Vikan - 06.03.1969, Síða 17
Hunt á nú gífurlegar olíulindir, bæði í Texas og Austur-
löndum nær. Ilann á líka beitilönd, sem eru yfir 200 milljón
dollara virði, geysimikla skóga, appelsínuekrur og niðursuðu-
verksmiðjur. Hunt er svo ríkur, að árið 1965 v’ar hann að
leika sér að þeirri hugmynd að kaupa Suez-skurðinn. Auðvit-
að áttu Egyptar að ráða yfir skurðinum, en hann vildi fá
olíulndirnar á skurðbökkunum ......
H. L. Hunt er ákaflega nízkur. Börnin hans firnrn hafa
orðið að vinna í fimm ár hjá ýmsum fyrirtækjum, undir
dulnefni, og síðan orðið að sjá fyrir sér sjálf. Hann dekrar
heldur ekki við eiginkonu sína. Hún var einkaritari hans, og
hann lokkaði liana hvorki með loðfeldum eða skartgripum.
— Okkur kemur prýðilega saman, segir hann. — Við erum
bæði húsleg, og komumst ágætlega af, án þjónustufólks ....
NUBAR SKIAS GULBENKIAN
„Herra fimm-prósent“, 72 ára
Vitið þið liversvegna liann gengur með alskegg? —
Tími minn er of dýrmœtur til að eyða honum í
rakstur, segir hann
Þjónninn er með hvíta hanzka þegar hann framreiðir
morgunverð fyrir Nubar Skias Gulbenkian. Morgunverður-
inn er ristað brauð, soðin egg, skinka og rússneskur kaviar,
sem hafður er á ís, og þetta kostar um það bil 1200 krónur.
Gulbekian hefur vel ráð á þessu, því að á þeim hálftíma,
sem hann eyðir til morgunverðar, græðir hann 145.000
krónur. Tekjur hans á sólarhring eru um 7 milljónir.
Gulbenkian erfði eftir föður sinn hin marg umtöluðu fimm
prósent í „Iraq Petroleum Company“. Hann hefur líka erft
finnn prósent heitið eftir föður sinn Calouste. Hver líter af
af jarðolíu gerir þennan skrítna auðkýfing ennþá ríkari.
En Nubar Gulbenkian, sem er fæddur 2. júní árið 1896,
barnabarn harðstjóra í Ivadiköy í Armeníu, slær ekki hendinni
á móti kavíar. Ilann lærði af föður sínum að halda sig að
vinnunni, og það er það sama og að auka við milljónirnar.
Gulbenkian fór fyrst að stórgræða, þegar hann vann á
skrifstofu föður síns, við bréfaskriftir. Hann seldi Suður-
Amerísk hlutabréf og græddi 100.000 sterlingspund. Það eina
sem faðir hans sagði var: — Ef þú hefðir beðið svolítið, þá
hefðirðu fengið þrjár eða fjórar milljónir sterlingspunda.
Gulbenkian býr á landsetri í Iloggeston, í nýtízkulegri
skrautíbúð nálæg't Ritz hótelinu í London. Hann segir oft:
— Ég á meiri peninga en ég get notað. Þessvegna á ég
hvorki börn né nokkur áhugamál.
En raunar hefur hann mörg og peningafrek áhugamál.
Fvrsta ástríða hans er bílar. Hann á Mercedes Benz 600, sem
hann hefir kostað miklu upp á; látið klæða hann að innan
með hvítu skinni, sett á hann glerþak, bar, kæliskáp, sjón-
varp og auðvitað líka síma. En Gulbenkian hefur íneira
gaman að aka í Austin, sem hann lét gera eins og gamal-
dags leigubíl, og kostaði það geysilega mikið fé.
Ástríða númer tvö: Að fara I mál út af smámunum. Einu
sinni fékk hann 1.600 krónur í skaðabætur frá BBC, fyrir
eitthvað sem liann kærði. Málskostnaður var um 200.000
krónur og hann borgaði það án þess að blikna.
Ástríða númer þrjú: Hann hefur mikla ást á góðum mat,
sérstaklega kavíar. Hann hefur einu sinni sagt blaðamanni
ástæðuna fyrir því að hann hefur svo mikla ást á kavíar.
Ilann sagði:
— Ég var sextán ára og lenti í stríði við föður minn. Ég
flýtti mér til Hamborgar, og lifði á 60 mörkum á mánuði.
Ég hélt þetta út um hríð. Dag nokkurn kom gamli heimilis-
kennarinn minn og bauð mér að borða með sér. Við fengum
fyrst kavíar, og þá bráðnaði stolt mitt eins og smjör í sól,
og ég flýtti mér heim til kjötkatlanna.
Fjórða astríðan er veiðar. Hann segir að það sé frá
þriðju konu sinni, Maríu, sem hann kynntist við veiðar,
árið 1984. Þau voru þá bæði öðrum bundin, og giftust
ekki fyrr en 14 árum síðar. Nubar var fvrst kvæntur spænskri
dansmey, Heminiu, síðan Doré, sem sá um spilabanka í
Cannes. Hann hefur haft álmga á konum síðan hann var
sextán ára. Hann hefur alltaf dengt orkideum i elskurnar
sinar, en — eins og aðrir Austurlandabúar, krafizt undir-
gefni.
Raunar má segja að konur hafa verið ástríða hans númer 1.
En þriðja konan hans, sem var dóttir franska „kampa-
vínskóngsins*’ Louis d’Ayala, sá til þess að þessi mikli mun-
aðarseggur varð sæmilegur eiginmaður.
En Gidbenkian er nú farinn að róast: — Maður er ekki
lengur ungur, segir liann og dæsir......
DAVID ROCKEFELLER,
banka- og hlutafjáreigandi, 53 ára
Hann hefur herbergi fullt af stálkössum, en þeir
eru elcki fullir af gulli eða skartgripum, lieldur innv-
lialda þeir 40.000 bjöllur
Ef það kemur maður með lítinn pakka, vafinn snærum, til
að finna bankastjórann við næst stærsta banka Bandaríkj-
anna, þá vita stúlkurnar þrjár, sem sitja í móttökuherberginu,
hvað þessi pakki inniheldur, það eru dauðar bjöllur. David
10. tbi. vikAN 17