Vikan - 16.01.1969, Side 14
Hættum þessum leik! Pont-Briand, vinur minn, vertu rólegur, eða ég
skal koma þér til að glíma við mig og keyra axlir þínar til jarða-r,
eins og ég gerði einu sinni í Saint-Médard, og þú hefur örugglega ekki
gleymt.
Þrumuraust Perrots bergmálaði fram og aftur i gljúfrinu með púð-
urreyknum.
Það var stundarþögn, svo var kallað írá eyjunni:
— Hver er þetta?
—- Nieholas Perrot frá Ville-Marie á Montrealeyjunni.
— Hver er með þér?
— Vinir! Franskir vinir!
— Og hverjir fleiri?
Nicholas sneri sér að greifanum með spurn í augum og Joffrey
svaraði með því að kinka kolh.
Þá bar loðdýraveiðimaðurinn hendur að munni sér eins og lúður og
kallaði:
— Heyrið, þið menn frá Heilögu Lárentsíusarfljóti, heyrið hvað
ég hef að segja: Leyfið mér að kynna Monsieur de Peyrac greifa, de
Morens d’Irristru, lávarð af Gouldsboro, Katarunk og fleiri stöðum, og
félaga hans.
Það snart Angelique djúpt að heyra þennan skóg bergmála nafnið,
sem í svo mörg ár hafði verið dæmt til þagniar i dauða og ónáð. Joffrey
de Peyrac de Morens d’Irristru. Hvar stóð það skrifað, að þetta gamla
Gaskonanafn skyldi endurfæðast, skyidi voga að Jita lifið aftur, svo
fjarri sinum heimaslóðum? Var það eikki hættulegt?
Hún sneri sér í áttina að eiginmanni sinum, en á andliti hans var
ekkert að lesa.
Hann stóð fremst á klettinum í felum bak við greinar eikartrésins,
sem hann hallaði sér upp að, og virti mennina i gljúfrinu fyrir sér
með djúpri athygii, eins og hann hefði ekki tekið eftir skothríð-
inni.
Það leið á löngu, áður en púðurreykurinn hvarflaði frá, og eldfimt
andrúmsloftið deyfði öll hljóð. Skyggnið var slæmt og varfærnin
krafðist þess, að báðir aðilar væru vel á verði. Joffrey de Peyrac var
með hlaðna skambyssu í hendinni.
Að lokum stóð einhver upp bak við runna á eyjunni. Það var stóri
maðurinn, Pont-Briand.
— Komdu hingað óvopnaður, Nicholas Perrot, ef þetta er i raun og
veru þú, en ekki andi þinn.
— Ég verð kominn til Þín eftir andartak.
Nicholas rétti Þjóni sínum byssuna og flýtti sér að klöngrast ofan
'klettinn, niður að ánni.
Þegar hann kom i ljós á bakkanum, í flauelisklæðum sínum með
loðhúfuna, var honum ákaft fagnað. Bæði Frakkarnir og Húronarnir
hlupu fram til að bjóða hann velkominn. Hann hrópaði til þeirra
að fara ofurlítið upp með ánni, fyrir næstu beygju, og þar kæmust
þeir yfir ána eftir lrumstæðri brú úr trjábolum, sem Spánverjarnir
höfðu kastað yfir ána, þar sem hún rann í mjög mjóum streng. Um
leið og þeir höfðu náð fundi hans, breyttust fagnaðarlætin í ákaft
bakklapp og upphrópanir. Loðdýraveiðimaðurinn og landi hans heils-
uðust með miklum fyrirgangi.
— Ó bróðir! Þarna ertu í eðlilegri stærð. Við héldum að þú værir
dauður! Við héldum, að þú værir horfinn að fullu og öllu! Við héld-
um, að þú værir snúinn aftur að fullu og öllu til Irokanna! Við héldum,
að þú værir orðinn vanur að búa hjá villimönnunum og myndir enda
daga þína þar.
— Það hafði raunar næstum gerzt, svaraði Nicholas Perrot. —■ Ég
hafði í huga að snúa aftur til Irokanna, þegar ég yfirgaf Quebec
fyrir þremur árum, en ég rakst á Monsieur de Peyrac og mér snerist
hugur.
Húronarnir voru ka.mpakátir yfir að hitta Perrot. En nokkrir þeirra
14 VIKAN 3 tbl-
voru heldur súrir á svip og heimtuðu blóðpeninga, því einn manna
þeirra, Anastasha hafði særzt.
Perrot mælti til þeirra á eigin máli:
— Bróðir minn, Anastaha hefði ekki átt að reyna að smjúga eins
og snákur milli fingra okkar, þegar skytturnar gáfu fyrirmæli um að
nema staðar. Látum þann, sem ekki kann tungumál byssunnar, ekki
eiga í orrustum. Gerið svo vel að koma, herrar mínir, bætti hann við
og sneri sér að frönsku liðsforingjunum, en Húronarnir, óánægðir með
þessa ofanigjöf, settust á fund og ákváðu að lokum að láta þessi fölu
andlit útkljá sínar deilur sjálfir.
8. KAFLI
Mennirnir þrír, sem fylgdu Nicholasi Perrot á klettinn, voru ekki
iausir við forvitni, þrátt fyrir þau óþægindi, sem þeir höfðu nýskeð
orðið fyrir, þvi nafn Peyracs greifa hafði þegar aflað sér mikillar
frægðar í Norður-Ameríku. Fáir höfðu séð hann, en fólkið talaði mik-
ið um þessa dularfullu mannpersónu frá ströndum Massaschusetts og
Nova Scotia upp til landamæra Kanada.
Þar að auki voru Frakkarnir i hálfgerðri klípu, því Þeir höfðu
hertekið virkið, sem greifinn hafði reist við Kennebec, og hefði ekki
tilkomið návist vinar þeirra, Perrots, hefðu þeir ekki metið möguleika
sína mikils. Hvar sem þeir fóru, sáu þeir menn á verði bak við runna
og þau voru ekki árennileg, þessi sjóræningjaandlit hvaðanæva af
hnettinum, sem störðu á þau, þegar þau gengu hjá.
Þegar þeir komu upp á klettinn, námu þeir snögglega staðar, af
hræðslu og undrun.
í skugga, sem var rofinn af nokkrum sólargreislum, sem þrengdu
sér niður á milli laufanna, sáu þeir riddara með svarta grímu á kol-
svörtum fáki, hreyfingariausan eins og skyttu. Bak við hann sáu þeir
aðra menn á hestum og hóp kvenna.
— Sælir verið þið, herrar mínir, sagði grímuklæddi riddarinn, með
hálfkæfðri rödd. — Gerið svo vel að koma nær. Þrátt fyrir að þetta voru
kjarkmenn, áttu þeir erfitt með að hafa stjórn á sér.
Þeir heilsuðu honum engu að síður, og þegar hávaxni lautinantinn
virtist ófær um að koma upp nokkru orði, tók loðdýraveiðimaðurinn,
Romain de l’Aubigniere, til máls. Hann kynnti sig og bætti við:
Monsieur, við erum hingað komnir að ræða við yður, þótt fund-
arboðun yðar hafi að okkar viti verið dálitið ofsafengin........
— Var ykkar hlutur nokkuð minni? Ég hef frétt að þið hafið gert
ykkur harla heimakomna í varðstöð minni á bökkum Kennebec.
L’Aubigniere og Maudreuil sneru sér að Pont-Briand.
Lautinantinn strauk sér um augun og það var eins og hann rankaði
við sér.
Herra minn, sagði hann með skyndilegri lotningu, sem hann
furðaði sig á síðar. — Herra minn, það er í rauninni satt, að lands-
stjórinn i Nýja Frakklandi gaf okkur fyrirmæli um að halda að upp-
tökum Kennebec tii að komast að öllu, sem við gætum um gerðir
yðar og fyrirætlanir; við höfðum búizt við, að þér kæmuð eftir ánni
og vonuðumst til að geta rætt við yður, með Það i huga ,að komast
að samkomulagi.
Dauft bros myndaðist undir grímu Peyracs, þegar lautinantinn sagði,
„við höfðum búizt við að þér kæmuð eftir ánni.“ Koma þeirra, riðandi
á landi, hafði komið Frökkunum á óvart.
— Hvað um írann minn? Plvað hafið þið gert við hann?
— Eigið þér við litla, feita Bretann, þann skrýtna? greip hinn ungi
barón de Maudreuil íram i. — Hann gerði okkur sannarlega erfitt fyrir.
Þótt hann væri einn í varðstöðinni, hefði enginn trúað því að óreyndu,