37. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.