Vikan


Vikan - 06.02.1969, Page 15

Vikan - 06.02.1969, Page 15
Hin nýja, stóra og- innihaldsmikla hljómplata Bítlanna hefur hlotið hinar ágætustu viðtökur, þrátt fyrir þá gagnrýni, sem fram hefur komið, að mörg laganna á plötunum tveimur séu aðeins til uppfyll- ingar. Innan um eru þó mörg ágætis lög, og hafa sum þeirra náð miklum vinsældum, eins og t. d. „Obladí-oblada“. Margar hljóm- sveitir hafa gefið þetta lag út á tveggja laga plötu, m.a. skozka hljómsveitin Marmalade, og komst útgáfa hljómsveitarinnar ofar- lega á blað á brezka vinsældalistanum. Þrátt fyrir hið háa verð bítlaplötunnar (hún kostar hér rúmlega níu hundruð krónur), hef- ur hún selzt hérlendis í stórum stíl, og var salan hvað örust fyrir jólin. Plötunni fylgja stórar litmyndir af Bítlunum, og fjöldi lítilla mynda á stórri örk, og þar á ofan fylgja með allir söngtextar á plötunni. * Hljómsveitin Jethro Tull hefur látið nokkuð að sér kveða í Bret- landi að undanförnu. Fjórir kostulegir náungar skipa þessa hljóm- sveit, og er söngvarinn, Ian Anderson, með kynlegri kvistum, sem komið hafa fram á sjónarsviðið um langt skeið. Jethro Tull leika einkum blús músik og hafa sent frá sér plöt- ur í þeim anda, og komst ein slík á vinsældalistann fyrir skömmu. Þeir félagarnir eru mjög snjallir hljóðfæraleikarar, en aðalspraut- an er Anderson, sem til skiptis syngur og spilar á þverflautu — og gerir jafnvel hvort tveggja í einu! Anderson klæðist gömlum og snjáðum, skósíðum frakka, hárið nær langt niður á herðar og þyrlast í allar áttir, þegar hann hoppar á sviðinu. Hann lítur sannarlega út fyrir að vera um fimmtugt en er í verunni á unga aldri, sem og hinir félagar hans í hljómsveitinni. A myndinni sem fylgir hafa þeir sett á sig gervi og líta því út sem öldurmenni. e.tbi. yikAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.