Vikan


Vikan - 22.01.1970, Síða 4

Vikan - 22.01.1970, Síða 4
Betra er brotið hús en byggt með ósamþykki. íslenzkur málsháttur. SIÐAN SÍÐAST fólk í fréttunum Örstutt er síðan við kynntum Dustin Hoff- man í þessum dálkum og gátum þess að hann hefði leikið á móti Miu Farrow í myndinni John and Mary. I þeirri mynd eru nokkrar nektarsenur og hafa banda- rísk blöð ekki legið á liði sínu við að aug- lýsa það. En þá lýsti Mia því opinberlega yfir að hún hefði ekki komið nálægt því og því síður Dustin. Kvaðst Mia hafa krafizt þess áður en taka myndarinnar hófst að hún yrði ekki látin leika í neinum nektarsenum og var því lofað. En hún var ekki fyrr búin að sækja kaupið sitt í síðasta sinn, að lokinni töku, að par var fengið og látið sprella svolítið í rúmi; var þeim senum svo bætt inn í myndina. Mia hefur brugðizt hin versta við þessu og lýsti því yfir að héðan í frá ætlaði hún að hafa það skjalfest að engum senum yrði bætt inn í myndir sem hún hefur leikið í eftir að henni hefur verið þakkað fyrir komuna. Umtalaðasti blaðamaður Bandaríkjanna um þessar mundir er náungi að nafni Nicholas Von Hoffman. Ferill hans hófst á nokkuð sérstæðan hátt: Hann hringdi á skrifstofuna hjá Washington Post og kvaðst vilja verða frægur. Fyrst var hleg- ið að honum en svo fór Hoffman að senda inn greinar og nú er svo komið að hann hefur fengið passa frá Post og fer og kem- ur hvar sem honum sýnist. Sögur hans þykja góðar — flestar — og er hann óvæginn. Hann segir að sér komi allt við og kallar Nixon aldrei með nafni, heldur „Hvað hann aftur heitir“, „Hann þarna“, eða „the Great Kiwani". — Hann skrifaði mikla sögu um ránið á bandaríska sendiherran- um í Brazilíu og sagði að það hefði verið „... einstakt tækifæri fyrir diplómat til að komast út úr sendiráðssúpunni og spjalla við fólkið; menningartengsl nokkurs konar....“ Og nú er Hoffman orðinn frægur og segir sjálfan sig bezta blaðamann í heimi! Nýlega lézt í Madrid á Spáni Rafael Trujillo, glaumgosi og al- nafni föður síns, sem var síðasti einræðisherrann í Dóminikanska lýðveldinu. Fyrir tæpum mánuði lenti Trujillo yngri í bílslysi og lézt skömmu síðar af völdum þess. Hann fæddist utan hjónabands fyrir 40 árum og var nákvæm eftirlíking föður síns; fór með ríkisfé eins og Matador-peninga, lét myrða andstæðinga sína eins og honum datt i hug og lét þegna sína sæta illri meðferð. Þriggja ára gamall var hann gerður að höfuðsmanni í hernum og hershöfðingja 9 ára. Lengi var hann æðsti maður hersins en hrökklaðist úr sessi eftir að faðir hans hafði verið myrtur árið 1961. Þá reyndi hann að taka völdin í sínar hend- ur en mistókst og flýði til Evrópu. Yfirvöld í Dóminikanska lýð- veldinu reyndu hvað eftir annað að fá hann framseldan en tókst ekki og árið 1965 dæmdu þau hann til dauða fyrir morð á níu manns. ísraelsk-arabíska þrætan vatn á myllu SuSur-Afríku Manhattan í ísnum. Frá því í sexdagastríðinu f júní 1967 hefur Súesskurðurinn verið lokaður fyrir skipaferðum og er síð- an aðeins landamæralína milli Isra- els’ og Egyptalands. Varla hefur þetta orðið eínahag síðarnefnda ríkisins heilsusamlegt, því að fyrir nefnt stríð var skurðurinn þess helzta tekjulind. Annað ríki hefur hinsvegar stór- grætt á lokun skurðarins, og er það Suður-Afríka. Nú sigla á hverj- um mánuði yfir þúsund skip fyrir Góðrarvonarhöfða, eða tvöfalt fleiri en fyrir sexdagastríðið, og flest þeirra koma í höfn í Suður-Afríku að taka kost og brennsluefni. Með- al skipanna eru fjölmörg olíuskip, og þótt svo Súss-skurðurirn opnist einhverntíma, sem varla verður í bráð, þá breytir það varla miklu varðandi olíuflutninginn. Skurður- inn er nefnilega orðinn gamall f hettunni og mörg nýju risatank- skipanna eru svo mikil um sig að þau kæmust alls ekki inn í hann. ☆ STUTT OG LAG- GOTT Þjóðflokkur nokkur í Afríku er býsna skynsam- ur. Hann álítur höfðingja sinn gáðasta, menntaðasta og fulkomnasta mann í allri Afriku. Samt hefur enginn séð framan í hann, því að hann hefur alltaf blœju fyrir andlitinu. „Manhattan“ fór NorSvesturleiðina Á landafundatímunum reyndu menn mikið til að komast sjóleiðis svokallaða Norðvesturleið, það er að segja norður fyrir meginland Ameríku til Austur-Asíu. Þetta reyndist útilokað fyrir sakir ísa og týndu margir vaskir menn lífi við tilraunir þessar. En nú er þessi sama leið allt í einu komin á dag- skrá aftur vegna olíunnar, sem fannst í Alaska. Nýlega kom risaolíuskipið Man- hattan, sem er ísbrjótur jafnframt, til New York úr fyrstu ferð sinni eftir þessari leið. Manhattan fór norður fyrir frá Atlantshafi og síð- an suður Kyrrahaf til Panamaskurð- ar. Öll siglíngaleiðin er sextán þúsund kílómetrar og túrinn tók nærri þrjá mánuði. Ekki er nema von þótt lítið yrði úr seglskipunum gömlu í heim- skautaísnum, fyrst tröllið Manhatt- an komst ekki óskaddað úr fang- brögðum v:ð hann. Einhver jakinn hjó þannig gat á stjórnborðshlið skipsins, nógu stórt til að hægt væri að aka vörubíl ! gegn. Þetta högg var það mikið að flest skip hefðu ekki þurft fleiri, en Man- hattan, sem er hundrað tuttugu og fimm þúsund tonn, var engu síður sjófært eftir en áður. Að sögn var Manhattan fagnað meira í New York-höfn en nokkru öðru skipi, sem þangað hefur kom- ið. En engu að síður kváðu mörg vandamál enn óleyst áður en hægt sé að taka upp reglulegar ferðir olíuskipa eftir Norðvesturleiðinni. ☆ 4 VIKAN 4 tb]

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.