Vikan - 06.11.1969, Qupperneq 3
31. árgangur - 45. tölublaS - 6. nóvember 1969
I NÆSTU VIKU
í sumar kom í dagbiaðinu Verden í Skien í
Noregi viðtal og myndir af islenzkum
stúlkum, sem voru við bústörf á
norskum bóndabæ. Þær heita Helga Jóns-
dóttir, 15 ára, og Sigríður Jóhannsdóttir,
16 ára, báðar úr Mosfellssveit. Þær undu sér
hið bezta í norskri sveitasælu, og við
segjum frá dvöl þeirra i næsta blaði.
Lyndon Johnson er setztur i helgan stein og
hljótt hefur verið um hann, síðan hann
lét af hinu háa embætti forseta
Bandarikjanna. Hvernig skyldi hann verja
dögunum núna í ellinni? Það segir frá
því í grein, sem heitir: „Nú er Johnson aftur
orðlnn bóndi í Texas". Hann segir þar, að
hann njóti lífsins i fyllsta máta og
sé feginn að hafa fengið að varpa af sér
oki ábyrgðarinnar.
Nú er Olof Palme orðinn forsætisráðherra
Sviþjóðar. Hann verður liklega aldrei föður-
legur stjórnandi á þorð við fyrirrennara
hans, enda er ekki lengur f tízku að vera
föðurlegur. Unga kynslóðin kærir
sig ekki um slíkt. Við birtum hugleiðingu um
Palme eftir sænskan blaðamann og ótal
myndir af honum og fjölskyldu hans.
1 ÞESSARI VIKU
Fyrsti ríkisráðsfundur þessa árs var haldinn
nokkru áður en þingið kom saman.
Ljósmyndari blaðsins var staddur fyrir
utan ráðherrabústaðinn, þegar forseti Islands
og ráðherrarnir gengu hver á fætur öðrum
út úr húsinu að fundinum loknum. Við
birtum þessar skemmtilegu myndir í næsta
blaði af mönnunum, sem bera þunga
ábyrgðarinnar á herðum sér.
í þessu blaði hefst ný framhaldssaga i
staðinn fyrir „Kvöldið fyrir brúðkaupið",
sem lauk í siðasta blaði. Nýja sagan heitir
„Húsið með járnhliðunum". Hún segir
frá ungri skrifstofustúlku, sem orðin er
leið á sjálfri sér og lífinu. Hún ræður sig
samkvæmt auglýsingu í blaði til að gæta
barns i gömlu húsi niður við strönd. Fyrr
en varði dregur til tiðinda, og sagan er
spennandi frá upphafi til enda.
Tunglfararnir halda áfram að segja frá hinni
frækilegu ferð sinni. Síðastur í röðinni er
Collins, sem hafði það örðuga verkefni
með höndum að svífa einn umhverfis tunglið,
á meðan félagar hans stigu fyrstir manna
fæti á mánagrund. Collins segist alls ekki
hafa verið einmana, því að honum líki jafnan
bezt að fljúga einn.
í FULLRI ALVORU
EM auolýsino
í niObæHum
Hér á landi hefur löngum orðið vart ótta við
erlend áhrif. Skemmst er að minnast Keflavíkur-
sjónvarpsins, þegar allir helztu andans menn
þjóðarinnar bundust samtökum og vöruðu við
spiilandi áhrifum þess á tunguna og þjóðernið.
Sá ótti er nú af flestum talinn hafa verið ástæðu-
litill. Þó ber ekki að vanmeta árvekni hinna
ágætu manna, því að herferð þeirra flýtti tví-
mælalaust fyrir tilkomu íslenzka sjónvarpsins,
sem nú þykir sjálfsögð og ómissandi stofnun.
LjósaskiIti eru eitt af fyrirbærum nútímans,
sem setja svip sinn á sérhverja borg að nætur-
lagi. Segja má, að þau séu andlit borgarinnar,
sérstaklega gagnvart útlendingum. Nokkur lit-
skrúðug skilti prýða Reykjavíkurborg, og nýlega
hefur eltt bætzt við í hjarta bæjarins: á veggn-
um á húsi Nýja bíós, sem blasir við sýn frá
Lækjartorgi. En þetta skilti er óvenjulegt að því
leyti, að það er ekki á íslenzku heldur ensku.
Það er i hæsta máta ósmekklegt að sjá þetta
skilti tróna yfir bæinn, og getur orðið hættulegt
fordæmi, ef það fær að vera þar áfram. Hæg-
lega gætu fleiri aðilar komið á eftir, og fyrr en
varði væri þá annaðhvert skilti í bænum á ensku.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa, að aug-
lýsingar erlendra aðila séu á tungu viðkomandi
þjóðar. Hvort sem slíkar áletranir hafa áhrif á
tunguna eða ekki, skiptir það í sjálfu sér ekki
höfuðmáli. Mestu varðar, að borgin okkar sé ís-
lenzk, og allur svipur hennar í samræmi við það.
G. Gr.
VIKAN Útgefandi Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson og Ómar
Valdintarsson. Útlitsteikning: Halldóra Halldórsdótt-
ir. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. — Rit-
stjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skip-
holti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf: 533. Verð
í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir
13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölu-
blöð missirislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram.
Gjalddagar eru: Nóvember, fcbrúar, maí og ágúst.
45. tbi. VIKAN 3