Vikan


Vikan - 06.11.1969, Page 50

Vikan - 06.11.1969, Page 50
Lelkfang fyrlr alla ffölskylduna 216 spurningar 216 svör Svarið er rétt, þegar Ijósið kviknar. Heildsölubirgðir: Páll Sæmundsson Laugavegi 18 a — Símar 14202—14280 SÍIAK SÍBASf EILÍFÐARFARÞEGI Margur ítalskur járnbrautar- starfsmaðurinn fékk kökk í háls- inn þegar Saverio d’Ayala lézt nýlega í Torino, 93 ára að aldri. D'Ayala gekk undir nafninu ei- lífðarfarþeginn“ í síðastliðin 20 ár hafði hann nefnilega búið, et- ið og sofið í járnbrautarvögnum á Ítalíu meðan þeir skældust meira en 3 milljónir kílómetra um það kræklótta land. „Eilífðarþarþeginn“ er af vel efnaðri sikileyskri fjölskyldu; gerðist hann imgur diplomat, og varð síðar meðlimur í ítalska fulltrúaráðinu. Er fasistar náðu völdum flúði hann land, en kom aftur til ftalíu eftir stríðið. Þá var fjölskylda hans farin á haus- inn, en fulltrúaráðið veitti hon- um örlítinn styrk til að draga fram lífið og eins naut hann góðs af góðum vinum sínum Auk þessa átti hann sígildan járn- brautarfarmiða síðan hann var meðlimur þess ágæta fulltrúaráðs sjálfur, og er hann var 73 ára hóf hann undarlegan feril sem eilíf- ur farþegi með ítölskum járn- brautarlestum. Hann ferðaðist alltaf á fyrsta farrými, fór af á endastöð og beið eftir næstu lest. Eini farangur hans voru nærföt til skiptanna, tannbursti, rakvél og frímiðinn eilífi. Vinir hans, járnbrautarstarfsmennimir, sáu um að koma til hans pósti og öðru slíku — að ógleymdum ávísununum frá fulltrúaráðinu. VIET NAM MÓTMÆLI Á Memorial Day, sem haldinn er á hverju ári í Bandaríkjunum til heiðurs þeim Ameríkönum, sem hafa látið lífið í bardaga fjrrir föðurlandið, komu saman í ár hópur Bandaríkjamanna bú- settir í London, og mótmæltu stríðsrekstri Bandaríkjanna í Viet Nam. Á spjöldunum stend- ur: „Hve margra eigum við að minnast til viðbótar?" Á meðan sitja bandarískir diplomatar í París og Washington og leggja á ráðin .... PÁFINN OG LEIKFÖNGIN Á ráðstefnu sem nýlega var haldin með leikfangaframleið- umendum víðsvegar að úr Ev- rópu var birt áskorun frá Páli páfa 6., þess efnis, að leikföng með hernaðarlegu sniði gætu verið hættuleg börnum, þar eð hann teldi þau hafa mikið upp- eldislegt gildi. Olli áskorun páfa miklum umræðum, og að lokum var samþykkt ályktun þar sem haldið var fram hinu gagnstæða. ☆ SKILNAÐARFARALDUR í SOVÉT Komsomol, æskulýðssamband Sovétríkjanna, sem að sjálfsögðu er þrælbundið flokknum eins og annað þar í landi, hefur nú kraf- ist þess að fólk, sem hyggur á hjónaband, verði skyldað til að vera trúlofað í sex mánuði áður en það vippar sér í það heilaga. Ástæðan til þess er að hjóna- skilnuðum fer nú hraðfjölgandi í Sovét. Blað æskulýðssambands- ins segir til dæmis frá skötuhjú- um, sem gengu í hjónaband á laugardag en kröfðust skilnaðar á mánudag. LEIÐUR Á EGGJUM Frú Elfriede Walter, í Singen í Vestur-Þýzkalandi, gat ekki matreitt neitt annað en egg. Tví- tugur eiginmaður hennar, Júrg- en, fékk því soðin egg í morgun- verð, eggjahræru um hádegið, og spæld egg í kvöldmat. Að lokum gafst hann upp, og fór frá henni. Á afmælisdegi dóttur þeirra hjóna kom hann svo í heimsókn, og var boðið að borða með þeim. Sú máltíð endaði með því að Júrgen skaut konu sína. Máltíðin sem hún hafði framreitt, voru spæld egg. ☆ Tveggja hreyfla japönsk Beechcraft-flugvél, nauðlenti ný- lega í kartöflugarði í Osaka. Eng- in von var til að flugvélinni tæk- ist að hefja sig aftur til flugs af eigin rammleik, svo þyrla var fengin á staðinn og fór hún með relluna á næsta flugvöll. Það fylgir sögunni, að flutningur flugvélarinnar hafi aðeins tekið hálfa klukkustund. ☆ Hvers vegna svanurinn er með svona langan háls? Svo hann drukkni ekki, þótt það komi flóð. 50 VIKAN 45 tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.