Vikan


Vikan - 06.02.1969, Side 47

Vikan - 06.02.1969, Side 47
um fiski, (ýsu eða flatiiski) eru hreinsuð og skorin í stykki. Sjóðið soðkraft af haus, beinum og þunnildum. Fiskstykkin núin með salti. 1% 1 fisksoð, 2 tsk. salt, 3 meðallaukar, skornir í bita, 1 lárviðarlauf er látið sjóða saman í 7—8 mín. Fiskbitunum bætt í, látið sjóða á lágum straum í ca. 10 mín. Bragðbætt með dálitlu karry og salti. Þá er 1 litlum pakka af rækjum bætt í og 1 dl af þeyttum rjóma. Súpan borin fram rjúkandi heit og ristað brauð eða smá franskbrauð með. FLJÓTGERÐ FISKSÚPA 1 rifinn laukur er látinn krauma í ca. 2 matsk. af mat- arolíu eða smjörl. 3 matsk. af hveiti er stráð yfir og 1 líter af vatni bætt í smátt og smátt, hrært vel í á milli, saltað eftir smekk. Þá er ca. 250 gr. af beinlausum fiski (má vera frosinn) bætt í og látin koma upp væg suða í nokkrar mínútur. Nú má bæta í frosnu eða niðursoðnu grænmet svo sem lítilli dós af blönduðu grænmeti. Soðið dálítið lengur. Salti bætt í ef með þarf og lítið eitt af pap- riku stráð yfir. Borin fram vel heit með smábrauðum eða hrökk- brauði. Eins og sjá má af framan- töldum súpimppskriftum er oft borið brauð með súpum, þá er oft átt við þurrt brauð, en ef notað er smurt brauð með einhverjum áskurði, verð- ur úr þessu fullkomin, létt máltíð. Nota má vitanlega hverskonar brauð, en hér er oftast átt við franskbrauð eða heilhveitibrauð, þá eru smá- brauð líka vinsæl svokölluð rundstykki og hamborgara- brauð. Og hér koma nokkrar uppástungur. Bahavia er sundurskorið smábrauð, báðir helmingar smurðir, á neðri hlutann er lögð mjúk skinkusneið og þar ofan á látnar bananasneiðar, efri hlutinn lagður yfir. Calypso: eru hveitbrauð- sneiðar, sem skorpan hefur verið skorin af, síðan smurð- ar með osti, þá með appel- sínumarmelaði og næst góðu lagi af bananasneiðum. Soldámar. Reynið fiansk- brauðsneiðar, fyrst smurðar með smjöri, síðan vænar ost- sneiðar látnar ofan á, á aðra er svo stráð smátt skornum döðlum og lokað með osta- brauðsneið. Brosandi land. Sundurskor- ið smábrauð smurt með smjöri, ofan á er góð pylsa eftir smekk og efst vænt lag af osti. Sólargeisli. Smábrauð, smurt og sundurskorið. Ofan á er eftirfarandi eggjahræra. 1 egg er þeytt vel í froðu, 1 matsk. af smáskornum lauk látið saraan við, þá smá- skornu reyktu kjöti (ca. 2 matskeiðar), salt og pipar eftir smekk og að síð- ustu tveim matsk. af rnjólk blandað varlega samanvið. Látið á smurða pönnu og lát- ið hlaupa saman við fremur vægan hita. Hræruna má láta eina sér á brauðið eða ofaná sneiðar af allskonar köldu kjöti. Margskonar matarafganga má nýta ofan á brauð, svo sem steiktan fisk og þá með ofurlitlum majones eða súrs- uðu grænmeti. Kjötbollur sneiddar þunnt og þar ofaá ofurlítið af majones hrært með sinnepi, jafnvel kaldar sneiddar kartöflur ásamt vænni ostsneið er afbragð of- aná rúgbrauð. 8. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.