Vikan


Vikan - 06.11.1969, Síða 36

Vikan - 06.11.1969, Síða 36
/ r RCA VlCTOR i s i e m V_________________________________________J Hin vinsælu RCA sjónvarpstæki fyrirliggjandi í mörgum gerðum. THE TRIBUNE 33' LOWBOY MODEL NO. TCX4SBTT 2ja ára ábyrgð. Allar nánari upplýsingar veitir RCA-umboðið. KATHREIN sjónvarpsloftnet fyrir flestar rásir fyrirliggjandi. — Ennfremur sjáum við um uppsetningu á loftnetskerfum fyrir fjölbýlishús. GEORG AMUNDASON 8 Co Suðurlandsbraut 10. - Símar 81180 og 35277. ^_______________________________________________} SOGUSAFN HUCHCOCKS 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR Fæst á næsta sölustað. HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33 PÓSTHÖLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVÍK v______________________________________/ Kvöld með Tómasi Framhald af bls. 13 — Takk, sagði hún, og fór með honum inn. Og stjörnurnar voru eins og snjóflyksur. Ef þær féllu niður á jörðina myndu þær örugg- lega bráðna, það var hún viss um. Jörðin var ekki góður verustaður fyrir stjörnur. Og raunin varð sú að hann hringdi, tveim vikum síðar, og hún var eiginlega alveg búin að gleyma honum. — Sæl vertu, þetta er Tómas. — Tómas, hugsaði hún, drottinn minn, hvaða Tómas? Ó, það hlaut að vera hann sem hún hitti f sam- kvæminu hjá Lenu. Fölleiti, langi náunginn, sem var eiginlega eins og úr sér vaxin dvergfura. — Sæll vertu, sagði hún. — Hvernig Ifður þér? — Þakka þér fyrir, ágætlega. — Hvað hefurðu fyrir stafni? — Ég er að hita upp súpu úr dós. Sveppasúpu, sagði hún stríðn- islega, því hún vissi vel hvað hann átti við. — Hvað ætlarðu að gera í kvöld? átti ég við. Viltu koma með mér í bfó? Hún var með dagblað fyrir fram- an sig, og sá að það var ekkert bitastætt í sjónvarpinu. — Því ekki það? sagði hún svo. — Hefurðu séð „Funny Girl"? — Nei. — Hún er núna í Astoria. Eigum við að hittast þar? Kortér fyrir sjö? — Agætt, sagði hún. Þegar hún lagði símann á, var hún myrk og bitur á svipinn. Hve lenai átti hún að sinna slíku? hugs- aði hún. Þetta var allt svo tilgangs- laust. Ef hann kyssir mig aftur, þá býð- ur mér við honum. Ef hann fer að tala um stjörnur og nýtt tungl, þá fæ ég gæsahúð. Og ef hann vill koma með mér upp og skoða myndirnar mínar, þá rek ég hann f gegn með eldhúshnffnum. Hún gat reyndar ekki annað en hlegið að sjálfri sér, og þá datt henni nokkuð í hug. Því ekki að skemmta sjálfri sér til tilbreytingar. Hvernig væri að gefa dauðann og djöfulinn í allar háttbundnar venj- ur? Ætti hún ekki að gera eitthvað alveg óvenjulegt, og fá sér hress- andi hlátur á eftir. Hann stóð fyrir utan kvikmynda- húsið, þegar hún kom. Hann var uppáklæddur, f hvítri skyrtu með blátt hálsbindi. Nýrakaður, með plásturspjötlu á vinstri kinninni. — Vatnskembdur. Hann leit út eins og eftirvænt- ingarfullur táningur á fyrsta stefnu- mótinu. En þannig höfðu þeir allir verið, sem hún hafði hitt áður. Og auðvitað hafði hann hugsað sér nokkurra klukkutíma skemmfun, síðan glas af víni heima hjá henni, og ef hann hugsaði sér eitthvað meira, þá var það bara betra, því betra tækifæri fékk hún. — Halló, sagði hann, — en hvað þú lítur Ijómandi út. Hún Ijómaði í framan. Hún hafði nefnilega ekkert gert til að líta vel út, hafði ekki einu sinni borið á sig varalit, og hún vissi að hún hlaut að líta hræðilega út. Hún hafði líka séð á honum að hann var svolítið vonsvikinn. — Finnst þér það? sagði hún, og háðið sauð í henni. — Eigum við að koma inn? sagði hann. — Ég er búinn að ná í miðana. — A ég að segja þér eitt, sagði hún, — mig langar eiginlega ekki til að sjá þessa mynd. Eigum við ekki heldur að fá okkur hressandi göngu, og koma svo heim til mín og drekka glas af víni? Hann Ijómaði upp. — Viltu það, sagði hann glaðlega. — Bíddu and- artak, ég ætla að reyna að losna við miðana. Hún sá að hann talaði við stúlk- una í miðasölunni. Þegar hann kom aftur, lagði hann sigurglaður hand- legginn um axlir hennar, og hún hló með sjálfri sér. — Hvert vill ungfrúin þá halda? — í dýragarðinn, sagði hún. — Dýragarðurinn er svo dásamlegur um þetta leyti árs. — En það er svo kalt, sagði hann. — En fagurt, sagði hún. — Svo hressandi. Hún leit á hann út undan sér. Hann var í þunnum frakka og ber- höfðaður. En þótt hún vildi vera í andstöðu við allt og alla, var ekki nauðsynlegt að ganga frá honum dauðum. — Er þér kalt? sagði hún. — Kalt? sagði hann. — Ur hverju ertu sköpuð? ís? Hún settist á bekk, sinnti því ekki einu sinni að strjúka burtu snjóinn. — Ég er bara þreytt, sagði hún. — Svo þreytt á öllum þessum kjánaskap. — Hvaða kjánaskap? — Þú skilur mig ekki, sagði hún. — Nei, það er heldur ekki hægt að ætlast til þess, ungfrú ísmoli. — Þú ert þá vonandi sjálfur með heitt blóð? Hverju hafðir þú búizt við. Notalegu kvikmyndahúsi, glasi af góðu víni og hlýju rúmi? — Þú ert kjáni, sagði hann. — Þú ert ótrúlega heimsk. En í tveim tilfellum hefur þú á réttu að standa. Ég klæddi mig til að fara í bíó, en ekki til að stunda vetraríþróttir. Og ég hafði hugsað mér að bjóða þér upp á bita einhvers staðar á eftir. Já, ég hafði jafnvel hugsað mér glas af víni. En þú skalt ekki ímynda þér að mig langi til að hátta hjá hvaða stúlku sem er. Hún fann fyrir heitum tárunum bak við augnlokin. Hann hafði þó að minnsta kosti svarað fyrir sig. Hún var þá aðeins stundargaman fyrir hann. Hann hafði verið ein- mana og langað f bíó. Og þegar til átti að taka, þá hafði sú sem hann ætlaði með, ekki getað komið, svo hann hafði hringt til hennar, eins og hún væri einhver venjulegur skemmtikraftur. 36 VIKAN 45-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.