Vikan


Vikan - 06.11.1969, Side 5

Vikan - 06.11.1969, Side 5
• vísur vikunnar Illa margan manninn dreymir er myrkrið þéttist allt um kring og sjórinn rýkur, regnið streymir og rithöfundar sitja þing. Á ýmsa vegu auðnan skiptist þó aldrei verði rök þess skýrð og illa fleygur Andinn lyftist við atóm gáfnaljósadýrð. V___________________________________________________y JET’AIME .... MOINONPLUS . . . UNGUR MÓTMÆLANDI „Ég vil fá kennslukonu“ stend- ur á skiltinu sem litla stúlkan heldur á. Ástæðan fyrir mótmæl- um þessarar ungu dömu er sú, að er hún skyldi hefja nám í barnaskólanum í Grenoble í Frakklandi, var henni vísað frá á þeirri forsendu að skólinn væri yfirfullur. Foreldrar hennar mót- mæltu líka — þau hertóku skóla- húsið!!- ENN LEITAR HANN GULLSÍNS Árið 1942 fann William Hutch- inson, korpóráll, upp á því snjall- ræði að grafa fulla kistu af stolnu gulli og öðru dýrmætu djásni, í jörðu niöur, og ætlaði hann svo að grafa hana aftur upp eftir stríðið — þegar heldur væri ró- legra þarna á Ítalíu, en þar gerð- ist þetta. Svo gróf hann kistuna sína ekki langt frá Manuta, á N.- Ítalíu, og hafði kirkjuturn sem leiðarvísi. En hann athugaði það ekki, að þarna var mikil árásar- hætta, enda varð sú raunin á, að allt þarna í kring var bombar- dérað og jafnað við jörðu. Á hverju einasta sumri síðan hefur Hutchinson farið til Ítalíu til að leita að gullinu sínu. — Kirkjuturninn er horfinn og hann hefur ekkert til að ganga út frá. Nú hefur hann fengið með sér sex þaulvana málmleitarmenn — enda lofað þeim helming gulls- ins þegar það finnst. Ef það þá f innst.... BRENNIVÍNSDAUÐINN Samkvæmt skýrslum heilbrigð- isstofnunar Sameinuðu þjóðanna eru Frakkar drykkjumenn mest- ir í heimi, eins og þeir hafa raun- ar lengi verið. Árið 1965 drukku yfir fimm þúsund og átta hundr- uð fransmenn sig í hel, en „að- eins“ rúmlega tvö þúsund sex hundruð og fimmtíu Bandaríkja- menn, um sex hundruð og þrjá- tíu Vestur-Þjóðverjar, rúmlega sex hundruð Japanir, þrjú hundruð áttatíu og fimm ítalir og áttatíu og tveir Bretar. — f Rómönsku-Ameríku er drykkju- skapur langmestur í Mexíkó; þar létust yfir átján hundruð manns úr ofdrykkju þetta ár. Frakkar eru líka langhæstir ef miðað er við dauðsföll á hver hundrað þúsund íbúa, því að hjá þeim nemur drykkjudánartalan tólf af hverjum hundrað þúsund. í Bandaríkjunum er samsvarandi tala 1,4, og aðeins 0,1 í Bretlandi. Þrátt fyrir allt það drykkjuorð, sem af Skandínövum fer, eru þeir á þessu sviði hrein smá- menni á móti frönsurunum. — í Svíþjóð er drykkjudauðinn að- eins 0,9 af hundrað þúsund, 0,3 í Noregi og 0,2 í Finnlandi. ☆ CREAM Nýlega kom á markaðinn tveggja laga plata með hljóm- sveitinni Cream, og heitir titil- lag plötunnar „Badge“, en það er af hæggengri plötu þessarar vinsælu hljómsveitar. Þetta lag er eftir Eric Clapton og George Harrison, og leikur bítillinn á gítar í þessu lagi. Innan skamms er að vænta nýrrar hæggengrar plötu frá John Lennon og Yoko Ono og verður hún í sama anda og hljómplatan „Tvær jómfrúr“, sem hneykslaði marga á sínum tíma. Forráðamenn Apple hafa látið svo ummælt, að kápumynd á umslagi þessarar plötu muni ekki særa fegurðarsmekk manna, en sem kunnugt er birtust þau hjúin strípuð utan á fyrri plötu sinni. ýr TUTTUGU OG FIMM ÁRA ÞAKKLÆTI Fjórir meðlimir dönsku gadda- vírshljómsveitarinnar Teenmak- ers sluppu nýlega frá fangelsis- dómi í ísrael, en þar hafði þeim verið gefið að sök að hafa reykt hash. Undir venjulegum kring- umstæðum fá þeir sem gerast sekir um þetta tugthúsdóm, en í þessu tilfelli var dönsku hljóð- færaleikurunum sleppt. Ástæðan var sú, að í síðari heimsstyrjöldinni voru Danir ákaflega hjálplegir þarlenzkum Gyðingum, og komu þeim vel- flestum yfir til Svíþjóðar þar sem þeir voru óhultir. En skip- anir höfðu þá komið frá Berlín, og átti að safna öllum Gyðing- um í Danmörku saman og reka þá í gasklefana. Um leið og dómarinn í Tel Aviv bað að heilsa kónginum í Danmörku, sagði hann við Teen- makers: „Við ísraelsmenn eigum dönsku þjóðinni mikið að þakka síðan okkur var hjálpað svo vin- samlega í heimsstyrjöldinni. Þess vegna sleppið þið án nokkurrar refsingar." ☆ Eins og sjá má þykir Jane Birkin ekkert aðalatriði að klæða af sér línurnar. En á þessari mynd er hún ásamt vini sínum, Serge Gainbourg, höfimdi lags- ins Je t'aime.... Það lag hefur lítið heyrzt leikið opinberlega hér, enda útvarpsráð skipað mætum mönnum. Og fyrir þá sem ekki vita þá hefur lagið þó örlítið í þá átt sem við viljum kalla klúrt, — og auðvitað hef- ur platan selzt stórkostlega vel. Upphaflega var ætlunin að láta Brigitte Bardot syngja kvenhlut- verkið á plötunni, en hún neitaði vegna þess að henni fannst það ósmekklegt. Þá var Jane Birkin fengin til þess og henni fannst það ekki ósmekklegt: „Hefði mér fundizt svo, hefði ég ekki gert þetta, en ég hef ekki trú á að nokkur andmæli þessu eða hneykslist á því.“ f laginu heyr- ast frygðarstunur kvenmanns, ásamt fleiri kynjahljóðum. 45. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.