Vikan - 19.09.1968, Qupperneq 31
MARY OIIANT WILL GIVE YOU A LOVELY PAIO OF SHINERS.
Nýju vörutegundirnar eru: EYEGLOSS,
SHUSH SHADOW, TITCHNAIL POLISH.
Biðjið um þessar vinsæiu snyrtivörur hjá:
Eye Gloss.
Shiny, gleaming. But totally non-greasy.
In moss, blue, grape, beige,
cream. And translucent pearl. |
Mary Quant’s liigh gloss
Eye GIoss.
mi
★ KARNABÆR-SNYRTIVÖRUD. ★ GARÐS APÓTEK ★ PARÍSARBÚÐIN, VESTM.
KLAPPAST. 37 ★ KYNDILL, KEFLAVÍK ★ DRANGEY, AKRANESI
★ VESTURBÆJAR APÓTEK ★ VÖRUSALAN AKUREYRI ★ FÖNN, NESKAUPSTAÐ
* LAUGARNESS APÓTEK ★ TÚNGATA 1, SIGLUF. ★ KF. BORGFIRÐINGA,
★ HOLTS APÓTEK ★ SNYRTIVÖRUV. ÍSAFJ. BORGARNESI
'k BORGAR APÓTEK ÍSAFIRÐI ★ APÓTEK SAUÐÁRKRÓKS
Heildsölubirgðir: BJÖRN PÉTURSSON & Co hf., Laufásvegi lö.Sími 18970
Framhald al bls. 22
lagað og hinir viktoríönsku hefðu
kyngt því óhugsanlega. Ég er ekki
viktoríanskur....
— Jú, þér eruð það, herra Cam-
ber. — Þér eruð ákaflega róman-
tískur og myndarlegur . . .
— O, andskotakornið, ekki í dag.
Við gengum niður eftir götunni
og beygðum síðan í áttina ofan
eftir Lexington Avenue. Ég leyfði
henni að stýra mér og beið, og ég
held ekki að það hafi komið mér
mjög ó óvari, þegar hún sagði:
— Auðvitað eruð þér svo snjall
að sjá að ég beið eftir yður á járn-
brautarrtöðinni og fylgdi yður eftir,
svo það var ekki tilviljun.
— L-g vonað: að það væri tilvilj-
un, sagði ég fýlulega. — Það er
lykillinn, er það ekki? Þessi and-
skotans, guðsbölvaði lykill.
— Já, sagði hún og kinkaði kolli.
— Það er lykillinn.
Við gengum niður Lexington Av-
enue og siðan niður Third Avenue
og áfram til Second Avenue og síð-
an ég var strákur á unglingsárun-
um hafði ég ekki fundið til þess-
arar tilfinningar gagnvart stúlku af
því að ganga við hlið hennar og
finna hlýjan og stöðugan ylinn af
handlegg hennar á mínum.
Ef það væri ekki vegna lykils-
ins, sagði ég við sjálfan mig, —
hefði hún horft í gegnum mig á
sama hátt og stúlkur eins og þessi
horfa í gegnum alla menn, og ég
myndi ekki hafa hina minnstu þýð-
ingu fyrir hana. Það vill svo til að
ég er John Camber og launin mln
myndu rétt hrökkva henni fyrir vasa-
klútum og varalit og nú þykist ég
vera kominn í ævintýri og er skot-
inn eins og skóladrengur í stúlku,
sem hefur ekkeri annað í huga en
að komast auðveldlega yfir lykil-
inn.
Þá leit hún á mig vegna þess að
ég hafði verið þögull í eina eða
tvær mínútur og spurði:
— Hvað ertu að hugsa, Johnny?
Þegar allt kom til alls höfðum
við þekkzt yfir þrjú eða fjögur
gatnamót. Hversvegna átti hún ekki
að þúa mig og kalla mig Johnny?
Á hverju ætti ég ekki að þúa hana
og kalla hana Lenny?
— Þú ert svo þögull.
- Já. . . .
— Þér lízt vel á mig Johnny, er
það það?
Þessi látlausu orð láta ekkert
uppskátt um uppgerðarleysið í
spurningunni.
— Þér lízt vel á mig, en þér finnst
þú vera trúgjarn og barnalegur. Þú
skammast þín fyrir sjálfan þig. Þú
hugsar um tvo heima, þinn heim
og minn heim.
— Ég veit ekkert um þinn heim,
tautaði ég.
— En þú ert samt að hugsa um
tvo heima og þú getur ekki gert
þér glögga grein fyrir hvort ég er
góð eða slæm. Svo ég hef rétt fyrir
mér, þegar ég segi að þú sért vikt-
oríanskur. Þig langar að gera þetta
að viktoríönsku ævintýri og þú ert
að velta því fyrir þér, hvort þú eig-
ir að láta það eftir þér að verða
ástfanginn af mér. ,
— Ég hef ekki efni á því að verða
ástfanginn. Ekki af þér, ekki af
neinni, nema konunni minni.
— Það er það ódýrasta í heimin-
um. Hefurðu ekki efni á því? Og
svo er það þessi lykill.
— Við skulum hafa allt í réttri
röð. Þú vilt fá andskotans lykilinn
og ég er auðtrúa. Allt í lagi, ég
er vanur að leika það hlutverk.
— Og er það allt og sumt? Hvað
veizt þú um konur, Johnny? Um
sjálfan þig? Mér finnst þú ekki
ólaglegur, þú ert ungur og fersk-
ur. . . .
— Ferskur?
— Enskan mín er ekki alltaf eins
góð og ég kysi. Ferskur, ég meina
hreinn, ungur, opinskár og ekki
bara yfirborðsfágaður. Það gerir
þig að dæmigerðum Ameríkana og
það er mjög hressandi. Ég er frá
Evrópu, Johnny, og slíka eiginleika
finnur maður ekki hjá Evrópumönn-
um. Þú ert að minnsta kosti þrjá-
tíu og tveggja eða þrjátíu og
þriggja . . .
— Þrjátíu og fimm....
— Jæja, þrjátíu og fimm, en
æskan er ekki liðin fyrir það og
það er ákaflega heillandi hjá karl-
manni, f mínum augum að minnsta
kosti.
— En lykillinn er meira heillandi,
sagði ég.
— Af hverju tönglástu alltaf á
þessum lykli, Johnny?
— Vegna þess, að það er hann,
sem þú hefur áhuga á.
— Nei, ég hef áhuga á þér.
Við höfðum beygt upp Second
Avenue, reikuðum í þægilegu marz-
sólskininu, gengum hægt, tilgang-
ur gat verið hver sem var, minn
aðeins að draga þetta á langinn,
svo hvað sem lykillinn kynni að
færa mér seinna meir, hefði hann
að minnsta kosti fært mér fimmtán
mínútur eða hálfa klukkustund ein-
um með henni.
— Hvað er þessi andskotans lyk-
ill? Hversvegna er hann svona dýr-
mætur? Þetta er lykill að öryggis-
hólfi, er það ekki?
— Alltaf lykillinn, Johnny.
— Ég lifði eðlilegu lífi, þar til
maður stakk þessum andskotans
lykli f vasa minn. Ég hafði mínar
áhyggjur og mfn vandamál, en það
var allt í lagi með þau .
— Var allt í lagi, Johnny?
—- Já, það var allt f lagi með
mig. En sfðan í gærkvöldi hefur
þessi lykill ekki fært mér annað en
ótta og áhyggjur....
— Og mig, Johnny.
— Já, og þig. Vegna þess að þú,
eins og allir aðrir, sem ég tala við,
virðast þrá þennan lykil nógu heitt
til að vilja gera hvað sem er fyrir
hann.
— Nei! Hún nam staðar og horfð-
ist f augu við mig. — Þetta er órétt-
látt, Johnny. Það er rangt af þér að
Framhald á bls. 50.
37. tbi- VIKAN 31