Vikan


Vikan - 06.03.1969, Page 10

Vikan - 06.03.1969, Page 10
VIKAN - KARNABÆR HVERS EÐLIS ER KEPPNIN? Eins og öllum er kunnugt, er tilgangur keppninnar að benda á kosti og getu ungu kynslóðarinnar, og velja henni fulltrúa, sem geti verið tákn og fyrirmynd ungs fólks. Ekki er til þess ætlazt, að lesendur VIK- UNNAR eða gestir á Vettvangi unga fólks- ins greiði atkvæði um keppendur, heldur mun dómnefnd velja fulltrúa unga fólksins, hafandi einkum þrennt í huga: 1. Persónuleika. Þar er tekið tillit til framkomu, hegðunar og menntunar, og er þá fleira talið til menntunar en bókamennt úr skóla. 2. Hæfileika, sem hægt er að sýna. Ungt fólk nú á dögum hefur tækifæri til að þroska hæfileika sína langt fram yfir allar aðrar kynslóðir þessa lands. Til þess bera að taka tillit. 3. Fegurð. Ekki er til þess ætlazt, að stúlkurnar komi fram sem „pin up“ dísir, heldur klæddar samkvæmt tízku tímans og séu sem eðlilegastar og frjálslegastar í fasi. VETTVANGUR UNGA FULKSINS Að kynningu í Vikunni lokinni, koma stúlk- urnar fram á skemmtun í Austurbæjarbíói, og er þegar hægt að panta miða í Karnabæ. Á þessari skemmtun mun eingöngu koma fram ungt fólk og sýna, hvað í því býr, og þar verður pafnframt tízkusýning. Ástæða er til að undirstrika, að skemmtunin verður að- eins EIN að þessu sinni. Þar munu vinsæl- ustu hljómsveitir unga fólksins koma fram, svo sem Hljómar, Flowers, Roof Tops og ef til vill fleiri, og ÞAR VERÐUR ÚRSLITUM KEPPNINNAR LÝ'ST. 10 VIKAN 10-tbJ' i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.