Vikan


Vikan - 16.01.1969, Side 32

Vikan - 16.01.1969, Side 32
Julie Christie gerði mikla lukku í kvikmyndinni um Sívagó lækni, sem fór sigurför til fjölda landa, þar á meðal íslands. Nú er kom- in á tjaldið ný kvikmynd með Julie í aðalhlutverki, gerðri eftir skáldsögu Thomasar Hardys, Far from the Madding crowd, er kom út 1874, eða fyrir meira en níu- tíu árum. Hefur þessi saga notið mikilla vinsælda og verið gefin út hvað eftir annað. Sagan gerist í enska greifa- dæminu Dorset. Þar býr hin fal- lega og harðduglega Bathsheba Everdene. Hún er fátæk en mik- illát, og þegar álíka fátækur og ákaflega einbeittur sauðamaður, Gabriel Oaks, biður hennar, af- þakkar hún það góða boð mjög ákveðið. Svo erfir hún einn góð- an veðurdag stærðar bújörð eftir frænda sinn einn og tekur til við búskapinn af lífi og sál. Bænd- urnir í kr'ng halda fyrst að auð- velt verði að snúa á þennan nýja nábúa, en þeir komast fljótt að raun um annað. En ólánið gerir ekki enda- sleppt við aumingja Gabriel. Hann missir fé sitt fyrir hamra og leggur svo af stað í atvinnu- leit. Þá á hann leið fram hjá bóndabæ, sem kviknað hefur í, og áður en hann veit af, er hann kominn á kaf í björgunarstarfið og stjórnar því meira að segja. Honum tekst að vinna bug á eld- inum, áður en hann veldur miklu tjóni, og þá kemur uppúr dúrn- um að bóndinn á bænum er eng- in önnur en Bathsheba litla, Hún ræður hann sér fyrir ráðsmann, og í sameiningu gera þau búið að einhverju því bezta í sveitinni. En aðdráttarafl Bathshebu fyr- ir karlmenn er háskalegt. Hinn voldugi nágranni hennar, Bold- wood stórjarðeigandi, skotfellur fyrir henni og biðlar til hennar æ ofan í æ. Hún er beggja blands gagnvart honum, hikar við að játa, en heldur honum við efnið. Svo kynnist hún ástinni. Hún kemur til hennar í mynd Troy liðþjálfa, sem er laglegasti pilt- ur, hirðulaus og merkilegur með sig. Og þá vantar ekkert á að dramað geti hafizt fyrir alvöru: þrír karlmenn og ein kona. Framhald á bls. 47. NÝ KVSKMYND MEÐ JULIE CHRISTIE ÞEIE! EFÍIB MM XEPPfi 32 VIKAN 3 tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.