Vikan - 16.01.1969, Side 25
Traffic, Anitu Harris, Cliff Richard, Lulu,
The Bee Gees, Monkees, Rolling Stones o. fl.
Hin ágæta hljómsveit Manfred Mann hlaut
mikið lof fyrir tónlistina við kvikmyndina
„Up the junction". Þeir kumpánar í hljóm-
sveitinni sömdu alla músik fyrir þessa mynd,
sem þykir með hinum athyglisverðari, sem
sýndar hafa verið í Bretlandi um langt skeið.
Tommy Steele, fyrrverandi rokkkóngur, sem
flestir álitu að mundi geispa golunni sem
söngvari, þegar rokkið hætti að vera vinsælt
hér áður fyrr, hefur nú haslað sér völl sem
kvikmyndaleikari og söngvari og hefur farið
með aðalhlutverkið í tveim stórmyndum,
„Half a sixpence" og „The Happiest Million-
aire“. Um þessar mundir er Tommi að leika
stigamann og töffara í kvikmynd, sem á að
heita „Where is Jack?“ Svona getur nú rætzt
úr sumum!
Marianne Faithfull hefur sem kunnugt er
leikið í kvikmyndinni „Girl on a motor-
cycle", og er skemmst frá því að segja, að
sú mynd er einhver hin athyglisverðasta,
sem fram hefur komið í lengri tíma. Myndin
er snilldarlega vel gerð og tekin, og aðalleik-
ararnir, Marianne Faithfull og Alain Delon
skila sínum hlutverkum með miklum ágæt-
um, einkum þó Marianne. Enginn vafi er á
því, að við eigum eftir að sjá Marianne Faith-
full í fleiri kvikmyndum.
Mick Jagger, söngvari Rollinganna og heit-
sveinn Marianne, er í kvikmyndahugleiðing-
um þessa dagana. Hann hefur meira að segja
látið til leiðast að skera hár sitt vegna tök-
unnar, en hann hefur með höndum stórt
hlutverk í kvikmynd, sem heitir „Perfor-
mance“. Teiknimynd Bitlanna, Yellow Sub-
marine, datt upp fyrir um leið og hún kom í
kvikmyndahúsin í London. Hún var frum-
sýnd sl. sumar með pomp og pragt en síðan
ekki söguna meir- Myndin þótti semsé fyrir
ofan skilning venjulegs fólks en lágkúra í
augum menningarvita. Þetta sannar, að hinn
gullni meðalvegur er vandrataður.
Elivs Presley hefur ekki setið auðum
höndum hin síðari ár, þótt hljómplötur hans
hafi verið gefnar út nokkuð skrykkjótt. Nýj-
ustu kvikmyndir hans þrjár heita „Clam-
bake“, Speedway" og „Stay away, Joe“. Það
eru engin ellimerki á Elvis að sjá. í mynd-
inni „Clambake' er hann í fullu fjöri og fæst
við báta og fagrar konur, en í Speedway“ er
Nancy Sinatra prímadonnan.
Við sögðum frá kvikmyndinni með Her-
man‘s Hermits fyrir skömmu. Sú mynd þyk-
ir í lélegra lagi, og er eins með þá og Dave
Clark Five, að þeir njóta sín vel á hljóm-
plötum en ekki í kvikmyndum- &
LEAPY LEE
A GRÆNMI GREIN
Lagið „Little Arrows" hefur verið mjög vin-
sælt hér um alllangt skeið. Þetta lag hefur
einnig náð miklum vinsældum víða erlendis
og hafa margir sungið það á plötu eftir að
frumútgáfa lagsins með Leapy Lee tók að
heyrast. Leapy Lee var allsendis óþekktur,
þegar platan með laginu „Little Arrows“
kom á markaðinn i Englandi. Það liðu líka
margir mánuðir frá því platan kom í búðir
og þar til hún tók að seljast. En þegar hún
fyrst fór að seljast og heyrast í útvarpi, virt-
ist ekkert lát ætla að verða á sölunni og
einn góðan veðurdag var þessi plata komin
upp í efsta sæti vinsældalistans.
Leapy Lee er 24 ára gamall, ættaður frá
Eastbourne á suðurströnd Englands. Hann
hefur um mörg undanfarin ár reynt að koma
sér áfram í skemmtanabransanum, hann var
í leiklistarskóla og langaði til að gerast leik-
ari, en fékk aldrei tækifæri til þess. Þá vakn-
aði áhugi hans á músik og hann stofnaði eig-
in hljómsveit. Sagt er, að Ray Davies í Kinks
hafi samið fyrir hann tvö lög, „Sunny After-
noon“ og „Dandy", en þegar til átti að taka
voru aðrar hljómsveitir búnar að næla í
þau og Leapy Lee þess vegna of seinn að
koma með sína útgáfu. Nú ætti Leapy Lee
að vera á grænni grein og nú bíða menn
eftir annarri tveggja laga plötu frá honum.
☆
HÚN HEFUR
FENGIÐ SKILNAÐ
Jolm Lennon og kona hans fyrrverandi,
Cynthia, voru talsvert í fréttunum á síffasta
ári. Allir vita sjálfsagt hvers vegna. Meffan
John og Cynthia voru git't birtust sjaldan
myndir af frúnni, en nú birtist varla svo
mynd af John, að Yoko Ono hin japanska sé
ekki í næsta nágrenni. Þessi mynd af Cynt-
hiu var tekin fyrir skömmu, er hún hafði
fengiff skilnað frá manni sínum-
☆
3. tbi. VIKAN 25