Vikan


Vikan - 16.01.1969, Page 45

Vikan - 16.01.1969, Page 45
að bátnum. Ungur og fátækur ættingi heilsaði mér vingjarn- lega. Ég bað hann fyrir tíu silf- urpeninga til móður minnar og með mestu leynd rétti ég honum sjálfum fimm. — Ætti ég að taka við þóknun fyrir að gera þér greiða, sagði hann og það var eins og honum sárnaði. — Taktu við peningunum, sagði ég ákveð- inn. — Þú hefur meiri þörf fyr- ir þá en ég, og svo kem ég og hjálpa þér við uppskeruna, þá getum við talað betur saman. Þú þarft að fá betri bát og betri net, annars kemst þú ekkert áfram ... Vindurinn bar mig léttilega yfir vatnið og geiturnar jörm- uðu, þegar ég lenti bátnum. En kyrrðin var þrúgandi. Stjörn- urnar á himinhvolfinu og speg- ilmynd þeirra á vatninu gerðu mér þungt fyrir brjósti. Ég sem ætíð hafði sofið eins og steinn á dimmum nóttum, bylti mér nú vansvefta í rúminu, og geiturnar heyrðu það, þær urðu órólegar og fóru að stanga húsvegginn, eins og þær vildu tala við mig. Ég gat ekki afborið þetta, svo ég gekk nakinn niður að vatns- borðinu, fór út í bátinn og reri að merkjalínunni við árósinn. Þar var lítið dýpi, og ég skóf upp nokkrar skeljar. Og í hvert sinn, sem ég kom með höfuðið upp úr vatninu og horfði á mánasigðina og blikandi stjörn- urnar, fann ég ekki til neinnar gleði yfir perlunum, sem ég þó gat breytt í gullpeninga og hjálpað allri fjölskyldu minni með, bjargað þeim frá fátækt og eymd. — Þú ert sjúkur Arpad, þú ert eins og fábjáni, það er eins og þú hafir meinsemd í höfðinu, rétt eins og faðir þinn, segði ég við sjálfan mig. Til hvers var ég að þessu? Ég veiddi fisk allan daginn, ræktaði bygg og sótti perlur í djúpið, en hvað stoðaði það? Ég hafði lánið með mér, en samt var ég ekki glaður. Ég hlaut að vera eitthvað veikur, en samt var ég frískur eins og fiskurinn í vatninu. Tvö tunglskipti voru liðin, og vindurinn frá fjöllunum varð æ svalari. Einn daginn þvoði ég bátinn og bar rauða seglið niður í fjöruna. Ég ætlaði að fara morguninn eftir til Bralavan. Teppasalinn bjóst áreiðanlega við mér og fötin mín voru ör- ugglega tilbúin fyrir löngu. Ég breiddi úr netunum og kveið nóttinni löngu, sem ég átti í vændum. Geiturnar hoppuðu af gleði, þegar ég gaf þeim auka- skammt af byggi. Geitur eru eins og börn, þær stönguðu mig og kumruðu af ánægju. Skuggarnir læddust nú fljótt yfir, frá fjöllunum í vestri. Ég sótti sjónaukann og horfði yfir skarðið, sem var langt í burtu. Höllin hans Mívanis gamla bar við himin, ég sá hana greinilega í sjónaukanum. Ég horfði iíka yfir vatnið og upp að bænum hans Sipos gamla. Þannig hafði ég staðið einn, kvöld eftir kvöld, þar til sólin gekk til viðar. Þegar ég sneri aftur að húsinu sá ég ungu stúlkuna koma eftir stígnum. Hún var bein í baki og hnarreist og hélt á pinklinum rauða, rykið lá yfir svarta kjóln- um, og hún var þreytt. — Svo þér komið gangandi, kallaði ég og ég gat ekki leynt gleði minni. — Já, ég kem gangandi frá Bralavan, svaraði hún þreytu- lega og reyndi að brosa. Ó, hún var eins og valvan frá skógun- um, hátt uppi í fjalli við Lakem. — Verið velkomin, komið þér strax inn. Við skulum borða rétt strax, sagði ég glaðlega og hneigði mig, næstum eins og herramaður. — Kærar þakkir, herra Arpad, sagði hún. — Hvað var með sígaunana? — Ég gekk stóran hring utan um bústaði þeirra, þeir sáu mig ekki. — Allir fjallabúar eru hug- rakkir, hugsaði ég. Hún drakk strax einn bolla af mjólk og sett- ist svo álút á bekkinn undir glugganum og lokaði augunum. Ég bar á borðið, dökkt brauð og bygggraut, fisk og kál. — Borð- ið nú, meðan ég breiði úr síð- asta netinu, sagði ég fljótt, það er líka þvottavatn í skálinni. Ég kem bráðum inn, og þá borðum við saman. Þér eruð þreytt — Ég er hræðilega þreytt, ég lagði af stað eftir sólsetur í gær- kvöldi, sagði hún lágmælt og hallaði sér að steinveggnum. Þegar ég kom aftur og settist að borðinu, sá ég að hún var töluvert hressari. — Ætlið þér að fara til Lakem? spurði ég. Hún varð alvarleg í bragði, leit niður á borðið og sagði: — Ég gat ekki verið hjá móð- urbróður mínum lengur, þegar Afandinn byrjaði að venja kom- ur sínar þangað. — Vildi hann fá yður til sín? — Já, hann vildi kaupa mig. — Þér eruð svo falleg. — Hann býr í Lakem, sá sem ég var föstnuð.... — Þér ætlið þá til hans? Hún lyfti höfðinu og leit á mig. — Ég hef engan stað að hverfa til, hvíslaði hún og leit niður á grannar hendur sínar. Þá hrökk út úr mér: — Man- jane, ég er aðeins fátækur veiði- maður. Ég hef verið sjúkur af þrá eftir yður. Hafið þér aldrei hugsað til mín? Hún leit á mig svo ég stirðnaði upp og rétti mér höndina yfir borðið. — Hversvegna komstu ekki Arpad? spurði hún. — Ég hef grátið dag og nótt, og ég er orð- in ljót og gömul af gráti. Er ég það ekki? Þá hlógum við bæði svo hátt að geiturnar fóru að stanga vegginn eins og þær vildu reyna að ná tali af okkur ..... Menn á tunglinu 1969? Framhald af bls. 23. irnir hafa uppgötvað kerfi til að hafa stjórn á líkamshitanum. Lasergeislar geimvísindamann- anna eru stöðugt oftar notaðir við skurðlækningar. Það eru að koma fram læknar ólíkir þeim fyrri — ekki með pillur eða hlustunartæki í vasanum, heldur svarta elektrónukassa. En læknavísindin eru ekki þau einu sem njóta góðs af geimrann- sóknunum. Efnið í hitaheldu brynjunn5, sem verndar geim- hylkið á leiðinni til baka inn í gufuhvolfið, er til dæmis notað til framleiðslu á pýróseramfati, sem húsmóðirin getur fært beint úr kæliskápnum á suðuplötuna heita án þess að það springi. Ó- teljandi gerviefni önnur bætast við í tilveru okkar vegna geim- rannsóknanna. Og burtséð frá efnislegum hag af rannsóknum þessum er gott að hafa í huga orð Friðþjófs Nansens: „Saga mannkynsins er stöðug sókn úr myrkrinu til ljóssins. Það er því tilgangslaust að rök- ræða hversu mikilsvirði það sé að vita sem mest, maðurinn vill alltaf vita meira og meira og hætti hann að vilja það, er hann ekki maður framar.“ Hvað verður svo næsta stigið í sögu geimferða, ef allt gengur að óskum með tunglið? Sérfræð- ingar gera ráð fyrir, að innan tíu ára verði búið að koma upp allt að því föstum bækistöðum á tunglinu. Einnig verður komið upp mönnuðum stöðvum hér og þar úti í geimnum. Uppúr 1980 kemur líklega að því að hægt verði að senda mannað geimfar til Mars, en það flug kemur til með að taka smástund, eða allt að því hálft annað ár. Og þegar framleiddar hafa verið kjarn- orkuknúnar eldflaugar, skapast möguleikar á að komast enn lengra út í geiminn. ☆ 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR íUfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu elginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. — Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar i stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en varði kominn í hóp áhrifamestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu costum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVÍK v_______________________________________; 3. tbi. VIICAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.