Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 4
HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR r \ Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2X15, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar - DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baSgólfdúkur. Málningarvörur — fró Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgisk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóSur — br. 55 cm. VeggfóSur — br. 50 cm. V ______________________________________________________________________✓ RAÐ TIL AÐ HÆTTA AÐ REYKJA . . . Kæri Póstur! í 50. tbl. Vikunnar 1968 birtist bréf sem einhver tóbaksþræll að nafni To- Baccus skrifaði. Bar það heitið „Níðst á reykinga- mönnum". Hann segirmeð- al annars, að hann hafi reiðzt, en ekki af því að honum þyki sopinn góð- ur. Nei, honum kvaðst vera alveg sama, þótt þeir hækkuðu brennivínið upp úr öllu valdi, því að hann gæti verið án þess. En nú vill svo einkennilega til, að það fyrirfinnast manneskj- ur á þessu landi, sem eru áfengisþrælar eða þykir að minnsta kosti sopinn góður. Margt af þessu fólki hefur sennilega líka reiðzt, ekki af því að tó- bakið hækkaði, heldur af því að áfengi hækkaði. Ég vil taka það fram, að ég neyti hvorki áfengis né tóbaks, og mér er því sama, þótt flaskan fari upp í 1000 krónur eða meira og pakkinn upp í 100 krón- ur eða meira. Staðreyndin er þó sú, að pakkinn kostar eitthvað um 45 krónur núna, eða sama og fjórar mjólkur- hyrnur. Nú, maður sem reykir pakka á dag, brenn- ir því 15.975 krónum á ári, þegar hlaupár er ekki. Bréfritarinn segir á ein- um stað: ,,Er hægt að níð- ast endalaust á þessum vesalings mönnum, sem eru orðnir þrælar tóbaks- nautnarinnar“? Níðast endalaust? Hvað á maðurinn við? Hefur mjólkin ekki endalaust verið að hækka? Er hægt að níðast endalaust á öll- um þessum heimilum, sem verða að kaupa nauðsynja- vörur, svo sem mjólk og annað? Pósturinn gaf herra To- Baccus mjög gott ráð: að hætta að reykja. Flestir þrælar vilja losna úr þræl- dómi sínum, eða er ekki svo? Að síðustu er hér smá- saga, sem gerðist á þeim tíma, sem pakkinn kostaði 25 krónur: ITjón nokkur ákváðu bæði að hætta að reykja. Konan hætti, en maðurinn ekki, sveik sem sagt gefið loforð. Dag nokkurn sátu þau ásamt fleira fólki fyr- ir framan arininn. Maður- inn tók upp sígarettu- pakka, bauð úr honum, en fékk sér síðan sjálfur. Þá var kveikt í og byrjað að púa að vanda. Kona mannsins gerði sér þá lít- ið fyrir og tók 25 króna seðil upp úr veski sínu, vafði honum saman og kveikti í honum. Maður- inn varð æfur af reiði og spurði konuna, hvað þetta ætti eiginlega að þýða. Svarið var: Ég er bara að gera nákvæmlega það sama og þú og mun gera það þangað til þú hættir að reykja! Maðurinn hætti. Gæti nú ekki einhver hafa hérmeð fengið gott ráð til að láta einhvern hætta að reykja? Ég þakka fyrir birtinguna. Einn, scm ekki er þræll. Þetta er sannkallað þjóð- ráð, og kemur sér vafa- laust vel á þessum síðustu og verstu kjreppu- og hörmungartímum. BARNSFAÐIRINN EÐA HINN? Kæri Póstur! Ég er í svolitlum vand- ræðum, og mig langar til að skrifa þér nokkrar lín- ur og spyrja þig ráða. Ég er 16 ára og ófrísk eftir strák, sem ég er nú trú- lofuð. Við erum búin að vera saman í tvö ár. En nú er ég ekki leng- ur hrifin af honum, heldur öðrum strák, sem ég var einu sinni með. Hvað finnst þér, að ég eigi að gera, elsku Póstur? Ég held, að kærastinn minn viti, að ég sé hrifin af þessum strák, en honum er ekki neitt of vel við það. Hann vildi aldrei koma neitt út að labba eða á böll, ef mig langaði. Mér 4 VIKAN 3 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.