Vikan


Vikan - 19.09.1968, Side 24

Vikan - 19.09.1968, Side 24
Inngangur LIVERPOOL Liverpool stendur á nyrðri bakka fljótsins Mersey, sem fellur í Irlandshaf. Suður af borginni er Wales, en trland beint á móti. Margir íbúar Liverpools eru œttaðir frá írlandi og Wales. trar eru eins og kunnugt er gæddir ríkri og sér- stœðri lúmnigáfu, og Wales-búar eru sagðir söngmenn góðvr. Elztu heimildir um Liverpool eru frá árinu 1207. t skjali sem er dagsett 23. ágúst það ár segir, að Jóhannes konungur landlausi liafi látið Henry Fitz Warines fá landssvœði við Preston í skiptum fyrvr Liverpool. En ekki hefur staðurinn verið stórbrotinn í þann tíð, því að snemma á sautjándu öld eru íbúar í Loverpool ekki nema þúsund talsins. Fyrsta eiginlega höfn heims, sem slíku nafni getur heitið, var opnuð í Lwerpool 1715. Upp frá því tekur staðurinn að vaxa og íbúum að fjölga, en þó ekki að verulegu marki fyrr en iðnbyltingin kom til sögunnar. Fróðlegt er að atliuga, hversu íbúatalan hœkkar ört á nitjándu öldinni. Arið 1801 voru íbúar 77.000, en 1901 voru þeir orðnir 685.000. Fyrsta jámbrautarlestm, sem var ætluð til farþega- flutnings, lagði af stað frá Liverpool 1830. Og fyrsta gufuskipið, sem, sigldi yfir Atlantsliafið, lagði úr höfn frá Liverpool 18JjO. Þessir tveir atburðir mörkuðu þátta- skil í sögu borgarinnar. Upp frá því liefur hún verið stórborg, iðandi af lífi og starfi, en jafnframt þekkt fyr- ir ólireinindi, eins og títt er um■ hafnarborgir. Síðari heimstyrjöldin og lmignun baðmullariðnaðarins í Lan- cashire batt endi á vöxt og viðgang borgarinnar. tbúa- talan er nú litlu hœrri en hún var um síðustu aldamót, eða 712.040 íbúar. Þráitt fyrir þetta stendur Liverpool á gömlum, merg og hefur af ýmsu að státa: Klukkuskífan á Royal Liver- byggingunnv er til dæmis stærri en Big Ben; embætti heilbrigðisfulltriia var sett á stofn í Liverpool 1847, miklu fyrr en í öðrum brezkum, borgum; fyrsti lœkna- skóli heims með sérhœfingu í hitabeltissjúlcdómum tók til starfa í Liverpool 1899, og svo mætti lengi telja. Ef við fœrum, okkur nær nútíðinni kemur í Ijós, að Liver- pool á níu fulltrúa í brezlca þinginu. Einn þeirra er eng- inn annar en Wilson forsætisráðlierra. Og síðast en ekki sízt mætti ef til vill nefna, að hin nýja rómversk-kaþ- ólska dómkirkja í Liverpool hefur fleiri steinda glugga en nolckur önnur kirkja í víðri, veröld. Ttvað sem, öllu þessu líður hafa íbúar Liverpools orð- ið að sætta sig við þá staðreynd, að þegar Bretar heyrðu nafn heimaborgar þeirra nefnt, datt þeim í hug knatt- spyrna, slagsmál eða einhver gamanleikari. t Liverpool eru tvö lcnattspyrnulið starfandi og hafa bæði átt mikilli velgengni að fagna; Liverpool og Ever- ton. Og slagsmál eru tíð í borginni, að minnsta kosti á ákveðnum stöðum. Karlmenn frá Liverpool hafa orð á sér fyrir að vera grófir og ágengvr. Margir gamanleik- arar, sem hafa öðlazt frægð í heimalandi sinu, liafa verið frá Liverpool. Og einn þeirra, Rex Harrison, lief- ur orðið heimsfrægur. Liverpool hefur enn yfir sér svipmót nítjándu aldar. Húsin í miðborginni, myndastyttur og önnur minnis- merki vitna um tign, og mikilleik Viktoríutímabilsins. Tlie Adelphi Itotel er gamalt gistihús, sem reynir enn að viðhalda sínum forna, virðuleik. Margir þeir, sem koma við sögu í þessari bók, hittust á Adelphi — fyrir utan það að sjálfsögðu, því að söguhetjur okkar og vinir þeirra eru af látgum stigum. Pier llead nefnist torg nálægt liöfninni í Liverpool. Þangað koma skipin og þaðan fara þau; sum aðeins yfir fljótið, en önnur til Wales eða írlands eða alla leið til Ameriku. Frá torginu blasir við sjónum Royal Lvver- byggingin, svört af óhreinindum. Þarna er einnig dökk- leit stytta af Játvarði konungi VII. á hestbalci. Að öðru leyti er Pier Head engan veginn girnilegur staður: að- eins stórt og tómlegt torg með skítugar byggingar á aðra liönd en liöfnina á hina. Þarna er einnig miðstöð strœtisvagna borgarinnar. Fjöldi íbúa Liverpools hefur eytt mörgum ævidögum sínum á þessu torgi — þar á meðal fjórmenningarnir, sem þessi bók fjallar um. Skipin og járnbrautirngr, gamardeikaramvr, jafnvel slagsmálin og knattspymuliðin, — allt liefur þetta fall- ið í skugga þeirra. t hugum milljóna manna, sem áldrei lurfðu lreyrt mmnzt á Liverpool áður, er borgin nú þekkt fyrir það eitt, að þar eru BÍTLARNIR fæddir og upp- aldir. Fyrsti kafli JOHN Fred Lennon, faðir Johns, var alinn upp á heimili fvrir munaðarlaus börn. „Þetta var bezta munaðarleysingja- hæli í allri borginni, Blueeoat í Liverpool," segir hann. „Við vorum meira að segja látnir ganga með pípuhatta. Fg hlaut gott uppehli og góða menntun.“ Hann hafði orðið munaðarlaus fimm ára gamall 1Í)Í7, þegar faðir hans, Jack Lennon, lézt. Jack Lennon var fæddur í Dublin, en eyddi mestum hluta ævi sinnar í Ameríku og starfaði sem söngvari. Hann var meðal ann- ars einn af stofnendum söngflokksins Kentucky Min- strels. Þegar hann hætti að syngja í Ameríku, fluttist hann til Liverpool, og þar fæddist Fred. Fimmtán ára gamall fór Fred Lennon frá munaðar- leysingjaheimilinu, með sína góðu menntun og tvenn ný föt sem vegarnesti út í lífið. Hann fékk vinnu sem send- ill á skrifstofu. „Ég stóð mig vel á skrifstofunni," s'egir hann. „Þú heldur kannski, að ég sé að gorta, en svo er ekki. Ég hafði ekki verið þar nema í eina viku, þegar skrifstofu- stjórinn hringdi á hælið og bað um þrjá stráka í við- bót. Hann sagði, að þótt þeir hefðn ekki nema helming af fjöri og lífskrafti á við mig, þá vildi hann samt fá þá.“ Hvað sem þessu líður hætti Fred að vinna á skrif- 24 VIIÍAN 37- tb»-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.