Vikan - 06.11.1969, Side 8
f
KJOLA-
EFNI..
LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647
/----------------------------------N
VIÐARÞILJUR
í miklu úrvali.
*
Viðartegundir: eik, askur, álmur, beyki, lerki,
fura, valhnota, teak, mansonia,
caviana.
IíARÐVIÐUR og Þilplötur, ýmsar tegundir.
PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir.
*
Harðviðarsalan sf.
Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670
v__________________________________y
MIG
DREYMDI
Trúlofuð eftir eins
dags kynni
Kæra Vika!
,Mig langar til að þakka þér allt
gamalt og gott. Ég kaupi alltaf
Vikuna og mér finnst hún alveg
fyrirtak. Ég ætla að biðja þig að
ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi nýlega. Hann er reynd-
ar óskýr, en samt langar mig til
að fá ráðningu á honum: í
Ég var á gangi á götu í Reykja
vík, nánar tiltekið Laugavegi. Ég
var með strák, sem var fjarska
sorgmæddur. Ég hafði aldrei séð
hann fyrr. Hann var að leita að
kærustunni sinni, en hún vildi
ekkert hafa með hann að gera,
að því er hann sjálfur sagði. —
Hann var með trúlofunarhring.
Þegar við vorum að leita að
stelpunni, hitti ég eina af mín
um beztu vinkonum. Hann varð
strax hrifinn af henni og vildi
láta vel að henni, en hún vildi
hins vegar með engu móti þýð
ast hann.
Við gengum og gengum. Við
komum heim til hans, en þá
bregður svo undarlega við, að ég
og þessi ókunni strákur erum allt
í einu trúlofuð. Hann notaði sinn
gamla hring, en ég sneri einum
af mínum gullhringum við, svo
að hann leit út eins ig trúlofun-
arhrignur. Ég hugsaði með mér:
„Jæja, við erum bara trúlof-
uð! Og samt höfum við ekki
þekkzt nema í einn dag!“
En við vorum mjög ánægð og
hamingjusöm.
Ég vona, að þú getir ráðið
þennan draum fyrir mig, þótt
hann sé svolítið ógreinilegur.
Með fyrirfram þökk fyrir ráðn-
inguna.
S. B. (16 ára).
Þessi draumur ætti að tákna, að
þú muuir brátt mælast til eða fá
tilmæli um að bindast með hjóna-
band fvrir augum. En þar sem
bú ert ekki nema sextán ára, þá
er Hklegra, að draumurinn tákni
aðeins svolítið ástarævintýri, sem
gerist mjög óvænt.
Full tungl
Kæri draumaþáttur!
Draumurinn, sem mig langar
til að skýra frá, er mér minnis-
stæður, vegna þess hve skýr
hann var og fallegur.
Hann gerist á bernskuslóðum
mínum, en ég er fæddur og upp-
alinn í litlu þorpi á Vesturlandi.
Þótt ég sé kominn nokkuð til
ára minna nú, var ég ungur
drengur í draumi þessum, og
mér leið einstaklega vel. Það er
einmitt þessi tilfinning vellíðun-
ar og rósemi, sem ég hef ekki
getað gleymt, ásamt myndinni,
sem var bæði tilrík og falleg. Ég
stóð niðri við bryggju og var að
veiða. Við mér blasti fullt tungl,
bjart og skært, og horfði ég
heillaður á það, á meðan ég beið
eftir að fiskur kæmi á krókinn
minn.
Það gerðist ekkert fleira í þess-
um draumi, og ég hef verið að
velta því fyrir mér, hvort hann
geti staðið í sambandi við ferð-
ina miklu til tunglsins og sé eins
konar leifar af hugsunum mín-
um í vöku um blessað tunglið
og breytta afstöðu manna til
þess, eftir að fyrstu mennirnir
stigu fæti sínum á það.
Mig langar að fá að heyra,
hvert álit þitt er á þessu.
Með kærri kveðju og þökk.
Gamall þorpari.
Það sem gerir drauma svo dular-
fulla og skemmtilega er einmitt
sú staðreynd, að engum hefur
tekizt að komast til botns í þessu
imdarlega fyrirbæri mannssálar-
innar. Ein skýringin er á þá leið,
að draumar séu áframhaldandi
starfsemi hugans í svefni, og
þeir séu svona einkennilegir, af
því að hugurinn reiki stjórnlaust
og án nokkurrar viðmiðunar eða
leiðsögu. Þessi skýring er þó
ekki nema brot af sannleikanum
og engan veginn einhlít. En ekki
er ráðlegt að hætta sér lengra
út í hugleiðingar um eðli
drauma, heldur reyna að ráða
drauminn hór að framan sem
fyrirboða, samkvæmt þeirri fá-
tæklegu vitneskju, sem við er að
styðjast. Og þú þarft engu að
kvíða í þeim efnum. Að sjá bjart
tungl og fullt í draumi er yfir-
Ieitt talið vita á gleði, fé eða
góða framtíð. Hins vegar er
veiðimennska fyrir slæmu útliti
í fjármálum. Ætli draumurinn
tákni ekki, að þú eigir góð ár í
vændum og hamingjurík, þrátt
fyrir lítil efni.
Svar til S. K.
Þessi draumur táknar, að þú
munir fá ágæta og virðulega
stöðu á næstunni, — þrátt fyrir
þína litlu menntun.
8 VIKAN 45-tbl-