Vikan


Vikan - 19.09.1968, Page 47

Vikan - 19.09.1968, Page 47
ÆFINGAR Ef þiö vinniö mikið sitjandi, t. d. viö skrifstefustörf, skuluð þið reyna að sitja með fætur bcint fram, J>. e. a. s. að lína frá mjöömum og fram á hné sé sem beinust. Krosslagðir fæjair, hvort sem er um hné eða ökkla, hamla eðlilegri blóðrás til lengdar. Sé unnið standandi, ætti að lireyfa fætur sem mest og skiptast á að standa í hvorn fót, jafnvel ganga nokkur skref öðru hverju, sé hægt að koma því við. Ef fótaleikfimi á að koma að gagni til að lagfæra skekkjur á beinum eða sig, verður að iðka þær í mörg ár og eftir leiðbeiningum læknis eða sjúkraþjálfara. Hins vegar má koma í veg fyrir slíkt með einföldum æfingum, sem hér er lýst og teikningar eru af t. h. Æfingar eins og þessar draga líka úr þreytu í fótum og styrkja þá, séu þær gerðar reglulega. Líka má grípa til þeirra öðru hverju, þegar mikið hefur verið reynt á fæturna, ef ykkur vex 1 augum að gera þær daglega. En í rauninni eru sum- ar þeirra þess eðlis, að þið getið gert þær án þess að missa nokkurn tíma, t. d. meðan þið horfið á sjónvarpið eða eftir að þið eru háttaðar. Nokkrar mjög einfaldar æfingar eru þessar: 1. Sitjið með kross- lagða fætur, teygið tærnar á efri fætinum niður og snúið fætinum í þeirri stillingu í hring í nokkrar mínútur. Skiptið um fót og endurtakið æfinguna. Sji mynd t. h. 2. Grípið með tánum um mjóa stöng, sjá mynd, og reynið að taka hana upp. Jafngott er að nota litlar kúlur eða t. d. bykkt handklæði, sem þið reynið að lyfta upp með tánum. Þetta þykir góð æfing við ilsigi. 3. Standið á tánum eins hátt og þið getiö og síðan aftur á beinum fótum, endurtakið nokkrum sinnum. 4. Teygið úr fótleggjunum þar til strekkir á vöðvunum, beygið svo fæturna upp við ökklann og sperrið út tærnar. Svo eru hér nokkrar erfiðari æfingar eða a. m. k. tímafrelcari: 1. Til þess að styrkja kálfana eftir að hafa gengið á háum hælum er gott að ganga á hælunum og snúa tánum dálítið inn á við að neðan. 2. Til að styrkja iljarnar á að standa með fætur beint fram með svolitlu bili milli þeirra. Veltið fótun- um þannig að þið standið næstum á ytri hlið þeirra, kreppið tærnar og reynið að standa á þeim (tán- um) um leið. Bezt væri að gera þessa æfingu tíu sinnum í röð þrisvar á dag. 3. Þreyttir vöðvar slaka á sé staðið á þykkri bók og reynt að ná í blaðsíðurnar með tánum, en síðan teygt úr tánum eins og hægt er. 4. Standið nokkru frá borði eða skáp, sem þið getið haldið í, standið á tánum og síffan á hæl- unum og endurtakið æfinguna nokkrum sinnum. ☆ FÓTABAÐ OG SNYRTING bursta á neglur og neðan á fæturna, þar sem húðin vill harðna, en aftur mjúkan þvottapoka á ristina og milli tánna, þar sem húðin er viðkvæm. Varizt að nudda hörkulega milli tánna, því að sár og sprungur þar geta boð- ið fótsveppum heim. En það er nauð- synlegt að þerra vel milli þeirra, því að raki þar og annars staðar á fótum er góður jarðvegur fyrir fótsvita. Við fótraka þarf oft að leita læknis, en það má benda á það, að formalin- spiritus í réttri blöndu er ágætt lyf við honum. En jafnframt þarf að þvo og sótthreinsa sokka og skó — en en tábrúnin sjálf. Ýtið naglböndunum upp, en gætið þess að særa þau ekki með beittum áhöldum. Sérstök smyrsl fást til að mýkja og losa naglbönd ba^ði á fótum og höndum. Hafi nögl beygzt niður, sem oft kemur fyrir af of þröngum skóm eða sokkum, og vaxið niður í holdið og særi það, verð- ur að ýta endanum upp. Ef mikil brögð eru af því, verður helzt að leita til sérfræðings, en oft má koma í veg fyrir slíkt með því að setja örlitla bómull undir oddinn sem leit- ar niður. Héttir nöglin þá út sér sjálf, þegar hún vex fram. Áður en farið er inn í skóna. Þreyttir fætur hressast mikið af víxlböðum, vel heilu vatni og köldu til skiptis. Hafi blöðrur komið á fætur af óþægilegum skóm á að varast að sprengja þær, heldur vernda þær með plástri þar til þær gróa. Mikil líkþorn verður sérfræð- ingur að taka burt, en ný og smærri l'kþorn fara oftast með góðum þar til gerðum plástri, en leiðbeinignar fylgja slíkum plástrum. Varizt að særa líkþorn, það getur hlaupið illt í Jiað. Reyndar þarf að hafa eitthvað gott sótthreinsunarmeðal alltaf við höndina, þegar fætur er snyrtir — Eins og áður er tekið fram, er nauð- synlegt að þvo fæturna vandlega daglega, ekki sízt í hitum og þegar mikið reynir á þá. Sé dauð húð fjar- lægð reglulega og neglur og nagla- bönd klippt og löguð jafnóðum, þarf færri löng fótaböð, en þó eru þau nauðsynleg öðru hverju. Þá er gott að nota salt í vatnið, sem losar um sigg og harða húð. Við fótsnyrtingu þarf rétt áhöld og efni, og má þar nefna fótaþjöl, naglatöng til að klippa með, bursta, sandpappírsþjalir, fóta- salt, feit smyrsli, fótpúður og e. t. v. úðara, bómull og spritt eða annað sótthreinsandi efni. Sandpappírsþjal- irnar eru notaðar fyrir baðið, sem sagt á þurra húð. Heppilegast er að þvo fæturna á kvöldin, því að ekki er víst að vætan nái að gufa nógu vel upp áður en farið er í sokkana á morgn- ana, en það sem mest verður að forð- ast eru rakir fætur. Notið góðan Þurrburstun á læri og fótleggi eykur blóðrásina og gefur fallega og slétta húð. Húðin verður oft ojöfn í vetrarkuld- um, en jafnast með þurrburstun, en not- ið gott krem á eftir. Byrjið niður við ökkla með löngum strokum upp eftir og burstið með hring- laga hreyfingum, þegar komið er upp á læri. við það styrkjast vöðvarnir þar. Gott er líka að beina handsturtunni á slaka lærvöðva og hafa töluverðan kraft á vatninu. þarna komum við aftur að nauðsyn þess, að skipta oft um skó, þótt af annarri ástæðu sé en áður var sagt. Nái skór því ekki að verða mjög heitir og rakir verða þeir síður smit- berar aftur og aftur fyrir sveppi og fótsvita — sömuleiðis endast skórnir lengur séu þeir notaðir stutt í senn. Eftir baðið eru neglurnar klipptar, en gerið það á réttan hátt, þvert yfir og aldrei niður til hliðar og ekki styttri í rúmið er gott að bera mjúkt krem á fætur, sérstaklega þar sem húðin harðnar helzt, en á morgnana á að púðra fótinn vel með fótpúðri áður en farið er í sokkana. Púðrið vel milli tánna og ilina, og í heitu veðri eða ef þið farið út að dansa, er betra að nudda púðrinu vel inn í húðina, svo að það setjist ekki í kekki. Hitni fæturnir mikið, má hafa með sér úð- ara og úða fótinn gegnum sokkinn og sjálfri finnst mér joð einna bezt og áhrifaríkast, en margs konar vökvi og krem gegna sama hlutverki. Þeg- ar neglur á tánum eru lakkaðar, á að hreinsa þær vel með spritti fyrst, þannig að engin fita sé á þeim, setja svo bómullarhnoðra milli tánna og bera nokkur lög á hverja nögl látið þorna vel á milli. Þreyttir og bólgnir fætur þurfa að liggja hærra en höfuðið. Setjið eitt- hvað undir aftari fætur rúmsins á nóttunni. Hafið fæturna uppi á hærri kolli meðan setið er og horft á sjón- varp. Hár á fótum má taka meö hárei/Öingarhremi, ralcvél, vaxi eöa sand- pappírshanzlca. Nýlega er komiö á markaöinn nýtt efni, kallaö „Hair- stop“, sem kemur í veg fyrir hárvöxt sé þaö not- aö um lengri t.ima. Of grannir fætnr sýnast feitari i Ijósum og þykkum sokkum og linésokkar láta þó virðast enn sverari. Þess vegna eru þeir held- ur ekki hentugir fyrir svera fæt- ur. Með ljósu og dökku kremi er hægt að búa til þannig skugga á fætur, að þeir sýnist hæfilega grannir, iivort sem þeir í raun- inni eru of eða van í þeim efnum. 37. tbi. VIICAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.