Vikan


Vikan - 06.11.1969, Side 43

Vikan - 06.11.1969, Side 43
ianlu og setjast nú endanlega að í heimalandi sínu eftir áratuga búsetu erlendis. En þessi áætlun fór út um þúfur. Stjórn háskól- ans neitaði að viðurkenna próf Sigurðar og úrskurðaði, að ef hann vildi innritast, yrði hann að hefja nám í lögum frá byrjun. Segja má, að þetta hafi verið réttlætanlegt samkvæmt ströng- ustu reglum skólans, en að margra dómi hefði háskólinn ekki sett ofan, þótt undanþága hefði verið veitt í þessu tilviki. Að minnsta kosti áleit Ibsen, að hér hefðu landar sínir enn einu sinni reynt að setja sér stólinn fyrir dyrnar. Og Sigurði var nú föðurlandið fjarlægara en nokkru sinni . . . . Þar sem háskólinn í Kristianíu neitaði að viðurkenna hin þýzku próf Sigurðar, ákvað hann að verja doktorsritgerð í Róm. Það gerði hann rúmum tveimur ár- um síðar, aðeins 23 ára gamall, og var yngsti doktor í lögum þar í borg. Stuttu síðar fékk Ibsen bréf frá föður mínum. Hann ætlaði að halda hátíðlegt 25 ára afmæli sitt sem skáld og bauð Henrik Ibsen að koma af því tilefni til Aule- stad. Svar Ibsens er að ýmsu leyti athyglisvert, og fer það hér á eftir: Tyrol, 4. ágúst 1882. Kæri Björnson: Þú getur rétt ímyndað þér, að það voru sannarlega gleðitíðindi, sem þú færðir mér, fyrst í skeyti og síðan í tveimur bréfum. Ástæðan til þess, að ég hef ekki svarað þér fyrr, er einfaldlega sú, að ég vonaði í lengstu lög, að mér auðnaðist að gera það munnlega. Því miður eru nú engar horfur á, að ég geti brugðið mér yfir til Noregs að þessu sinni. f fyrsta lagi gætum við ekki farið frá Róm, fyrr en Sigurður hefur lokið prófi sínu, og það gerist ekki fyrr en 4. júlí. í öðru lagi er ég önnum kafinn við að semja nýtt leikrit í fimm þáttum og vinn af kappi við að hreinrita það. Enda þótt ég fái vart með orðum lýst, hversu gjarnan ég vildi dveljast með þér 10. ágúst, þá veit ég að þú skilur að ég get ekki leyft mér að slá verkinu á frest. Ef ég gerði það, yrði leik- ritið hvorki prentað né sýnt á komandi vetri. Ég verð sem sagt að sætta mig við að missa af veizlunni. En þú getur verið viss um, að við mun- um halda daginn hátíðlegan hér eftir beztu getu og samgleðjast þér. Með aðstoð blaðanna hef ég fylgzt með þér og herferð þinni síðustu mánuði með mikilli eftir- væntingu. Frásagnirnar um þetta hafa orðið mér ærið umhugsunarefni. Ég hef fengið staðfestingu á svo ótalmörgu, sem mig grunaði varðandi þjóðfélagsafstöðuna heima. Hver spurningin af ann- arri hefur vaknað í huga mér: Er það til góðs, að stjórnmálabar- áttan skuli með öllu skyggja á hin þjóðfélagslegu viðfangsefni? Þetta hefur tvímælalaust verið reyndin í Noregi til þessa. Hin raunverulega þjóðfélagsvanda- mál hafa alls ekki komið fram hjá okkur. Og það eru einmitt þau, sem fyrst og fremst er fjall- að um alls staðar annars staðar í Evrópu. Um sjálfa pólitíkina kærir allur almenningur sig koll- óttan hér um slóðir til dæmis. Mitt persónulega sjónarmið í þessum efnum er deginum ljós- ara: Þegar um er að ræða fram- farir, þá álít ég brýnna að frelsa mennina en stofnanirnar. Og hvað er að segja um frelsi manna heima í Noregi? Það hefur þú sjálfur reynt bæði í Drammen og Laurvik. Ég veit mætavel, að þú getur ekki með nokkru móti litið þessi mál sömu augum og ég. Þú hefur ótvíræða hæfileika á sviði stjórn- mála og óslökkvandi löngun til að skipa þér þar í fremstu víg- línu. Ég hef hins vegar ekki einu sinni löngun til að vera norsk- ur ríkisborgari. Ég er með öllu sneyddur hæfileikum á þessu sviði. Af því leiðir, að það er jafn eðlilegt fyrir þig að taka að þér forustuhlutverk í stjórnmála- baráttunni, eins og það er sjálf- sagt fyrir mig að standa utan við hana. Þú mátt alls ekki halda, að ég sé blindur á gildi þátttöku þinn- ar í stjórnmálum. Mig varðar að sjálfsögðu mestu, að þú skulir berjast af heilum hug, og að bar- áttan skuli mótast af hinum sterka og stórbrotna persónuleika þínum. Það er í rauninni skáldskapur í framkvæmd. Verk þín eru í fremstu röð í bókmenntasögunni og munu ætíð verða það. En ef ég ætti að ákveða hvað letrað yrði á legstein þinn, þá mundi ég velja þessi orð: Líf hans var bezti skáldskapur hans. Einmitt þetta: Að þekkja sjálf- an sig í lífinu, er að mínum dómi það lengsta, sem nokkur maður getur náð. Þetta er verkefni, sem okkur ber öllum að leysa, en langflestir vanrækja það. Hér sit ég sem sagt og blaðra, skrifa samhengislaust og lítt tæmandi þankabrot. En ég vona að þú skiljir mig samt. Ætlunin var aðeins að færa þér þakklæti mitt fyrir umliðin 25 ár, og beztu óskir um það sem þú tekur þér fyrir hendur næstu 25 árin, hvort sem það kemur fram í því sem þú skrifar, eða því sem þú lifir. Kærar kveðjur! Lifðu heill! Og húrra fyrir 10. ágúst! þinn Henrik Ibsen. Ibsen hafði nú náð fullkomnun í þeirri tækni, sem hann skóp í 45. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.