Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 29
líktist mjög móðurfólki sínu. Margir héldu, að hann
væri í raun og veru sonur Mimi, og hún var hreykin af
því. Þegar um ólcunnugt fólk var að ræða, var hún ekk-
ert að ómaka sig við að leiðrétta þennan misskilning.
Mimi gætti hans nrjög vel og var seint og snemma
að hafa auga með honum. Hún reyndi að koma í veg
fyrir, að hann léki sér með þeim, sem hún kallaði „götu-
stráka“.
„Dag nokkurn kom ég gangandi niður Penny Lane
og sá, hvar liópur af strákum stóð og horfði á tvo fé-
laga sína í áflogum. Þetta eru götustrákarnir úr Rose
Lane, sagði ég við sjálfa mig, en það var annar barna-
skóli, sem hafði miklu verra orð á sér en skólinn, sem
John var í. Strákarnir hættu brátt áflogunum og stóðu
á fætur, allir rifnir og tættir. Mér til skelfingar sá ég,
að annar þeirra var John Lennon.“
Mimi segir, að þegar hann liafi leikið sér úti á göt-
unni, hafi hann alltaf orðið að vera fremstur í flokki
og sá sem öllu réði. í skólanum var ástandið öllu verra.
Þar hafði hann eins konar hirð i kringum sig; stjórn-
aði heilum hópi af strákum og stofnaði til áfloga og
óknytta. Ivan Vaughan og Pete Shotton voru beztu
vinir hans í skólanum. Þeir segja, að John hafi alltaf
verið að slást.
Mimi umbar þessa tvo vini hans, af því að þeir
bjuggu i nágrenni við þau, í sams konar umhverfi og
þau. Um aðra vini hans lét liún sér fátt finnast.
„Móðir eins af vinum mínum var hálfgerð gleðikona,“
segir John. „Hún hafði átt fleiri börn, en þau höfðu
öll verið tekin frá henni. Þessi vinur minn lenti síðar í
fangelsi. Mimi hafði miklar áhyggjur af þessu. Hún
vildi ekki, að ég hefði samneyti við svo slæma fjöl-
skyldu.
Eg barðist eins og ljón allan tímann sem ég var í
Dovedale-skólanum. Ef einhver þóttist vera meiri og
sterkari en ég og ég óttaðist, að ég mundi bíða lægri
hlut í áflogum við hann, þá reyndi ég að beita liann sál-
rænum brögðum. Eg ógnaði honum, svo að hann þyrði
ekki að leggja til atlögu við mig.
Oft lögðum við stund á alls konar lmupl, stálum okk-
ur til dæmis eplum og ýmsu fleiru. Einnig sóttumst við
mjög eftir að hanga aftan í sporvögnunum á Penny
Lane; stóðum aftan á þeim langar leiðir. Eg var oft
dauðhræddur í slíkum ferðum, en þorði ekki að láta á
því bera.
Ég var sannkallaður konungur meðal jafnaldra minna.
Mjög snemma lærði ég sóðalegt orðbragð og klámfengn-
ar skopsögur. Það var stelpa, sem bjó rétt hjá mér, sem
kenndi mér slíkt.
Strákahópurinn sem ég stjórnaði lmuplaði líka stund-
um úr búðum og fletti upp um stelpur og' tók niðruin
þær buxurnar. Stundum vorum við staðnir að verki og
teknir, en mér tókst alltaf að sleppa. Ég var oft hrædd-
ur á slíkum stundum, en Mimi komst aldrei að neinu
sem betur fer.
Foreldrar annarra drengja hötuðu mig eins og pest-
ina. Þeir bönnuðu börnum sínum að leika við mig. Þeg-
ar þeir urðu á vegi mínum og ætluðu að fara að skamma
mig, sendi -ég þeim heldur betur tóninn. Flestum kenn-
urum mínum var líka í nöp við mig.
Síðar uxum við upp úr því að hnupla sælgæti i verzl-
unum og stinga því í vasa okkar. Þá reyndum við að
krækja okkur í eitthvað, sem við gátum selt, eins og
til dæmis sígarettupakka.“
Aðstæður Johns Lennons í bernsku voru sem sagt
ekki sem verstar, ef frá eru skilin árin sem hann flækt-
ist á milli foreldra sinna. Heimili frænku hans og fóstru
var til fyrirmyndar og hún reyndi að ala hann upp í
guðsótta og góðum siðum. En það voru einmitt óljósar
minningar frá árunum áður en hann kom til hennar,
sem þvældust fyrir honum og sóttu æ rneir á lmg hans,
þegar honum óx vit og þroski.
„Einu sinni eða tvisvar, þegar Júlía hafði heimsótt
hann, kom hann til mín og spurði mig óþægilegra spurn-
inga,“ segir Mimi. „Ég reyndi að komast hjá að svara
þeim nákvæmlega. Hvernig gat ég annað? Hann var
svo hamingjusamur. Það er ekki hægt að segja við sak-
laust barn: Hann pabbi þinn er bölvaður slæpingi og
mamma þín er farin að halda við einhvern annan! John
var svo hamingjusamur. Hann var alltaf syngjandi.“
John minnist þess, þegar hann tók að spyrja Mimi
um foreldra sína og fékk alltaf lítil sem engin svör. „Hún
sagði mér, að foreldrar minir hefðu liætt að elslca hvort
annað. Hún sagði, að pabbi hefði tekið það svo nærri
sér, að hann gæti ekki hugsað sér að heimsækja mig.
Hún sagði aldrei neitt, sem var beinlínis niðrandi fyrir
hann, nema hvað hann hefði hætt að senda mömmu
peninga.
Eg gleymdi loður mínum mjög fljótlega. Það var eius
og hann væri dáinn. En ég sá móður mína öðru hverju
og mér var alltaf svolítið hlýtt til hennar. Ég hugsaði
oft um hana, en gerði mér aldrei ljóst, að allan tímann
bjó hún í aðeins fimm mílna fjarlægð frá okkur. Mimi
sagði mér jiað aldrei. Hún sagði, að hún ætti heima
óralangt i burtu.
Dag nokkurn kom móðir mín til okkar. Hún var í
svartri kápu og var öll blóðug i framan. Hún hafði orð-
ið fyrir einhvers konar slysi. Ég skildi ]>að ekki. Ég
hugsaði með mér: Þarna er móðir þín, og hún er öll
blóðug. En síðan sagði ég' við sjálfan mig: Farðu burt;
gleymdu því; skiptu þér ekki af því; þér kemur það
ekkert við. Þú mátt ekki vorkenna henni.
Síðan hljóp ég út í garð og faldi mig.
Ég reyndi að bæla niður allar tilfinningar mínar í
garð foreldra minna. Einu sinni sendi faðir minn mér
nokkra tindáta. Ég þakkaði honum ekki einu sinni fyr-
ir. Ég vildi ekki hafa nein afskipti af því, sem ég ótt-
aðist og skildi ekki. Ég vildi fá að lifa í friði í minni
eigin, litlu skel.“
37. tbi. VIIÍAN 29