Vikan


Vikan - 19.09.1968, Side 27

Vikan - 19.09.1968, Side 27
sagði: „Þú skalt fara í land, Freddy, drekka þig fullan og missa af herskipinu. Þá geturðu verið áfram með okkur.“ Fred fór að ráðum skipstjórans, en hafnaði í höndum lögreglunnar. Hann var fluttur með valdi um borð í herskip, sem hélt litlu síðar til Norður-Afríku. Þegar þangað kom var Fred varpað í fangelsi. „Einn af kokkunum urn borð bað mig að fara inn í herbergið sitt að sækja þangað brennivínsflösku. Ég stóð með flöskuna í höndunum og ætlaði að fá mér einn sopa úr henni, þegar lögreglan birtist. Ég var sak- aður um að hafa stolið miklu magni af áfengi. En ég hafði ekki gert það. Þetta hafði gerzt áður en ég kom um borð. OIl skipshöfnin slapp nema ég. Ég reyndi að sanna sakleysi mitt, en það var árangurslaust.“ Fred var þrjá mánuði í fangelsinu. Hann segist ekki hafa getað sent Júlíu peninga, af því að hann hafi eng- in laun fengið. En hann kvaðst hafa skrifað henni nokk- ur bréf. „Ég skrifaði henni til dæmis, að nú væru stríðs- tímar, og luin skyldi skennnta sér eins og hún vildi. Það var mesta glappaskot, sem ég hef gert um ævina. Hún byrjaði að drekka og svalla og skemmta sér. Og ég hafði sjálfur sagt henni að gera það!“ Þegar Fred losnaði úr hernum, fór hann aftur til Liverpool. „Ég heimsótti Júlíu. Hún sagði, að sér hefði verið nauðgað. Einhver náungi frá Wales hefði gert það. Júlía var mjög falleg. Náunginn hefur ekki getað haft hemil á sér, býst ég við.“ Fred fyrirgaf Júlíu það sem gerzt hafði, á meðan hann var að heiman. Hann fór jafnvel út að skemmta sér með þessum náunga frá Wales. En allt var breytt. Júlía hélt áfram að búa með þessum manni, og John litli var oftast hjá Mimi. Fyrstu bernskuminningar Johns Lennons koma heim og saman við frásögn föður hans. „Eg man eftir þessum manni frá Wales,“ segir John. „Hann var vanur að dífa kexinu ofan í teið sitt. Ég spurði, hvers vegna hann gerði þetta. Mér var sagt, að fólk sem ekki hefði sínar eigin tennur, yrði að gera þetta. Eg man, að ég velti jjví oft fyrir mér, hvers vegna mamma væri með manni, sem hefði engar tennur! Mér geðjaðist aldrei að honum. Einu sinni man ég eftir, að ég var hjá mömmu, þegar pabbi kom allt í einu í heimsókn. Náunginn frá Wales var þá hjá henni. Þau rifust og slógust öll þrjú og mér var hrint burt. Ég skildi ekki hvað um var að vera, en gat samt ekki gleymt þessu.“ John segir, að sér hafi skilizt á móður sinni, að hún hafi verið hamingjusöm með Fred einu sinni. „Hún sagði mér, að þau hefðu alltaf verið að hlæja og ærslast og gera að gamni sínu. Sennilega hefur Fred verið vinsæll. Hann sendi okkur stundum auglýsingar um skemmtanir, sem haldnar voru á skipunum, sem hann sigldi á. Þar stóð skýrum stöfum, að Fred Lennon mundi syngja lag- ið „Begin the Beguine“.“ Fred fór aftur á sjóinn, þegar sýnt var, að Júlía ætl- aði að halda áfram að búa með þessum nýja manni. John ásamt fimm ára gömlum syni sínum. Þeir sitja í frumlegum hæg- indastól, sem hægt er aö aka fram og aftur um íbúðina. Til hægri sést Mimi frænka, sem tók John að sér og ól hann upp. Hér að neðan sjáum við svo John níu ára gamlan. Efsta myndin er af John Lennon átta ára ásamt móður sinni. Júlíu Stanley. Hún var léttlynd og svolítið laus í rásinni, en það var hún, sem kenndi John að spila á gítar. Hér til hægri sjáum við svo föður Johns, Fred Lennon. Hann var sjómaður, kvæntist Júlíu „upp á grín“, en fór frá henni, þegar John var fimm ára gamall. Síðan frétti hann ekkert af syni sínum, fyrr en honum var sagt, að liann væri einn af Bítlunum. — Til vinstri er svo John eftir að hann var orðinn heimsfrægur. Einu sinni, þegar hann var í landi, ákvað hann að heiin- sækja John son sinn Iijá Miini. „Ég hringdi frá South- ampon og talaði við Jolin í síma. Hann hefur líklega verið um fimm ára gamall, þegar þetta var. Ég spurði hann, hvað hann ætlaði að verða, þegar hann væri orð- inn stór og íleira í þeim dúr. Hann talaði mjög góða ensku og kallaði mig „föður sinn“.“ Fred kom til Liverpool og heimsótti Mimi og eigin- mann hennar, George Smith. „Georg var prýðis náungi. Þegar hann sá, hvað ég hafði gaman af að vera hjá stráknum mínum, spurði hann, hvort ég vildi ekki gista um nóttina. Ég svaf í sama riimi og John litli. Við töluðum sam- an næstum alla nóttina. Ég spurði hann, hvernig honum litist á að koma með mér til Blaclcpool, fara á markað- inn og leika sér á baðströndinni. Hann var æstur í það. Við morgunverðarborðið daginn eftir lýsti ég því yfir, að ég ætlaði að fara með John til Blackpool og vera ] ar í einn dag. Eg lét Mimi hafa 30 pund sem greiðslu fyrir allt j>að, sem hún hafði gert fyrir Jolm. Síðan lagði ég af stað með Jolm til Blackpool, — ákveðinn í að koma aldrei aftur.“ Fred og John sonur hans, fimm ára gamall, dvöldust í Blackpool í þrjá mánuði. Þeir hírðust í einu herbergi hjá vini Freds. „Eg átti nóga peninga,“ segir Fred. „Það var auðvelt að þéna vel á árunum eftir stríðið. Ekki aflaði ég alltai’ fjár með heiðarlegu móti. Eg var satt að segja viðrið- inn alls konar svindl og svínarí, aðallega þó svartamark- aðsbrask.“ Vinurinn, sem þeir bjuggu hjá í Blackpool, ráðgerði að flytjast til Nýja Sjálands. Fred ákvað að fara með honum þangað. Þeir höfðu undirbúið ferðina rækilega, þegar Júlía birtist allt í einu í dyrunum. „Hún sagðist vera komin til að sækja John litla. Hún hafði eingazt lítið og snoturt heimili og sagðist ætla að hafa strákinn hjá sér framVegis. Ég sagði, að ég væri orðinn þvi svo vanur að hafa John litla hjá mér, að ég vildi ekki missa hann. Auk bess ætlaði ég að taka hann með mér til Nýja Sjálands. Eg gat ekki fundið annað, en hún elskaði mig enn, svo að ég spurði, hvort hún vildi ekki koma með olckur líka. Eigum við ekki að byrja upp á nýtt og vera hamingjusöm eins og í gamla daga, sagði ég. Hún hristi höfuðið. Hún vildi aðeins fá John litla. Við rifumst um stund, en loks stakk ég upp á, að við létum John ákveða sjálfan hjá hvoru okkar hann vildi vera. Hún samþykkti það. Eg kallaði á John. Hann kom hlaupandi og tók utan um hnén á mér. „Er manuna komin til okkar?“ sagði hann og Ijómaði af ánægju. Auðvitað liafði hann ósk- að þess, litla skinnið, að hún kæmi og við byggjum öll þrjú saman. Eg svaraði neitandi og sagði, að hann ætti að ákveða hvort hann vildi heldur vera hjá mér eða henni. Hann sagðist vilja vera hjá mér. Júlía spurði hann öðru sinni, og' hann svaraði á sömu lund. Júlía kvaddi og fór. En inn leið og dyrnar lokuðust, tók John lilli til fótanna og liljóp á eft.ir henni. BHHMnM ■■■■■■■■■■ 26 VIKAN 37 tbl' 37. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.