Vikan


Vikan - 06.02.1969, Qupperneq 36

Vikan - 06.02.1969, Qupperneq 36
NÚ ER AUÐVELT IÐ ENDURNÝJA ELDHÚSIÐ HINGAÐ TIL hafa slfkar endurbætur kostað mikið rask, sem margar hús- mæður vilja hlífa sér við. Nú er allt breytt. Við tökum gömlu innréttinguna niður og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt á tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmíðaverkstæði á meðan og þér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytirst, hvað íbúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti í miklu litaúrvali og þér getið fengið eldavél, uppþvottavél og ísskáp frá sama framleiðanda. Verðið er mjög hagstætt. HÚS OG SKIR Ármúli 5 - Símar: 84415-84416 V____________________________________________________) Einu sinni var Framhald af bls. 13. — Hversvegna spyrð þú á þennan hátt. Var það mér að kenna að samband okkar fór út um þúfur? — Nei, nei, við skulum ekki vera að vekja upp gamla drauga. En guð minn góður, hve lengi ég var að átta mig á því að ég var búinn að missa þig. Eg gat ekki skilið að þú skildir yfirgefa mig. Hann hafði elskað hana, eins og hún hafði elskað hann, og honum fannst að hann gæti gert allt fyrir hana, en þó vissi hann að hann gat ekki haldið henni lengur en hún vildi sjálf. Dagurinn, sem hann hafði ótt- azt frá fyrstu stund, kom honum á óvart. Hún kom upp á herberg- ið hans á stúdentagarðinum, þar sem hann sat innan um bækurn- ar, sem hún sagði að hann tæki umfram hana. Hún sagðist ætla að giftast Georg Chinet, vel stæð- um kaupsýslumanni, sem auð- vitað gat boðið henni meira en Maurice, sem ekkert átti, nema ást sína. Hann gat ekkert gert, og sorg- in var svo sár, að hann hélt að hann gæti aldrei afborið hana. — Fyrirgefðu, sagði hún nú, tíu árum síðar, — en ég gat ekki að því gert. Hún leit á hann, og svipurinn í undurfögrum augun- um var óræður. — Ert þú ham- ingjusamur með konu þína? spurði hún. — Já, sagði hann. — En, þú ert þú hamingjusöm? — Já, auðvitað er ég það, sagði hún, og röddin lýsti óþolinmæði. — Er konan þín ung og falleg? — Hún er ung og í mínum augum er hún mjög fögur, og það dugar mér? — Elskarðu hana? spurði hún, og það var ekki laust við að rödd hennar titraði. — Ég er kvæntur henni, sagði hann stuttaralega. — Fyrirgefðu hvað ég er heimsk, að spyrja svona og spyrja, sagði hún, og sneri sér snöggvast frá honum, og sólin lék um mjúka lokkana, sem sáust undan hattinum, dúnmjúkir og gullnir, og eitt augnablik svim- aði hann, hann mundi hvernig: hnakki hennar hvíldi mjúklega í lófum hans, fyrir mörgum árum. Tíu ár, hugsaði hann, gat það verðir svo langur tími? Þá hafði hún hitt George Chinet, og kom- izt að því hvað hann gat boðið henni upp á af þessa heims gæð- um. Hún, sem alltaf hafði þurft. að spara og aldrei haft ráð á nokkrum hlut. Hún treysti sér ekki til að bíða eftir Maurice, enda vissi guð einn hve langt. það yrði, þangað til hann fengi sómasamlega atvinnu. Og George var líka eldri og þroskaðri, og ekki eins þrjózkur og Maurice, hann lét allt eftir henni. Var það svo undarlegt að hún fengi áhuga á George og yrði með tímanum hrifin af honum, en auðvitað voru þær tilfinningar allt aðrar en þær sem hún hafði borið til Maurice.... — Ég hefi oft hugsað um þig, sagði hún og sneri sér beint að honum. — Ég hefi verið að hugsa um hvernig gengi hjá þér, hvar þú værir búsettur.... — Og nú veiztu það, sagði hann brosandi. — Já, mér geng- ur sæmilega, þótt ég hafi ekki von um að verða mjög auðugur af þessa heims gæðum. Það fer svo mikið eftir því hverju mað,- ur hefir áhuga á. Ég hefi aldrei haft áhuga á því að græða pen- inga, ég er ánægður með það sem ég hef.... Og George gengur auðvitað vel? — Já, sagði hún. Hún rétti út hendina til að taka sígarettu úr veskinu, sem lá á borðinu. Hendin var svo ótrúlega grönn og fíngerð, virtist varla valda stóra rúbínhringnum. Hann leit út fyrir að vera mjög verð- mætur og hann hugsaði: Þú ert auðvitað ánægð nú, Marianne. Sér til mikillar undrunar gat hann nú hugsað svona án beiskju. Og nýrri hugsun skaut upp í kollinum á honum: Hvað hafði hann eiginlega ásakað hana um í öll þessi ár? Hann hafði kviðið fyrir þessu augnabliki, þótt sú tilfinning dofnaði auðvitað nokkuð með ár- unum. Það hafði verið verst, já, jafnvel óbærilegt í fyrstu. Hún hafði hreinlega tekið með sér trú hans á ástinni og konum, ein- faldlega rænt hann gleðinni. Jafnvel þegar hann hafði að lok- um lokið prófinu, gat hann ekki fundið til gleði, því hvað átti hann að gera við siíkt, þegar hann hafði misst Mariönnu ...? En svo varð það vinnan sem færði honum gleðina á ný. Hann vann mikið til að gleyma, og einn góðan veðurdag hafði hon- um líka tekizt það. Hann vakn- aði smám saman til lífsins, gleð- innar, og hann gat farið að hlæja og umgangast konur. Hann gleymdi Marianne, eða að minnsta kosti plágaði hugsunin um hana hann ekki eins mikið. En stundum hafði það flogið fyr- ir í huga hans, hvernig honum myndi verða við, ef hann hitti hana óvænt... hvað myndi þá ske? Og hvað var það sem nú hafði skeð? Hann gat ekki gert það upp við sig, tilfinningar hans voru eitthvað blandaðar, svolítil angurværð, sárindi (hvers- vegna?), og tómlæti. Hann vissi ekki hvað af þessu var ríkjandi. Það var að minnsta kosti ekki sú tilfinning, sem hann hafði gert .sér í hugarlund og stundum dreymt um, og þó gat þetta svið ekki verið kjörnara til átaka, — hálftómur bar á eyðilegri flug- .stöð, og þau eiginlega einu mann- eskjurnar. — Verður þú lengi í Nizza? spurði hann. — Ég veit það ekki. Það er svo eriftt að ákveða það, þú veizt að ég á yfirleitt erfitt með að taka ákvarðanir. Ég tek því sem að hendi ber, ákveð aldrei neitt fram í tímann. Hún leit á gull- úrið. — Vélin mín hlýtur að fara bráðum, sagði hún. Rétt í því var kallað upp núm- er vélarinnar. — Ég verð að fara, sagði hún og stóð upp. Ljúft bros breiddist yfir andlit hennar. Þetta var greinilega dekruð kona, sem brosti við fyrrverandi elskhuga sínum, það var einskonar afsök- un í augnaráðinu, eins og smyrsl á sárið. Svo tók hún töskuna sína. Maurice stóð líka upp, tók um olnboga hennar, leit niður til hennar, og hugsaði með sér hvort hún ætlaðist til að hann kyssti hana á kinnina. En honum sýnd- ist að hún væri kominn með hug- ann allan til Nizza, langt í burt frá þessum óvænta fundi þeirra. — Líði þér vel, sagði hann. — Sömuleiðis, sagði hún og leit á hann andartak, áður en hún gekk til dyranna. f hverfihurðinni hafði hún næstum rekizt á dökkhærða, sól- brúna og grannvaxna stúlku. Stúlkan hljóp til Maurice. — Er ég of sein? Ertu búinn að bíða lengi? — Nei, sagði hann, — en ég var næstum búinn að gleyma til- veru þinni. Hún hló, því hún vissi að það var ekki ögn af sannindum í því sem hann sagði. — Sjáðu mig, sagði hún og sneri sér í hring. — Hárgreiðslu- meistarinn er ábyggilega ekki með réttu ráði, hann vildi endi- lega klippa mig svona. Hann sagði að þessi klipping væri sú eina sem hæfði andliti mínu. Hvað finnst þér? — Mér finnst þetta ágætt, sagði hann og strauk hendinni blíðlega um hár hennar. Hann kallaði til þjónsins og bað um drykk handa þeim báð- um, og þegar glösin voru komin á borðið skálaði hann við hana. — Eftir tvo klukkutíma erum við komin heim, sagði hún. Framhald á bls. 41. 36 VIKAN 6 tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.