Vikan


Vikan - 06.11.1969, Page 16

Vikan - 06.11.1969, Page 16
i ÚRDRÁTTUR ÚR SKÁLDSÖGU EFTIR THOMAS HARDY Batsheba Everdene er valdasjúk og mjög hé- gómaleg, en hún þráir líka að vera elskuð. - Húngenguríaugu karl- mannanna, sem láta eftir duttlungum henn- ar, að Gabriel einum undanteknum.... Fjarri heimsins g Batsheba leit í kringum sig, skelf- ingu lostin yfir óreglunni og óhrein- indunum á skrifstofunni. Hér hafði föðurbróðir hennar fært búreikn- ingana, þangað til hann lagðist banaleguna. Nú var þykkt ryklag yfir öllu. Pennyway ráðsmaður hafði ekkert skeytt um að koma þessari óreglu í lag, þvert á móti; það hentaði honum vel að reikn- ingarnir væru í óreglu og bók- færslan ekki sem nákvæmust. — Drottinn minnl Hvílík óreiðal Ég veit ekki hvort ég kem þessu nokkurn tíma í lag, sagði Batsheba með uppgjafar svip. — Auðvitað ungfrú, þetta verður allt í lagi innan skamms, sagði Liddy vingjarnlega. Hún var á sama aldri og Batsheba, en hún var ekki haldin þeirri óslökkvandi frelsis- þrá, sem var svo rík í matmóður hennar, enda hefði það lítið þýtt. — Já, það skal allt komast í lag, sagði Batsheba. Þjónustustúlkan Mary-Ann, sem sat fyrir framan kolaofninn og brenndi gömlum bréfum, kom auga á Valentínkort. — En hvað þetta er fallegt kort, sagði hún. — Þér ættuð að senda einhverjum herra kortið, það er sama sem bónorð. Batsheba leit á kortið, það var skreytt blómum og blómsveigum. — Ég held ég sendi það til dóttur- sonar hennar frú Coggan, börn hafa gaman að svona fallegum kortum, sagði hún. Liddy hlustaði ekki á þær. Hún hafði heyrt hófadyn fyrir utan og þrýsti nú andlitinu að rúðunni, til að sjá betur. — Þetta er nú meiri frekj- an, að koma ríðandi upp að dyr- um, tautaði hún. Batsheba, sem var svo viðkvæm fyrir virðingu sinni var strax á verði. — Ef þessi herra vill tala við mig, þá er ég ekki viðlátin, sagði hún. — Hann hefði átt að stiga af baki við hliðið, það gera allir háttvísir menn, sem koma í heimsókn. En hver er þetta annars? Hún stillti sér upp fyrir aftan Liddy við gluggann, en hún sá ekki annað en breiðar axlir og sterk- lega hönd, sem barði á eikardyrn- ar, með silfurskeftinu á svipunni sinni. — Þetta er herra Boldwood, óð- alsbóndinn! hvíslaði Liddy með lotningarfullri rödd. Batsheba hafði heyrt um hann getið. En hann gat ekki leyft sér að koma ríðandi upp að dyrunum, rétt eins og hann væri húsbóndinn sjálfur. — Hversvegna fer enginn til dyra? spurði hún óróleg. — Hvar er Fanny? Hann getur riðið burt aftur. — Ég veit ekki hvar Fanny er, svaraði Liddy viðutan og þrýsti nefinu fastar að rúðunni. — Hún fór burt í morgun, án þess að segja nokkurt orð. Viljið þér tala við hann, ungfrú? — Nei, auðvitað ekki. En ef eng- inn fer til dyra, þá veit hann það ekki. Batsheba varð blóðrjóð í kinn- um. Svo heyrði hún að frú Coggan fór til dyra. — Er ungfrú Everdene heima? — Ég skal athuga það, herra. Hann hafði djúpa og þægilega rödd. Batsheba gerði tilraun til að slétta úr hárinu, en það var til- gangslaust. Hún var ekki þannig klædd að hún gæti tekið á móti herramanni sem herra Boldwood. Frú Coggan kom upp á stiga- pallinn og leit spyrjandi á Batshebu, sem hristi höfuðið, svo gamla konan fór aftur niður. — Mér þykir það leitt, herra, en ungfrúin er að hreinsa til á skrif- 16 VIKAN 45-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.