Vikan


Vikan - 06.03.1969, Side 13

Vikan - 06.03.1969, Side 13
\ / Ég i'lýtti mér náttúrlega að samþykkja það og til- vera mín í sveitinni hófst. Ég fór seint á fætur. Um ellefuleytið fór ég inn í herbergi gestgjafa míns til þess að bjóða góðan dag og drekka með henni kaffi. Við spjölluðum saman yfir morgunkaffinu til liádegis. Glorsoltinn settist ég við liádegisverðarborðið, drakk heila i'lösku af víni og gæddi mér á dýrindis kjötréttum. Að því búnu fylgdi í kjölfarið algjör hvíld og skáldsagnalestur og síðast en ekki sízt: tíðar heimsóknir gestgjafa míns, sem sagði í hvert einasta skipti og hún birtist mér: — Liggðu bara kyrr og hafðu það notalegt. Þetta var sannkallað paradísarlíf og ef lesendum hefur ekki enn skilizt það, þá get ég bætt því við, að á kvöldin og nóttunni fórum við Soffía Pavlova í langar gönguferðir. Það var sannarlega dásamlegt. Reynið bara að gera yður í hugarlund, lesari góður, hvílík kvöld þetta hafa verið: Allt var orðið hljótt nema næturgalinn og hægur andvari bar að eyrum manns dauft hljóð í járnbrautarlest .... Og svo yndisleg og bústin Ijóshærð kona, sem skalf í kvöld- golunni af tómri ástleitni og sneri tunglskinsbjörtu andlitinu að manni á mínútu fresti. — o — Það leið heldur ekki nema vika, þar til sá atburður gerðist, sem tilheyrir i sérhverri almennilegri frásögn. Ég barðist alls ekki á móti því, og hún hlustaði á ást- arjátningu mína, án þess að svipbreytingar sæjust á andliti hennar. Það var eins og liún vildi segja: Er nú nauðsynlegt að hafa svona mörg orð um þetta? Vikurnar þrjár liðu í einni sjónhendingu. Dapur og niðurdreginn kvaddi ég Soffíu. Meðan ég setti niður í töskur mínar, sat þessi hrífandi vinkona mín á dívaninum og vatnaði músum. Ég reyndi að hugga hana og með grátstafi í kverkum lofaði ég að heimsækja han eins fljótt og ég gæti. — Jæja, sagði ég. — Eigum við ekki heldur að gera upp reikningana? Hvað skulda ég mikið? Hún bandaði hendinni frá sér. — Einhvern tíma seinna, snökti hún. — Nei, mín elskulega. Við skulum ekki blanda saman vináttu og viðskiptum. Ég vil alls ekki lifa á þinn kostnað. Láttu mig heyra, hvað ég skulda mik- ið? — Jæja þá, sagði hún loks. — En þetta er bara lítilræði og við getum gert út um það seinna. TTún tók fram lítinn pappírssnepil og rétti mér hann: — Við skuhnn nú sjá, sagði ég og renndi augunum yfir reikninginn. Alls .... nei, hvað er nú þetta? Þetta getur ekki verið rétt, Soffía? 212 rúblur og 44 kopekur. Þetta getur ekki verið reikningurinn minn. — Jú, væni minn. Gættu bara betur að. — Já, en hvernig í veröldinni hefur hann hækk- að svona? Fyrir þjónustu, fæði og húsnæði 25 rúbl- ur — Það skil ég vel — og prósentur, látum okkur segja 3 rúblur og þar með upptalið. — Elskan mín, rengirðu mig? Hefurðu ekki drukk- ið dýrustu vín, feitan rjóma og þess utan etið jarðar- ber, agúrkur, kirsuber. Og í sambandi við kaffið, þá var ekkert samið um það, svo að við skulum láta það eiga sig. Eg skal slá tólf rúblum af verðinu. Þetta verða þá alls 200 rúblur. * Framhald á bls. 43] CKV... " -..... * 10. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.