Vikan - 16.01.1969, Page 6
LAUGAVEGI 59 SÍMI 18646
RAUÐIR HUNDAR
töluverður sótthiti, ekki
mjög hár og hverfur eftir
tvo daga.
Greinilegustu einkenni
eru útbrot, sem koma rétt
á eftir hitanum, og vara í
nokkra daga. Útbrotin geta
oft verið svo lítil að maður
tekur varla eftir þeim, og
pað getur líka komið fyrir
að alls engin útbrot komi
í ljós. Þetta eru frekar ljós-
rauð þýkkildi.
Rauðir hundar eru ekki
eins smitandi eins og t.d.
mislingar og hlaupabóla,
og hafa þess utan styttri
fyrirvara. En það að þess-
um sjúkdómi er töluverð-
ur gaumur gefinn, kemur
af því að í seinni tíð er það
sannaS mál að þeir geta or-
sakað fósturskemmdir, ef
barnshafandi kona faer þá
á þrem fyrstu mánuðum
meðgöngutímans.
Það er ekki til neitt ör-
uggt lyf eða ráð til að fyr-
irbyggja þennan sjúkdóm.
Ef barnshafandi kona smit-
ast á þessu tímabili með-
göngutímans, verður hún
tafarlaust að leita læknis.
Læknirinn verður þá, eftir
blóðrannsókn, að taka af-
stöðu til þess hvort taka
skuli fóstrið. Það getur
verið rétt að taka það fram
að margar konur geta hafa
fengið sjúkdóminn svo
vægan að þær muna
kannski ekki eftir því eða
hafa tæplega orðið hans
varar.
Rauðir hundar eru vír-
ussjúkdómur og berst með-
al manna með úðunarsmit-
un eða við beina snertingu.
Meðgöngutími sjúk-
dómsins, frá því maður
verður. fyrir smitun, þang-
að til einkenni koma í ljós,
er venjulega 2 -3 vikur;
algengast að það séu
17—18 dagar.
Einkenni:
Sjúkdómurinn byrjar
venjulega, en alls ekki allt-
af, eins og kvef eða ofkæl-
ing (með nefrcnnsli, hósta
og sárindum í hálsi). En
algengasta einkenni er að
lymfukirtlar á hálsi og bak
við eyrun bólgna og verða
Venjulega koma útbrot-
in fyrst á andlit og háls og
breiðast svo út um allan
líkamann. Stundum ná
flekkirnir saman, og þá er
oft ekki gott að greina þá
frá mislingaútbrotum, eða
skarlatssótt. Það er þess-
vegna mjög áríðandi að
láta lækna skera úr um
það hvort um rauða hunda
er að ræða. Það er auðvit-
að sérstaklega áríðandi að
hafa gát á því, þegar
stúlkuþörn eiga í hlut, því
að síðár í lífinu getur þetta
orðið þeim . örlagaríkur
sjúkdómur.
Það á að halda sjúk-
lingnum í rúminu meðan
hitinn er, önnur meðferð
er yfirleitt ekki til, nema
þá að fara vel með sig eftir
á.
Rauðir hundar eru smit-
andi frá því rétt fyrir út-
brotin og þangað til þau
eru með öllu horfin.
Það er yfirleitt ekki
mikil hætta á fylgikvillum,
nema því sem fyrr var tal-
ið, fóstureitrun. Hvað
fóstrinu við kemur skaða
þeir oft sjón, heyrn, hjarta-
starfsemina, og líka heil-
ann, og það aftur á móti
orsakar andlega vanheilsu
barnsins.
Sá sem einu sinni hefir
fengið rauða hunda (börn
fá þá venjulega á skóla-
aldri), fær þá ekki aftur.
Þetta er svo venjulegt að
það hefir verið talað um
að ekki sé ráðlagt að verja
stúlkubörn fyrir þessum
sjúkdómi, það sé bezt að
sem flestar stúlkur fái
hann á unga aldri, þær
eiga þá síður á hættu að fá
hann á hættulegu tímabili.
☆
6 VIKAN
3. tbl.