Vikan - 16.01.1969, Qupperneq 36
1
Þjálfunin stóð í tvo mámtði.
Þá tíndi apinn jarða.rber,
fíkjur og appelsínur, og gat
greint á milli þroskaðra og
óþroskaðra ávaxta.
TAMDIR flPflR ffiTTIf
flB GETA HJÁLPAD TIL
í ELDHUSINU
Þaö hefir sýnt sig í dýragörð-
um að apinn hefir ýmsa fram-
tíðarmöguleika og sýnir að hann
er töluvert skyldur manninum.
Apar hafa hæfileika sem eiga
eftir að opna þeim ýmsar dyr
á vinnumarkaði. Apinn getur
orðið vinnufélagi mannsins.
Eftir tíu ár getum við reikn-
að með öpum sem eru færir um
að leysa af hendi alla færibanda-
vinnu og landbúnaðarstörf, svo
eitthvað sé nefnt, apar geta til
dæmis verið fljótari en menn við
að týna ber og ávexti, og því
skildi þá ekki vera hægt að láta
þá vinna eldhússtörf?
Don L. Smith, forstöðumaður
dýrarannsóknastöðvar í Ana-
heim í Kaliforníu spáir engu um
þetta í gamni, honum er full al-
vara.
Sem dæmi tekur hann Makaka
(apategund frá Suð-Austur-
Asíu), sem var látinn vinna við
að tína jarðarber á búgarði í
Kaliforníu, og shimpansapa, sem
tíndi fíkjur. Þeir höfðu báðir
gengið í skóla til Smiths.
— Það var ekkert erfitt, segir
Smith, — að kenna þeim að
greina á milli þroskaðra og ó-
þroskaðra ávaxta, þeir þekktu
það á litnum, og gættu þess að
skemma ekki ávextina og það
kom ekki fyrir að þeir legðu þá
sér til munns.
Svo segir hann: Það er
mjög erfitt að fá fólk til að tína
ber og ávexti, en öpunum er al-
veg sama þótt þeir þurfi að erf-
iða mikið, enda kom bað á dag-
inn að apinn tínir fjórum sinn-
um meira en vanur maður, og
auðvitað er vinnuaflið ódýrara.
Apinn þarf ekki annað en mat
og umhirðu, svo kostnaðurinn er
ekki til fyrirstöðu-
— Shimpansar geta lært að
vinna margskonar heimilisstörf,
segir annar vísindamaður, Art-
hur C. Clarke. — Apanum dett-
ur ekkert í hug af sjálfsdáðun,
svo það verður að halda honum
að vinnunni, en það þarf nú oft
þegar mannfólkið á í hlut.
Don L. Smith segir mesta
möguleika til að notfæra sér
vinnu apanna sé við færibanda-
vinnu í verksmiðjum. Dýrin eru
þá höfð í stórum búrum og færi-
bandið látið ganga í gegnum
búrin, og svo er rafmagnsheili
látin stjórna frændum okkar úr
frumskógunum.
— Hugsið ykkur bara, segir
Framhald á bls 47.
2
Á næstu tíu áruTii náum viö
svo Ir.ngt að apínn veröur
fyrirtaks starfsmaður við færi-
ba.ndavinnu, ekki síður ná-
kvæmur en inennirnir.
3
Kostnaðurinn við að hafa apa
í vinnu cr aðeíns fæði og
umhirða. Þessi api, scm er
Makakategund, tínir fjórum
sinnum mei.a af ávöxtum en
maður . ..
\
4