Vikan - 06.11.1969, Page 47
EFTIR ELISABETH OGILVIE
Caroline Brewster var ung skrifstofustúlka og
orðin leið á lífinu og sjálfri sér. Ástamál hennar
höfðu farið út um þúfur, og hana langaði til að
skipta um umhverfi og hefja nýtt líf. Hún sá aug-
lýsingu í blaði, þar sem óskað var eftir stúlku til
að gæta barns í afskekktu húsi niður við strönd.
Hún fékk vinnuna og kunni vel við hana fyrst í
stað. En ekki leið á löngu, þar til hún tók eftir,
að sitthvað var undarlegt við þetta gamla hús og
þá sem þar bjuggu. Það var sannarlega ekki allt
með felldu. Fyrr en varir dregur til tíðinda í lífi
hennar . . . Þessi framhaldssaga er spennandi frá
upphafi til enda. Það verður enginn svikinn, sem
byrjar að fylgjast með henni.
Húsid med
jérnlilidunum
Hér sjáum við aðalpersónur s-ögunnar. Yzt til
vinstri er húsráðandinn, Rees Morgan, ungur
ekkjnmaður, sem missti konu sína í slysi. í sama
óhappi slasaðist einkasonur þeirra alverlega. Þá
kernur aðalpersónan og sú, |sem segir söguna,
Caroline Brewster. Hægra megin við hana er Et-
ix Aklenby. Þar fyrir aftan er litli, bæklaði dreng-
urinn, Tim, og aftast dularfulli þjónninn, Ro-
berts, sem alltaf er á hælunum á Caroline.
45. tbi. vikaN 47