Vikan


Vikan - 06.02.1969, Page 22

Vikan - 06.02.1969, Page 22
Við hinn enda borðsins fyigdist Loménie greifi með Peyrac, sem var risinn til hálfs á fætur með reiðilegu yfirbragði. Hann spratt sjálfur upp: — Með yðar leyfi, greifi, skal ég frelsa Madame de Peyrac og leiða hana á sómasamlegan stað. Hafið ekki áhyggjur, ég skal gæta hennar. Við skulum forðast uppþot — þegar við erum drukknir. Angelique vissi ekki fyrri til en franski ofurstinn hneigði sig fyrir herrni. — Madame, leyfið mér að leiða yður til þess staðar, sem yður ber með réttu, sem húsmóður varðstöðvarinnar. Um leið og hann sagði þetta leit hann snöggt en valdsmannslega á Pont-Briand og sagði honum að sleppa takinu. Svo tók hann sjálf- ur um hinn handlegg Angelique og leiddi hana mjög riddaralegur, til borðsendans og setti hana sér þar til vinstri handar. Angelique var nú jafnvel enn fjær eiginmanni sinum, en hún sá hann við hinn endann andspænis sér og Það var rétt eins og í höll hinna glöðu vísinda í gamla daga. Ofurstinn var mjög umhyggjusamur við hana og lét færa henni steiktan kalkún og grænmeti. — í>essi matur er meira við hæfi ungrar konu, nýkominnar frá Frakklandi. Hún mótmælti, því vegar allt kom til alls hafði henni fundizt stapp- an af svarta birninum allsæmilegur matur. Hún var viss um að hún þyrfti ekki langan tíma til að venjast henni. — En það er engin ástæða til að beita sig hörðu út í loftið, sagði Xxjménie. — Hér höfum við á haustin mikið af veiðidýrum, sem okk- ar evrópski matarsmekkur er vanur. Við gerum sennilega rétt i að hagnýta okkur það. Monsieur, sagði hann svo og sneri sér að Mala- prade. —- Madame de Peyrac æskir þess að farið verði með góðan kvöldmat að litla húsinu. Viljið þér vera svo vœnn að sjá um það. Og hann bað matsveininn að láta flösku af góðu víni með matnum. Hversu drukkinn, sem Pont-Briand kunni að hafa verið voru af- skipti ofurstans nóg til þess að af honum rann aftur. — Ég veit ekki hvað kom yfir mig, hvislaði hann iðrandi að L’Aubigniére. — Þú hlýtur að vera genginn af göflunum, svaraði hinn óöruggur með sig. — Vitlaus eða undir galdraáhrifum. Varaðu þig! Það er ekki vist; þegar allt kemur til alls að kvendjöfullinn af Akadiu sé eingöngu þjóðsaga. Þessi kona er sannarlega stórkostlega fögur. Hvað nú ef hún væri kvendjöfuliinn? Manstu hvað faðir Orgeval sagði? Angelique sat næst Loménie-Chambord ofursta og var nú tekin að slaka á. Eiginmaður hennar sat gegnt henni, eins og í gamla daga. Hún sá hann fyrir enda boi'ðsins, í gegnum móðu og eins og á löngu liðnum dögum, þegar hann var að byrja að verða ástfanginn af henni, fann hún augnaráð hans hvíla á sér. Það veitti henni einkennilegan létt- leika, þörf til að dansa og taka þátt í öllu því, sem fram fór í kring- um hana. Hún var glöð. Vínandinn var tekinn að stíga henni ofur- lítið til höfuðs, og hún hafði um hríð gleymt erindi sínu í þetta hús. Hinn hirðlegi þokki ofurstans hafi sín áhrif á hana og hin ósjálfráða hrifning í hans garð, sem hún hafði fundið til, þegar í upphafi, var tekin að breytast í einhverskonar trúnaðartraust. Látlaus framkoma hans og einarðlegt látbragð í hvívetna, hélzt í hendur við ljúfmannlegt geð og það fór ekki framhjá Angelique, að hann var vanur að tala við konur. Það kom ekki fram I þeirri hegð- un, sem fólk virðist allt of oft halda að sé sú eina rétta til að sigra konur að slá þeim íburðarmikla gullhamra, heldur bjó hann yfir þeim sjaldgæfa hæfileika að kunna að tala við konur þannig að það láti þeim vel í eyrum og rótt i sinni og sem í stuttu máli, sannfærir þær og sigrar, án þess að nokkur tilraun sé gerð til að heilla þær. Hann gerði hana íorvitna, því það var eitthvað óvenjulegt við hann. Hann sagði henni ýmislegt um hin norðlægari landssvæði, frönsku 22 VIKAN 6' tbl' borgirnar þrjár við fljót heilags Lárentsiusar og Þá mörgu ættbálka, sem léku þar lausum hala; og þegar hún spurði hann um Húrónana staðíesti hann að þeir væru raunar Irokar að uppruna til. En þeir höfðu sagt sig úr lögum við ættbálkinn i Dalnum Helga, fyrir langa löngu, eftir einhverjar deilur og Þaðan í frá álitu þeir Iroka forn- óvini sína. Það var á vörum Húrónanna, sem fyrsti franski kapteinn- inn Jacues Carlier hafði lært nafn ættbálks Iroka en það orð' þýðir „grimm naðra". Taliö barst alltaf aítur að Irokunum. Þeir sem næstir Angeliqwe stóðu, tókú af áfergju þátt í umræðum um málefni, sem þeír vissu nokkuð um og virtust hafa áhuga á. Allir voru djúpt snortnir af framkomu hennar, sem sannarlega sæmdi konu af háum stigum. Hér höfðu allir á tilfinningunni að hún hefði einhverntíma setið við borð konungsins, þessi. Þeir voru ekki í minnsta vafa um að hún hefði stjórnað sínu ríki við hirðina, í miðjum hópi aðdáunarfullra karlmanna. Þeir skynjuðu að prinsar höfðu keppt um hana ........ Þeir fylgdust með hverri hreyfingu, hvernig hún krosslagði hend- urnar, hvernig hún hvíldi hökuna í höndum- sér, hvernig hún horfðist beint i augu við þann sem hún talaði við og hvernig hún hlustaði á eða hvernig hún leit niður í þögn, hvernig hún nartaði annars iiugar í matinn sinn, lyfti bikarnum og tæmdi hann vafningslaust í einum teig og rak svo allt i einu upp kitlandi hlátur, sem snart þú djúpt. Þetta kvöld sáu hin sundurleitu sýnishorn mannfélagsins, sem safn- azt höfðu saman i Katarunk, inn i ókunna paradís. Þessi kona, kona sem sat við borðið hjá þeim var fulltrúi himins á jörðinni, vor á miðjum vetri, fegurðin holdi klædd á meðal þeirra, grófra og óheflaðra eins og þeir voru, þefjandi af leðri og svita. Hún var sólargeisli, sem þrengdi sér í gegnum tóbaksþokuna og bros henn- ar var eins og mýkjandi smyrsl á hörðnuð hjörtun. Þeim fannst þéi,v vera hetjur, viljasterkir og hratt hugsandi og orðin runnu fyrirháfh- arlaust til vara, þegar þeir lýstu landinu, sem þeir þekktu eða túlk- uðu skoðanir sinar. Romain de Aubigniére talaði um hinn helga dal Irokanna, um bleika birtuna sem baðaði hæðardrögin, krökk af röðum af iöngum barkar- húsum með kringlóttum þökum og ilm af grænum mais: —.............fáir eru þeir, sem komast lifandi aftur úr þeim dal ....... fáir eru þeir, sem komast þaðan með alla sína fingur heila ........ — Ég komst, sagði Perrot og rétti fram sínar hendur. — Já, þú ert meðhöndlaður eins og meðalakarl. Þú hlýtur að hafa gert samning við djöfulinn, gamli minn, til að komast ósnortinn burt. — Það er nú svo skrýtið að það þarf ekki annað en minnast á Frakka, svo Iroki verði trylltur af reiði, en það sannar, svo ekki verður um villzt að illir andar eru mjög skæðir að leggja þá undir sig, sagði einn af veiðimönnunum, Aubertin að nafni. — Framar öllu öðru virðast þeir óttast vald trúarinnar, sem Frakkar ílytja með sér. Sjáið hvernig þeir hafa farið með trúboðana okkar! Við getum aldrei treyst þvi að við séum öruggir fyrir þeim, jafnvel ekki um miðjan vetur. Var það ekki um miðjan vetur sem ráðizt var á heimili þitt, Maudreuil og þitt L’Aubigniére, þjónustufólk þitt og foreldrar þínir höfuðleðursflegnir og siðan kveikt í öllu? Þeir sem eftir voru skildir lifandi dóu af sárum sínum ...... — Jú, þannig gerðist það, staðfesti Eliacien de Maudreuil. Dapurlegur glampi kom í biá augu hans, eins og sorgin legðist yfir þau líkt og bráðið blý. — Það var Svanissit sem gerði það, ásamt Senekum sinum og alla tíð síðan hefur hann varla gefið landinu nokkurn grið, heldur dreift um sig skelfingu hvar sem hann hefur farið. Ég ætla ekki að láta hann komast ofan í iður jarðar aftur án þess að hafa hendur i hári hans.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.