Vikan


Vikan - 16.01.1969, Page 30

Vikan - 16.01.1969, Page 30
Jon sneri aftur til Wansdon klukkan tíu um kvöldið í glaða tungl- skini. Holly og Anne sátu í dagstofunni. — Þetta er nú meira dýrðar veðrið, sagði Jon, um leið og hann kom inn. Anne sat þögul og kyrr við arininn en Holly og Jon töluðu saman um nýja búgarðinn. Anne veit allt, hugsaði Jon, ég finn að hana grunar það, að minnsta kosti. Nokkru síðar sagðist hún ætla að fara upp, hún væri syfjuð. — Mikið er ég glöð yfir því að þið verðið svona nálægt okkur, sagð: Holly. — Það er líka dásamlegt að þú færð eitthvað að hugsa um. Þú sem ert ættarhöfðinginn. — Ættarhöfðingi? — Já, einkasonur elzta scnar, bú ert í beinan karllegg frá ætt- föðurnum, Jolyon Forsyte, þeim fyrsta. — Þokkalegur ættarhöfðingi það, eða hitt þó heldur, sagði Jon. Holly svaraði ekki. Hún stóð upp, beygð: sig yfir hann og kyssti hann á kinnina. — Sittu nú ekki of lengi hér. Anne var eitthvað niðurdregin. Þegar Holly var farin, siökkti Jon ljósið og sat um stund og starði í eldinn. Ættarhöfðingi. Það mátti segja að hann héldi heiðri ætt- arinnar á lofti! Hvað skyldi Jolyon gamli þarna á myndinni hugsa um sonarson sinn? En hve lífið var flókið. Jon vissi með sjálfum sér að Anne var honum miklu meira virði en Fleur, og miklu betri lífsförunautur. Þetta hafði verið hreint brjálæði, áhrif frá liðnum dögum og sterkur vilji Fleur, sem vildi eiga hsnn, líf og sál, og halda föstu, því sem hún einu sinni hafði eignazt. Hann heyrði einhverja hreyfingu við dyrnar, svo stóð hann upp. Anne stóð við gluggann í silfruðu skini tunglsins. Hún vafði sloppn- um að sér, eins og henni væri kalt og gekk að arninum. Hún horfði á hann með alvörusvip. — Jon, ég á von á barni. Já, ég vildi ekki segja þér það fyrr, ökki fyrr en ég var alveg viss. — Anne! Hún lyfti hendinni. — Bíddu andartak. Jon greip um stólbakið. Hann vissi hvað hún ætlaði að segja. — Það hefir eitthvað skeð milli ykkar Fleur, er það ekki? Jon leit þegjandi niður. — Það skeði í gær? Þú þarft ekki að útskýra það eða biðja af- sökunar. En, — hvaða þýðingu hefir þetta? Án þess að líta upp, sagði hann: — Það er undir þér komið, Anne. Ó, Anne, hversvegna sagðirðu mér þetta ekki fyrr? — Ja, ég hefi líklega þagað of lengi.... Hann skyldi hvað hún átti við. Hún hafði haft vopn í höndunum, en hafð: ekki notað það. Hann hafði það á tilfinningunni að hann gæti aldrei á ævinni bætt fyrir brot sitt, og hann var sorgbitinn þegar hann sagði: — Fyrirgefðu mér Anne, fyrirgefðu mér! Ég sver að ég skal aldrei sjá hana framar. Stundum finnst manni að ástin geti verið grimmdarleg...... — Já, það getur hún orðið, sagði Anne. Hún hélt höndinni yfir augunum og Jon fannst sem hún stæði þannig í fleiri klukkutíma, hann beið eftir einhverri hreyfingu, eða einhverju merki. Loks lét hún höndina falla. Soames lét undan skyndilegum innblæstri og bað bílstjórann sinn um að koma við hjá June. Hann var viss um að hitta Fleur þar, og svo gat hann skoðað málverkið af henni. — Nú ert það þú í eigin persónu? Það var gott þú komst, sagði June, og hún var áhyggjufull á svipinn. Þessi óvenjulega vingjarnlega framkoma hennar kom Soames á óvart. — Hvernig líður þér, June? spurði hann. — Ég kom til að sækja Fleur. June var flóttaleg og leit undan, og Soames var viss um að ein- 30 VIKAN 3-tw-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.