Vikan - 06.11.1969, Page 31
— En Bob, ég missti hann í
snjóinn! kjökraði hún.
— Þá verðurðu að gefa hann
á bátinn, það fer enginn, með
vit í kollinum út í þetta veður
til að leita að einum eyrnalokki,
hér norður undir Norðurpólnum!
Nokkru síðar sá hann ljósi
bregða fyrir utan við gluggann,
þar voru þá komnir um þúsund
hermenn með vasaljós, til að
leita að demantinum hennar. -—-
Maður skyldi aldrei gera lítið úr
áhrifavaldi kvenna.
Jayne fann iokkinn síðar, hún
var með tvo í hægri eyrnasnepli.
Zsa Zsa Gabor fór oft með
honum. Hún var stórlynd kona,
og mjög liðug um málbeinið.
Eitt sinn, er þau voru með
skemmtiþátt við Karabiska haf-
ið, máttu hermennirnir leggja
fyrir hana spurningar, og hún
átti að svara. Hér fara á eftir
nokkrar spurningar og svör:
Spurning: — Hvort er mikil-
vægara, ást eða auðæfi?
Zsa Zsa: — Ástin, peningar
eru einskis nýtir að næturlagi.
Spurning: — Hvað finnst yð-
ur um stórar fjölskyldur?
Zsa Zsa: — Ég er þeim mjög
hlynnt. Hver kona ætti að eiga
að minnsta kosti þrjá eiginmenn.
Spurning: —• Drekkið þér,
reykið, eða gerið eitthvað ann-
að?
— Zsa Zsa: — Eg hvorki reyki
eða drekk.
Spurning': — Ilverjum ætlið
þér að giftast næst?
Zsa Zsa: — Þú spyrð eins og
móðir mín. É’g dái karlmenn sem
elska fegurðina í lífinu, — dem-
anta, perlur, fína loðfeldi og
mig!
— Þannig gæti ég haldið
áfram í það óendanlega, seg-
ir Bob Hope, — en þið vitið að
Zsa Zsa þolir ekki auglýsinga-
starfsemi.
Síðasta kvikmynd Bobs Hope
er líka tekin við Karabiska haf-
ið. Hún heitir „Lífsbjörg í hverj-
um dropa“ og eru atburðirnir
látnir gerast í síðari heimsstyrj-
öld. Yfirliðþjálfinn Dan 0‘ Farr-
ell (Bob Hope) ræður yfir lítilli
sveit setuliða, sem eiga að verja
litla eyju í Kyrrahafinu. Allir
hlakka þeir mikið til verunnar
á þessari paradísareyju, en það
verður stutt í sælunni, því að
japanskur kafbátur skýtur nið-
ur birgðaskip, sem á að færa
þeim vistir, meðal annars tölu-
vert magn af bjór.
Hermennirnir verða niður-
dregnir yfir þessu, svo 0‘Farrell
biður flotamálaráðuneytið að
senda nokkrar snotrar hjúkrun-
arkonur til að hressa upp á
mannskapinn. Með því að fylgj-
ast með hafstraumum reiknaði
hann út að ölið, sem hafði sokk-
ið með skipinu, hlaut að reka
einhvers staðar að landi, og eft-
ir töluverða leit, finnur hann
fleiri þúsund dósir í lítilli vík.
Þess utan er hann svo heppinn
að finna lítinn, japanskan
tundurspilli, sem hafði strandað
þar í grenndinni. Þeir geta lapp-
að upp á bátinn og nota hann
svo til bjórflutninga.
Það glaðnar nú yfir setulið-
inu, ekki sízt þegar tvær fegurð-
ardísir (Gina Lollobrigida og
Mylene Demongeot), koma til
herbúðanna. En Adam var ekki
lengi í Paradís; yfirmenn, sann-
arlega ekki velkomnir, tilkynna
komu sína til eyjarinnar, og þá
verða góð ráð dýr.. . .
„Lífsbjörg í hverjum dropa“
er 53. kvikmynd Bobs Hope, og
hernaðarmálaráðuneyti Banda-
ríkjanna, lánaði honum margar
litkvikmyndir frá síðari heims-
styrjöld, kvikmyndir sem aldrei
hafa verið sýndar almenningi áð-
ur. Það hafa þeir eflaust gert,
til að launa honum fyrir starf
hans meðal hermannanna.
Þegar Bob Hope sótti um vega-
bréfsáritun til Rússlands, til að
taka upp sjónvarpsþætti, var
hann spurður: — Hvers vegna
ferðastu svona mikið? Hann
svaraði: — Það er öruggara,
þegar á það er litið hvers konar
skemmtiþættir þetta eru.
Hann þurfti að bíða lengi eft-
ir árituninni. •—• Ég skil þetta
ekki, og ég sem afþakkaði tvo
keisara sem meðmælendur. Þeir
eru kannski fúlir yfir því sem ég
skrifaði um starf mitt, þegar ég
fyllti út dálkinn um atvinnu. Eg
skrifaði „leikari“. Það getur líka
verið að þetta sé bragð, þegar
vegabréfið tekur gildi, þá verð
ég búinn að gleyma öllum brönd-
urunum mínum.
Fyrstu vikuna hafði sendiráð-
ið ekki heyrt neitt. Aðra vikuna
gátu þeir engu lofað. Þriðju vik-
una kom sama svar og fyrstu
vikuna. í fjórðu vikunni hvarf
maðurinn, sem Hope hafði talað
við í upphafi, og því var haldið
fram að hann hefði aldrei verið
í sendiráðinu.
Loksins komst hann þó upp í
flugvél frá Kastrup til Moskva,
með handritin í tösku, sem hann
hafði bundna við úlnliðinn. 15
svartklæddir farþegar voru fyrir
í vélinni. Þeir voru allir eins,
litu allir út eins og Erich von
Stroheim.
Koman til Moskvu var furðu-
leg. Hann steig út úr flugvél-
inni, með sitt breiðasta bros á
vörum, til heiðurs fyrir blaða-
ljósmyndara. Það var enginn á
flugvellinum ....
Meðan hann var að fylla út
tollskýrsluna, kom lögregluþjónn
til hans. Hann var í gljáandi,
svörtum reiðstígvélum, og það
brakaði mikið í sólunum. Þetta
voru einustu stereo-tónarnir, sem
hann heyrði í Rússlandi.
Hope bjó á Hótel Ukraina, sem
var fullbyggt árið 1957, og leit
út eins og japönsk eftirlíking af
Waldorf Astoria. Lyftan var gerð
fyrir fólkið, og það reyndi að
nota hana, allt í einu. . . .
Hope gat aldrei komizt að því
hvort hljóðnemar voru settir í
herbergi hans og fylgdarliðsins,
en til öryggis barði hann á vegg-
ina, í hvert sinn þegar hann kom
inn og æpti: — Þetta er æfing,
einn, tveir, þrír. Heyrið þið til
mín?
Fyrsta könnunarferðin lá til
Rauða torgsins. — Hjarta
Moskvu, ef hún hefur þá hjarta.
Við suðurenda torgsins stendur
dómkirkja Heilags Basils, með
níu laukkúplum, — það er svar
Rússlands við Disneylandi....
Vinur hans hafði beðið hann
að kaupa fyrir sig rússneska loð-
húfu. Hann gekk yfir Rauða
torgið, að vöruhúsinu GUM, en
þá var honum sagt að þetta væru
ekki loðhúfur, sem karlmennirn-
ir væru með á höfðinu, heldur
létu þeir klippa hár sitt á þenn-
an hátt.
Og þegar Hope er spurður um
hvort Rússar séu ástríðufullir,
þá svarar hann: — f nyrtivöru-
deildinni voru á boðstólum ilm-
vötn, með æsandi nöfnum eins
og ,,Moskva“ eða „Kreml“; og í
staðinn fyrir „My Sin“ höfðu
þeir ..Hvað á ég að játa?“
Og ef þú vilt koma þér vel
hjá rússneskum stúlkum, þá er
mjög hagstætt að senda þeim
konfektkassa, þeir eru allir með
myndum af orkuverum á lokinu.
Hann fékk lánaðan sal í ame-
ríska sendiráðinu i Moskva, til
að kvikmynda sjónvarpsþáttinn,
en tæknimenn, sviðsbúnað og
rússneska leikara, lét Sovexport
film honum í té. — Hann var
ekki hrifinn af rússneska sjón-
varpinu. — Það er ennþá í barna-
skónum, þeir hafa ekki ennþá
rekið einn einasta skopleikara.
Þeir nota ekki heldur auglýsing-
ar; þess í stað eru haldnir fyrir-
lestrar um körfugerð, landbúnað
og játanir. Það bezta er spenn-
andi skákkeppni frá Omsk. . . .
Svo kemur að skuggalegasta
þætti frásögunnar: peningamál-
unum.
— Herra Davydov, sagði Hope,
biðjandi. — Þetta er fræðslu-
mynd, og mjög mikil auglýsing
fyrir Rússland.
•— Mr. Hope, svaraði fram-
kvæmdastjóri Sovexport Film,
— vinátta er vinátta, en pening-
ar eru allt annað. Mér er sagt
að þér séuð mjögi fjársterkur
maður.
— Þegar við höfum greitt
skattana, erum við allir fátækir,
sagði Hope.
Félagi Hope, svaraði fram-
kvæmdastjórinn í meðaumkunar-
rómi og tók í höndina á Hope,
sem svo sá reikning, þegar hann
leit í lófa sinn.
Þetta endaði með því að Bob
Hope skuldaði 1200 dollara. Á
hinn bóginn glataði hann fleiri
filmuspólum. Ef hann fær þær,
ætlar hann að borga, en ekki
með peningum, heldur með
gjafakortum fyrir máltíðum í
klúbbnum sínum.
Tveir handritahöfundar hans
fylgdu honum á flugvöllinn í
Moskvu.
— Hvað sem ykkur dettur í
hug að gera, þá komið ekki
heim án þess að fá filmurnar,
sagði Hope. Það átti nefnilega
að framkalla þær þar.
— En ef við fáum þær ekki,
hve lengi eigum við þá að bíða?
— Þið komið einfaldlega ekki
heim án þeirra.
Þeir horfðu á hann með undr-
unarsvin. svo saeði annar: —• Eg
hefði aldrei trúað að þú værir
það harður að fórna mannslífum
fyrir sjónvarpsþátt.
Jæia, þá vitið þið bað nú,
sagði Hope. skuegalegur á svíd-
inn, og flýtti sér upp í flugvél-
ina.
En komu þeir svo heim?
— Það hafa þeir eflaust gert,
einhver hlýtur að hafa skrifað
bókina mína, segir Bob Hope....
☆
45. tbi. VIKAN 31