Vikan


Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 06.02.1969, Blaðsíða 8
Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2X15, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflisar - DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — fró Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. V._________________________________________________________________________________________^ ALGJÖRLEGA yPHy SJÁLFVIRK Staðgreiðsluverff kr: 19.700.oo Afborgunarverð kr: 20.350.oo 10 ÞVOTTAKERFI: 1. SuSuþvottur, mJöR óhrelnn (me8 forþvotti). 2. Sufluþvottur, venjuleeur (án for- þvotts). 3. Mlslltur þvottur (sufluþollnn) (bómull, léreft). 4. Gerfiefnl — Nylon. Dlolen. o. þ. h. (án þeyUvlndu). 5. Mislitur þvottur (þollr ekkl suflu) (án þeyUvldnu). 6. Mlslltur þvottur (ekkl lltfastur). 1. Viflkvæmur þvottur (Acetate, Per- (án þejtlvindu). 8. Ullarefnl (ksldþvottur). 9. Skolun. 10. Þeytlvlnda. VESTURGÖTU II S/M/ 19294 DRAUMUR UM BLÖÐ OG DAUÐA Kæra Vika! Eg ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mig dreymir mjög sjaldan, svo að ég muni, og ég man aldrei nema hrafl úr draumunum. En þessi stendur mér svo augljós- lega fyrir hugskotssjónum, að ég hef ekki frið fyrir honum. Mig dreymir, að ég sé háttuð og lögzt upp í rúm. Þegar ég er þúin að liggja dálitla stund, rís ég upp og fálma eins og af rælni upp í höfuðið á mér. Finn ég þá, að fyrir ofan ennis- beinið er eitthvað gljúpt, sem lætur undan, þegar ég ýti á það. Eg finn mikið til, þegar ég kem við þetta einkennilega sár og hníg niður. Eg hugsa með mér: — Eg veit vel, að ég er að deyja. En ég vil það ekki. Mig langar svo til að lifa. Þá rís ég upp og hrópa á systur mína, en ég er til heimilis hjá henni. Eg hrópa af öllum lífs og sál- ar kröftum, en enginn heyrir til mín. Samt veit ég, að hún, mógur minn, bróðir og annar strákur, sem ég cr mjög hrifin af og hef verið með, eru frammi. Þessi strákur þekkir þau hins vegar ekki neitt og hefur aldrei komið á heimili systur minnar. Loks kemst ég út ú.r rúminu og slaga fram, en þá finnst mér munnur- inn á mér fyllast blóði. En rétt áður en ég fer inn í herbergið, þar sem mér finnst þau vera, fer ég með hendina upp í mig og nudda blóðinu út um and- litið og hugsa um leið: — Það er bezt að ég geri hann hræddan. Eg átti þarna við strák- inn, sem ég er hrifin af. Síðan fer ég inn, en þá er systir mín ekki þar. Eg hrasa á miðju gólfi og dett ofan á mág minn. Hann reisir mig upp og segir: — Nú, það er bara svona! Það er bara svona! Hann sagði þetta mjög hæðnislega. Að svo búnu vakna ég, Draumlynd. Þetta er sannkölluð hrollvekja. Yfirleitt er blóð talið tákna mótlæti og erfiðleika, og líklega er um eitthvað slíkt að ræða í þessum draumi, þótt hann boði alls ekki eins slæm tíðindi og ætla mætti í fljótu bragði. Við mundum telja, að sárið, sem þú þreifar á í upphafi draumsins, tákni ómerk loforð. Þegar mann dreym- ir hins vegar, að maður sé að deyja, getur það tákn- að velgengni í ástarmál- um, svo að útlitið er alls ekki svo slæmt. Líklega táknar því draumurinn í heild, að þú verðir fyrir einhverjum óþægindum og mótlæti á sviði ástamál- anna, sem þú tekur þér mjög nærri og miklar fyrir þér. En það rætist fljótt úr þessu og kemur í ljós, að erfiðleikamir eru aðeins stundarfyrirbæri. BROSANDI MYND Kæri draumrá'ðandi! Nú langar mig til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi núna fyrir stuttu síðan. — Hann er þannig: Mig dreymdi, að ég var að skoða mynd, sem mér var send. Hún var af karl- manni. Mér fannst mynd- in ekki nógu lík honum og var ekki ánægð með hana. Þá fer myndin allt í einu að brosa, og þá finnst mér hún vera alveg eins og maðurinn er. Þá kannaðist ég vel við hann. Virðingarfyllst, Ein sem dreymir mikið. Þessi draumur er hag- stæður og boðar áreiðan- lega gott. Að dreyma mannamyndir er yfirleitt fyrir farsælum ástum, en landslagsmyndir boða hins vegar ferðalög. 8 VIKAN 6- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.