Vikan - 19.09.1968, Page 20
í Bandaríkjunum, stprveldi velferðar og hagsældar, búa tíu
milljónir manna við svo slæm kjör, að þeir hafa hvorki í
sig eða á. Þetta samsvarar því, að tíu þúsund íslendingar,
jafnmargir íbúum Akureyrar, byggju við hungur og klæða-
leysi.
FÁTÆKTIN j BAHDARIKIUWUM
„Brjótið niður gamla heiminn",
stendur í blaðinu sem negrinn
heldur á. Úr fátæktinni í Suð-
urríkjunum flytja þeir svörtu til
stórborganna norður frá, þar sem
þeir verða öreigar — en þar eru
þó meiri möguleikar á þjóðfé-
lagshjálp. En meira en þriðjung-
ur fátækra negrabarna elst upp
með öðru foreldranna aðeins.
í ljóði eftir Hannes Sigfússon
stendur, að Bandaríkjamenn,
sem séu hálft sjötta prósent
jarðarbúa, hafi sér til fram-
færslu sextíu prósent auðæfa
jarðarinnar. Hvað sem þeim
prósentureikningi líður, þá leik-
ur enginn vafi á því að Banda-
ríkin eru langrikasta land
heimsins. Þessar tvöhundruð
milljónir manna eiga sextíu
milljónir bíla og sjötíu milljónir
sjónvarpstækja, þar af tíu mill-
jónir litvarpstækja. Meðaltekjur
á fjölskyldu eru átta þúsund
dollarar um árið, sem samsvarar
eitthvað fjögur hundruð og
fimmtíu til sextíu þúsund ís-
lenzkum krónum. Meðallífskjör-
in í þessu landi eru betri en í
nokkru landi öðru.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. f þessu stórveldi velferð-
ar og hagsældar búa tíu milljón-
ir manna við svo slæm kjör, að
Kennedy hóf myndun hers, er
stríða skyldi gegn fátæktinni.
Margir foringja þess liðs hafa
yfir milljón króna í árslaun. í
New Jersey veitti hið opinbera
þeir hafa hvorki í sig né á. Þetta
samsvarar því að tíu þúsund ís-
lendingar, jafnmargir íbúum
Akureyrar, byggju við hungur
og klæðaleysi. Og til viðbótar
þessum soltnu og vannærðu tíu
milljónum eru í þessari paradís
auðæfanna og forustulandi lýð-
ræðisins tuttugu milljónir
manna, sem að vísu teljast hafa
nóg til fæðis og klæða — en
nákvæmlega ekkert þar fram-
yfir. Þetta svarar til þess að
þrjátíu þúsund íslendingar, jafn-
margir íbúum Akureyrar, Kópa-
vogs og Hafnarfjarðar saman-
lagt, lifðu við sárustu örbirgð og
væru jafnvel veikir eða miður
sín af hungri. En til allrar guðs-
iukku erum við ekki svo langt
komnir í velferðinni, þrátt fyrir
alla okkar ameríkaníseringu.
Bandarísk stofnun, sem kall-
ast Krossferð samborgaranna
gegn fátæktinni, birti nýlega
sextíu og sjö þúsund dollara til
fátækrahjálpar, en af því fóru
fimmtíu og tvö þúsund í laun og
annan rekstur.