Vikan


Vikan - 06.11.1969, Qupperneq 40

Vikan - 06.11.1969, Qupperneq 40
En eftir nokkurn tíma barst Ibsen til eyrna, að löndum hans fyndist veitingar og viðurgern- ingur allur með fátæklegasta móti á heimili þeirra hjóna. Þetta gerði það að verkum, að Ibsen lokaði dyrum heimilis síns þeg- ar í stað. Það er einkennilegt að hugsa til þess, að gagnrýni af þessu tagi hafa Ibsens-hjónin ætíð sætt af hendi Norðmanna. Jafnvel þegar þessar línur eru ritaðar, meira en fjörutíu árum eftir and- lát Ibsens, er farið niðrandi orð- um á prenti um matinn, sem frú Ibsen lagaði og ölið sem hún bruggaði. Þegar Sigurður gaf norska ríkinu innbú Ibsens, eftir að foreldrar hans voru látnir, þá fóru blöðin háðulegum orðum um smekk Ibsens. Hvað matnum viðkemur, þá verð ég að segja það, að ég hef hvergi bragðað betri mat en ein- mitt hjá frú Ibsen. Og mér geðj- aðist líka vel að ölinu hennar. En þó svo að mér hafi ekki gert það, þá hlaut hitt að skifta mestu máli, að Ibsen var sólginn i það. Þess vegna vildi hann ekki heyra því hallmælt. Og húsgögnin: Eins og Sigurður sagði eitt sinn: — Ég vissi ekki fyrr, að litið væri á föður minn sem húsgagna- sala, sem gagnrýna bæri fyrir vöruvalið. Ég hélt í fáfræði minni, að norska þjóðin liti á húsgögn Ibsens frá öðrum sjón- arhóli. Þeir munir, sem foreldrar mínir keyptu, voru ekki alltaf valdir eftir smekk þeirra, held- ur fjárhagslegri getu. Fólk virðist hafa yndi af að tala um smámuni, þegar stór- menni á í hlut. Ibsen gat aldrei látið þetta blaður sem vind um eyru þjóta. Honum geðjaðist ekki að hnýsni almennings í einkalíf hans, og sérstaklega ekki þessu eilífa og illgirnislega naggi um nízku hans og fátæklega lifnað- arhætti. Þess vegna dró hann sig meir og meir í hlé. Ég veit, að Sigurður leið önn fyrir hina stöðugu gagnrýni á foreldra hans, og hún átti mikinn þátt í að móta viðhorf hans til samlanda sinna. Ibsen hafði hlotið illa meðferð í Noregi, og þessar smástungur urðu sannarlega ekki til að blíðka hann né heldur fjölskyldu hans. Við vaxandi biturleika Ibsens er Sigurður alinn upp. Síðar öðlað- ist hann sína eigin reynslu í þess- um efnum. En í fyrsta skiptið, sem hann varð sjálfur vitni að smámunasemi og nánasarskap samlanda sinna, hefur ef til vill verið hjá gestunum í Múnchen. Það er andinn frá Trangvik, sem Ibsen talar um í leikriti sínu „Samfundets Stötter“, sem hann vinnur að um þessar mundir. Hins sama verða þau frú Ibsen og Sigurður vör hjá flestu fólki, sem þau hittu, er þau fóru í ferðalag til Bergen og Vestlands- ins sumarið 1877. Við sjáum það Kr VERÐUR * Æsandi, æsandi, ÆSANDI FÖGTJR med hártopp frá Boion Kl€ÓpAr|2A TÝSGÖTU 1. * lóstsendum greidsluskilmálar EINA TÍMARITIÐ SINNAR TEGUNDAR HÉR A LANDI Meðal efnis í októberheftinu má nefna greinarnar: Ertu nógu vel klæddur? Bourguiba: Washington NorSur-Afríku, Hi8 furðulega merkjakerfi villtra dýra, Nýr heimsmeistari í skák, Barnið elskar sjálft sig, Hið mikla oliuæði í Alaska, Evrópubúum fjölg- ar minnst, Nýtt tæki til að hindra árekstra flugvéla, Spámaður geimaldar. Bókin er síðari hluti hinnar ítarlegu frásagnar þess sögulega atburðar, er barni Lindbergs flugkappa var rænt. á bréfi, sem hún skrifar frá Bergen: „Allt fólkið hér er eins og skor- ið út úr nýja leikritinu þínu, Samfundets Stötter. Hér er það svo lifandi komið, að Sigurður furðar sig á því, að þá skulir vita þetta allt og geta lýst því svona vel . . . . “ Ibsen svarar bréfinu og segir að handritið að nýja leikritinu sé komið til útgefandans, og hann sé í óða önn að undirbúa ferð sína til Svíþjóðar, en þar var hann gerður að heiðursdoktor í Uppsölum. Hann endar bréfið á þessa leið: „Ég vona að þið dafnið vel þarna, en sýnið fyllstu varúð, gætu Sigurðar vel og peninganna þinna, — láttu þá ekki hafa neitt af þér . . . . “ Sá ótti sem Ibsen elur í brjósti um að eitthvað kunni að koma fyrir þau, kemur kannski enn þá betur í ljós í öðru bréfi til Sig- urðar. Þau eiga umfram allt að skemmta sér vel, en mega helzt ekki hafast neitt að, svo að ekki beri slys að höndum: „Sýndu mér nú, að þú getir verið varkár bæði til sjós og lands. Hin minnsta óvarkárni getur haft alvarlegar afleiðing- ar í för með sér Auðvitað máttu blanda geði við strákana í Bergen. En farðu ekki of mikið út á vatnið, og alls ekki í segl- bát . . . . “ f næsta bréfi eru áhyggjur Ib- sens enn meiri. Hann skrifar: „Farðu ekki í bað þarna, vatn- ið er svo kalt, þú gætir hæglega fengið krampa . . . . “ Og síðar í öðru bréfi:: „f næstum öllum norskum blöðum les ég daglega um slys, sem hafa orðið vegna gáleysis í meðferð á byssum. Þú verður að lofa mér því að vera ekkert að sniglast í kringum fólk, sem handleikur slík vopn. Ef slys ber að höndum verðið þið að senda mér skeyti tafarlaust . . . .“ Árið 1878 tók Sigurður stúd- entspróf við háskólann í Mun- chen. Hann var þá átján ára gamall. Henrik Ibsen skrifaði þá gömlum vini sínum, Lorentz Dietrichson prófessor, og sagði honum stoltur frá því, að Sig- urður hefði fengið ágætiseink- unn í öllum fögum. Honum hef- ur ugglaust fundizt þetta eins konar uppreisn fyrir sig, sem tók lélegt stúdentspróf eins og áður er sagt. Næstu ár á eftir stundaði Sig- urður nám í þjóðfélagsfræði og lögfræði ýmist í Róm eða Mún- chen, og foreldrar hans bjuggu ævinlega þar sem hann nam hverju sinni. Tuttugu ára gamall lauk Sig- urður kandídatsprófi í lögfræði frá háskólanum í Múnchen, og ætlun hans var að fara síðan til Noregs til frekara náms í lög- um. Henrik Ibsen hafði í huga að fylgja syni sínum til Krist- 40 VIKAN 45-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.