Vikan


Vikan - 06.11.1969, Side 23

Vikan - 06.11.1969, Side 23
Það er mjög mikið atriSi að skórnir fari vel við síðbuxurnar, fyrir mismunandi vaxtarlag. Skálínan merkirþað ranga. 014 sanimerkt við alla skóna er að þeir mega ekki vera með háum hælum. Hér er gott samræmi í buxum og síðtreyju. Hálsklúturinn og axlartaskan fara líka vel við dragtina. Peysan og buxurnar eru fallegar, sitt i hvoru lagi. Taskan passar heldur ekki við þessi föl. Helga Gísladóttir, afgreiðslustúlka: Jú, mér finnst þetta ákaflega fallegur klæðnað- ur, og ég hef trú á að þetta eigi eftir að ná meiri vin- sældum og útbreiðslu. Sjálf á ég ekki buxnakjól eða neitt af því tagi, en ég gæti mjög vel hugsað mér að eignast það. Guðrún Kristinsd., Kennaraskóla- nemi: Fyrir konur upp að 25 ára aldri er þetta mjög fallegur klæðnaður. Ég á svona sjálf og finnst þa'ð bæði þægilegt og glæsi- legt. Já, ég myndi fara í buxnakjól á frumsýningu í leikhúsi. HVERT ER ÁLIT ÞITT Á TÍZKUNNI SEM SAMKVÆM- ISKLÆÐNAÐAR Sigríður Eyjólfsd., húsmóðir: Prjónuð buxnadragt úr sprengdu, grófu garni. Hún er í þrennu lagi; buxur, peysa og trefill með kögri. Ef ég á að segja eins og er, þá finnst mér þetta ekki fallegt. Ég á dóttur sem er á þeim aldri að langa til að fá sér buxnakjól, en ég er heldur á móti því, og sjálfri dytti mér aldrei í hug að ganga í þessu. Hitt er annað mál að ég hef trú á að þetta gangi í 2—3 ár í viðbót en þá hlýtur að koma eitthvað kvenlegra. Þetta fer ekki vel saman. 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.