Vikan - 06.11.1969, Side 15
HANN
SKULDAR
MOSKVU
1200
DOLLARA
Bob Hope var ekki að reyna að pretta
Rússana, þegar hann fiúði frá
Moskvu, hann skildi handritahöfunda
sína eftir í pant.
Fyrsta tilvonandi tengdamóðir hans
sagði að hann yrði aldrei að manni.
Nú á hann 500 milljónir dollara, og
hefur fengið heiðursmerki frá þrem
forsetum........
Ein af fyrstu stúlkun-
um, sem varð meðleik-
ari Bobs Hope, var ná-
granni hans, Mildred
Rosenquist að nafni. —
Síðar sagði hann svo frá
því:
— Við unnum okkur
inn sjö til átta dollara,
og við skiptum því jafnt
á milli okkar. Mildred,
sem nú er húsmóðir í
Californiu mótmælir
þessu harðlega: — Bob
sagði að við værum að
leika í góðgerðarskyni,
en hann hirti peningana
sjálfur. Þau voru trú-
lofuð í nokkur ár, en
svo sagði Mildred hon-
um upp. Móðir hennar
sagði við hana: — Þú
skalt ekki giftast hon-
um, hann verður aldrei
að manni.
Sjaldan hefur nokk-
urri manneskju skjátl-
azt svo hrapallega. Hinn
66 ára gamli skopleik-
ari á nú meira en 500
milljónir dollara; hann
er vinur stórpólitíkusa
og ríkisstjórnamanna,
auðkýfinga og frægra
íþróttamanna. Þótt hann
dragi þetta fræga fólk
sundur og saman í háði,
á sjónvarpsskerminum
og í samkvæmum, þá
móðgast það ekki; það
þykir mesti heiður að
vera milli tannanna á
Bob Hope. Og þótt hann
hafi ekki séð fólk snúa
sér við á götunum
í Moskvu („Var
það vegna þess að
myndirnar mínar hafa
ekki verið sýndar þar,
eða kannski einmitt
vegna þess að þær hafa
verið sýndar?“) þá hlær
allur hinn vestræni
heimur að honum, allt
frá sjómönnum í Japan,
til Samanna í Kauto-
keino. En hann er ekki
eingöngu dáður sem
skopleikari, miklu frem-
ur sem maðurinn með
stóra, góða hjartað.
— Þegar hann rólar
um meðal áhorfenda,
bjartur á svip og stöð-
ugt brosandi, þá er eins
og Ijósaflóð tendrist í
löngum gangi, segir vin-
kona hans, Marion Pike.
— Fólkið sér ekki ein-
göngu manninn sem
kom þeim til að hlæja,
heldur líka manninn,
sem án stóryrða og
sleikjuháttar er orðinn
þjóðarhetja. . . .
Á heimili hans í Holly-
wood er herbergi, þar
sem hann geymir þær
750 orður og heiðurs-
merki, sem hann hefur
fengið, heiðursmerki,
sem Nobelsverðlauna-
hafar gætu öfundað
hann af. Meðal þeirra
er heiðursmerki sem
hann hefur fengið frá
þrem forsetum Banda-
ríkjanna: Eisenhover
(„Eg þekkti hann þeg-
ar hann var hershöfð-
ingi, þá var það hann
sem réði“); John F.
Kennedy („Ég hitti
hann þegar hann var
ungur og glaðvær sjó-
liðsforingi, en þá þurfti
hann aðeins að berjast
við óvinina“) og Lynd-
on B. Johnson. Kenne-
dy sæmdi hann gull-
merki fyrir að vera
„bezti góðgerðar-am-
bassadör Ameríku" („Ég
varð hugsandi út af því,
14 VIICAN 45- »i.
að ég fékk orðuna fyrir
að ferðast um heiminn.
Gat það verið að forset-
inn væri að draga dár
að mér?“).
Bob Hope, sem heitir
fullu nafni Leslie Town-
es Hope, hefur sannar-
lega náð langt. Hann er
fæddur í Eltham, einni
af útborgum London,
árið 1903. Faðir hans
var steinsmiður, sem
flutti með fjölskyldu
sína til Cleveland í
Bandaríkjunum árið
sem Bob varð fjögurra
ára.
Um hríð leit út fyrir
að drengurinn lenti á
glapstigum. Hann og
vinir hans voru upp-
reisnargjarnir, með alls
konar óeirðir á götum
úti, héngu á billjard-
stofum, stunduðu jafn-
vel smáhnupl. En Bob
sá að sér og gerðist
blaðasali; sjálfur olíu-
konungurinn, John D.
Rockefeller, var einn af
viðskiptavinum hans.
Einkabílstjórinn kom
með Rockefeller á
hverjum morgni til að
kaupa blað af drengn-
um fyrir 2 cent. Einn
daginn var ausandi
rigning og gamli mað-
urinn fékk Bob tíu cent.
Bob gat ekki skipt og
hann bauð Rockefeller
að vera í viðskiptareikn-
ingi hjá sér. — Hann
vildi ekki heyra slíkt
nefnt á nafn, sagði Bob
Hope, — svo ég varð að
hlaupa langa leið til að
skipta: „Mundu það,
drengur minn, að borga
alltaf út í hönd,“ sagði
gamli maðurinn, og svo
ók hann af stað.
Hope reyndi sitt af
hverju. Eitt sinn var
hann blaðamaður, og
svo boxari. („Þannig
lærði ég að dansa vals“).
Það getur verið að þetta
hafi orðið til þess að
hann fór að snúa sér að
skemmtistarfseminni.
Hann fékk einu sinni
verðlaun fyrir að hafa
eftir Chaplin, og úr því
fór hann að fá smáhlut-
verk í skemmtiþáttum,
þar á meðal einu, þar
sem síamstvíburar
voru meðleikarar hans.
Það var ekki fyrr en
hann var orðinn þrítug-
ur að hann var búinn
að koma sér niður á
sinn eigin stíl, og tróð
upp með öðrum byrj-
anda á sviðinu, Bing
Crosby.
Ári síðar fór hann í
næturklúbb með vini
sínum. Þar kynntist
hann Dolores Reade. —
Hann bauð henni að sjá
skemmtiatriði þeirra fé-
laga, og ári síðar giftu
þau sig. Það varð upp-
hafið af framúrskar-
andi hamingjusömu
hjónabandi, meðal fóiks,
sem álítur það jafn ein-
falt að skilja og að gifta
sig. Þau eiga fjögur
börn, Lindu, Tony, Noru
og Kelly, og hann er
frábær heimilisfaðir,
þótt hann sé á stöðug-
um ferðalögum. Linda
sagði einu sinni. — Ég
var orðin tólf ára, þeg-
ar ég komst að því að
hann var ekki atvinnu-
flugmaður!
Fjórum árum eftir
brúðkaupið fékk hann
fyrsta kvikmyndahlut-
verk sitt, og þá byrjaði
samstarfið við Bing
Crosby fyrir alvöru. —
Það var í kvikmyndinni
„Leiðin til Singapore“,
sem var sú fyrsta af sjö
í kvikmyndaflokki, sem
gaf yfir 50 milljónir
dollara í arð.
I tómstundum sínum
leikur Hope golf. Um
það segir hann í bók
sinni „Ég skulda Rúss-
um 1200 dollara": —
Bretar eru frábærir
sportmenn. Brezku golf-
leikararnir, sem við lék-
um við voru líka mjög
heiðarlegir. Þeir skrif-
uðu hjá sér hvert ein-
asta högg, og reyndu
aldrei að hafa rangt
Framhald á bls. 30.
45. tbi. VIKAN 15