Vikan


Vikan - 06.11.1969, Side 9

Vikan - 06.11.1969, Side 9
Mer finnst jafnvel betra ait fliiga eiim Það er skelfilegt að eiga að koma átta dögum og hálfri milljón mílna á lítið blað. Eg sá margt sem mann- legt auga fær aldrei — eða í mjög fáum tilvikum — að sjá. En það dá- samlegasta sem ég hefi nokkru sinni séð var að sjá Örninn koma upp frá yfirborði tunglsins. Þá fyrst varð ég virkilega æstur, því þá, og ekki fyrr, var það greinilegt, að þeir höfðu náð settu marki. Þeir höfðu lent á tunglinu og komizt þaðan aftur heilir á húfi. Það var fallegur, bjartur og hress „mánadagur", ef það er hægt að segja að svoleiðis nokkuð sé til, og tunglið var hvorki uggvænlegt né ógnandi eins og það getur stundum Fyrstu mennirnir, sem stigu fæti á tunglið, Armstrong og Aldrin, hafa nú sagt sögu sína. Þá er röðin komin að þriðja tunglfaranum, Mike Collins, en hann átti ekki lítinn þátt í af- rekinu. Menn hafa mik- ið velt fyrir sér, hvort ekki hljóti að hafa verið þungbær andleg raun að vera svo einn og langt frá mannabyggð jafn lengi og hann gerði. En hann svarar því neitandi og segist alls ekki hafa verið ein- mana. verið í lítilli birtu. Þennan dag var mikil birta og tunglið virtist vera góður og ánægjulegur staður. Það voru einnig hamingju-blandnar að- stæður sem þetta var í sambandi við, því þarna kom mánaferjan, stækkaði í sífellu, bjartari, glansaði æ meir og smellti sér einmitt þar sem hún átti að vera. Allt það sem við höfðum búizt við að yrði svo flókið í sambandi við „stefnumótið" var um garð gengið, og nú var bara að leysa landfestar og fara heim. Talvan hafði vitaskuld veitt mér stöðugar upplýsingar um að allt gengi vel, en það eru heldur óper- sónuleg skilboð. Það er ekkert sem jafnast á við það að geta horft út um gluggann og séð Örninn koma svífandi, rétt eins og hann væri járnbrautarvagn á spori. Samsetning mánaferjunnar við geimskipið byrjar er þau mætast og ganga saman eins og skrúfa í ró. Þá er þeim haldið saman af þrem örsmáum klinkum; það er eins og þessum tveim risa-tækjum sé haldið saman af bréfaklemmum. Örninn vegur t.d. 2 tonn og Kólumbía 12, svo þetta er mjög áhættusamt. Til að allt fari rétt fram, kveikir maður á lítilli aflvél sem setur af stað nokk- urskonar drullusokk — sem hrein- lega sýgur geimfarið og mánaferj- una hvort að öðru. A því stigi máls- ins kviknar sjálfvirkt á 12 klinkum í viðbót, og þá er allt rígfast. Eftir þessa eldraun er allt öruggt. í sama bili og ég kveikti á afl- vélinni fór allt að hristast og skjálfa — sem það átti alls ekki að gera. Svona gekk það í einar átta eða tíu sekúndur, og ég var farinn að halda að Örninn og Kólumbía hefðu ekki náð saman á réttan hátt og ég þyrfti að gera þetta allt saman aftur. Mér hefur verið sagt að ég hafi tautað: „Hver djöfullinn er nú á seyði?" Ég minnist þess ekki, en ef það er til á spólu get ég sennilega ekki þrætt fyrir það. En hvernig sem það nú var, tók ég til óspilltra málanna við að reyna að rétta skekkjuna af. Það sama gerði Neil í Erninum, og í samein- ingu tókst okkur að fá tækin tvö til að mætast á hárnákvæman hátt. Við héldum niðri í okkur andanum þar til við heyrðum háan smell, sem var til vitnis um að klinkurnar 12 hefðu náð saman og að allt væri í lagi. Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að hreinsa „göngin" á milli Kól- umbíu og Arnarins af ýmiskonar tækjum og dóti sem var ekki nauð- synlegt lengur. Síðan sveif ég á móti þeim til að heilsa upp á þá. Ég sá þá strax báða, og nú finnst mér það hræðilegt, en ég get ekki munað hvor þeirra það var sem fór með mér á undan aftur í geimfarið sjálft. Það sem ég man er, að ég hitti þá báða í einu í göngunum, eða belgnum, þar tókumst við í hendur, mjög þétt oog innilega — og meira var ekki um kveðjur. Ég var ánægð- ur að sjá þá aftur, og þeir létu eins og þeim þætti gaman að vera komn- ir „heim". Síðan réttu þeir mér kass- ana með tunglgrjótinu og ég hand- lék þá rétt eins og þeir væru barma- fullir af dýrmætum demöntum — sem þeir voru í vissum skilningi. Ferðin í heild var dásamleg. Ég var töluvert hissa á sjálfu eldflaug- arfluginu með Satúrnus V., — það var ekki glæfralegt nema í ca. 15 sekúndur. Satúrnus-flaugar eru eins og fólk, reikna ég með, engar tvær é Mikc Collins, gcimfarinn scm flaug Kolumbíu umhverfis tunglið, á mcðan féiagar hans spókuðu sig á mána- grund.. Myndin er tekin á helmill hans í Tcxas. Hann cr enn með yfir- skeggið, sem hann lét sér vaxa í tunglferðinnl. 45. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.