Vikan


Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 31

Vikan - 16.01.1969, Blaðsíða 31
hver óþægindi biðu hans. Hann fékk að vita að Fleur hafði ekki kómið til að sitja fyrir og að málarinn væri fiúkandi vondur. Hin sak- lausa June, sem skildi ekki þessa heims svik og tál, sagði honum að Fleur hefði sótt Jon, daginn áður. Líklega hefir þetta verið í fyrsta sinn sem June og Soames skildu hvort annað. Það hafði eitt- hvað komið fyrir, sem ekki mátti ske, en umfram allt, það mátti ekki endurtaka sig. Soames var gramur og hugsaði með sér að hann hefði átt að gæta dóttur sinnar betur. — Soames, sagði June áköf, — þú mátt ekki láta Fleur.... Það er hún sem .... — Ég vil ekki heyra eitt orð um þetta, tók Soames fram í fyrir henni. — Mér líkar eiginlega vel við þig, sagði June. — Viltu ekki taka í höndina á mér að skilnaði. Soames rétti henni höndina og hún tók þéttingsfast í hana, en sleppti henni fljótt aftur. Soames hélt áfram í bíl sínum. Fleur var ekki heima og ekki heldur hjá Winifred. Hann náði sambandi við Michael, sem hélt að hún gæti verið í Dorking. Soames ók þangað, og þar var honum sagt að einhver kona hefði komið til að finna Fleur, og að litlu síðar hefði hún ekið á brott í sínum eigin bíl. — Það var einhver ættingi hennar, sagði forstöðukona heimilis- ins. —• Hún heitir Irene Forsyte. Irene! Hvað vitdi hún Fleur? Ó, jú. Soames skildi það allt of vel, þegar hann fór að hugsa um það. Hún barðist fyrir syni sín- um, jafn harkalega og hann sjálfur barðist fyrir dóttur sinni.... Hann hringdi heim til sín og þar fékk hann skýringuna Fleur hafði ekið beint til Mapledurham. Soames mundi ekki eftir því að hafa upplifað jafn raunalegt kvöld með Fleur. í fyrstu var hún náföl og hljóð. Honum létti hálfpartinn, en samt fann hann til með henni. Þetta hlaut að vera endirinn, hún hafði telft djarft og tupað. Vesalingurinn litli. Hvar þetta hafði skeð eða hvernig, það gat hann ekki gert sér í hugarlund, en hún hafði tapað, það var greinilegt. Auðvitað gat hún ekki gert að því að hún elskaði þennan Jon, á sama hátt og hann elskaði einu sinni móður þessa unga manns .... Fleur hafði reynt að dyfta andlit sitt og smurt rauðum lit á var- irnar. Soames þráði það af öllu hjarta að hann væri þess megnugur að gæða þetta stirðnaða andlit lífi. Við matborðið vissi hann hreint ekki hvað hann átti að ségja, vegna þess að hann var hræddur um að hreyfa við því máli, sem efst var í huga þeirra beggja. Hann reyndi því að tala um hvíldarheimilið. — Þetta lítur út fyrir að vera mjög nauðsynleg stofnun, sagði hann. — Stúlkurnar líta út fyrir að vera....... — Ég hefi það alltaf á tilfinningunni að þær hati mig, tók Fleur fram í. — Það er svo sem ósköp eðlilegt, ég hef allt, en þær ekkert. Augnaráð hennar kom við hjartað í Soames. Hann var áhyggju- fullur þegar hann virti fyrir sér andlit hennar. Það var hitaveikis- gljái í augunum og kinnarnar voru rjóðar undir farðanum. Ef hún aðeins gæti grátið, og talað við hann um vandræði sín.......... Máltíðin silaðist áfram. Fleur reyndi að tala um eitthvað ómerki- legt og svo rak hún upp hlátur, sem hann þoldi ekki að hlusta á. Svo gengu þau inn í dagstofuna. — Það er heitt í kvöld, sagði Fleur og opnaði glerhurðina út í garðinn. Soames fór að tala um málverkin sín, en hún hlustaði ekki á hann. Skyndilega sneri hún sér að honum og sagði: — Ég ætla að fara í hátlinn, pabbi. Ég held ég sé að fá kvef... . Þegar hún var farin upp gekk Soames út í mánabjartan garð- inn. Hann leit upp í gluggann á herbergi hennar, gamla barnaher- berginu hennar, — og sá að hún kveikti ljós. Það var nokkur huggun fyrir hann að hún hafði flúið til hans. Hann hafði helzt kosið að standa þarna úti í garðinu, þar til Ijósið slokknaði hjá henni, standa vörð þangað til hún fengi hvíld.. . . Þegar liðið var á nóttu vaknaði hann, án þess að vita hvað það var sem vakti hann. Hann lá kyrr og hlustaði. Honum fannst ein- hver vera á gangi í húsinu. En ef hann færi til að athuga það, þá gat hann vakið Fleur. Hann bylti sér í rúminu, en fann að hann var glaðvakandi. Hann hugsaði með sér að hann hefði gott af að hreyfa sig svolítið. Allt í einu fannst honum hann finna brunalykt. Hann settist upp og reyndi að gera sér grein fyrir þessari lykt. Jú, það var bruna- lykt. Hann stökk fram á gólfið, klæddi sig í slopp og inniskó á leið út að glugganum. Rauðleitur bjarmi flökti í glugganum á móti. Góði guð, þetta var málverkasafnið. Hann æddi fram á stiga- pallinn. Hann heyrði brakið og brunalyktin var óskapleg. Hann þaut upp stigann og reif upp dyrnar á málverkasalnum. Annar endi málverkasafnsins stóð í ljósum logum. Eldurinn var kominn í vegg- inn og tjöldin fyrir innsta glugganum voru brunnin til ösku. Hann tók eftir sígarettuösku við hliðina á bréfakörfunni. Það hafði ein- hver verið að reykja þarna. Framhald á bls. 48. ÚRDRATTUR ÚR SÖGU JOHNS GALSWORTHY 18. HLUTI - SÖGULOK 3. tbi. viKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.