Vikan


Vikan - 22.01.1970, Qupperneq 8

Vikan - 22.01.1970, Qupperneq 8
BIBLÍAN RIT HENNAR (MYNDUM OG TEXTA BIBLÍAN — RIT HENNAR I MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierte Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- lendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inn- gang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÓLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK Draumur úr stríSinu ... Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir skömmu síðan, en hann veldur mér nokkrum áhyggjum. Hann er á þessa leið: Mér finnst ég vera Bandamað- ur í síðari heimsstyrjöld og vera stödd í hýzkum smábæ með vin- konu minni, en bærinn var á okkar valdi. Við bjuggum í bragga ásamt fleiri sjálfboðalið- um. Mig og vinkonu mína lang- ar að eiga eitthvað til minning- ar um þennan bæ, svo við förum í minjagripaverzlun eina og stöldrum þar lengi við og skoð- um. Þar inni hitti ég unnusta minn en hann var sjálfboðaliði eins og ég. Okkur fannst nú allt vera of dýrt það sem okkur lang- ar í, svo við ætlum út, en þá koma til okkar tvær þýzkar stúlkur og segjast ætla að sýna okkur aðra slíka verzlun, og segja að þar munum við örugg- lega finna eitthvað við okkar hæfi. En um leið og við erum að fara út úr búðinni tekur önn- ur stúlkan grátt hárnet af grind og setur í vasa minn. Á leiðinni í verzlunina sér svo hin stúlkan hárnetið í vasa mínum og tekur það upp, en þá er rauðleit flétta innan í netinu. Stúlkurnar verða nú mjög hneykslaðar á mér að stela þessu og er ákveðið að önn- ur þeirra skuli hringja í verzlun- ina og skila svo þessu, því okk- ur fannst það mundi vera betra að Þjóðverji skilaði þessu held- ur en ég. og vorum við öll hjart- anlega sammála. Stúlkan hring- ir svo úr búðinni í eigandann, en hann gerir lítið úr þessu öllu og segir að þetta skipti engu máli. Þessar dömur tvær áttu þessa verzlun og verða hálf súrar þeg- ar ég og unnusti minn kveðja án þess að kaupa nokkuð. Nú erum við á leiðinni í bragg- ann okkar, en á leiðinni hittum við bróður unnusta míns og hans kærustu, og slást þau í förina. Allt í einu kemur bíll á miklum hraða og stanzar við hliðina á okkur. Út úr bílnum kemur mað- ur með byssusting ög rekur í bakið á kærasta mínum og í gegn, ræðst svo á bróður hans og stingur hann oft, en á meðan kom annar bíll og starizar og dró ég unnusta minn bak við þann bíl og breiði snjó yfir okkur. Þegar þessi óði maður fer svo, fer ég með kærastann inn í hinn bílinn og við keyrum burt. Bróð- irinn og stúlkan hans urðu eftir. Við keyrum svo að einhverjum skemmtistað og þurfti ég að fara inn með ökumanninum, og farinst mér þetta gert bæði til að vekja ekki grun og til að sækja iækni. Ökumaðurinn, se mer Þjóðverji á okkar bandi, segir að þessi óði maður sé SS-maður Þegar við komum inn fer ökumaðurinn að tala við fólk sem er í glerher- bergi og er fólkið allt hálf-nakið, en ég sit á stól í miðju öðru her- bergi. Úg er klædd grænleitum einkennisbúningi og er hálf snöktandi og finnst mér fólkið vera að gera grín að mér og ég er að þurrka mér og smá mjaka mér úr einkennisbúningnum til að fólkið sjái ekki að ég er Bandamaður. Draumurinn endar svo á því að ökumaðurinn, ég og einn hálfber maður sem er læknir erum á leiðinni út að hjálpa unnusta mínum, en ég vissi í rauninni aldrei hvort hann var dáinn eða lifandi. Eg þakka fyrirfram, er þú ræð- ur fyrir mig drauminn. Ein áhyggjufull. P.S. Úg vona að þú birtir ráðn- inguna, þó nafn fylgi ekki bréf- inu, en mér er verr við að geta þess. Þetta er einn af þessum löngn og viðhurðaríku draumum, þegar hugurinn líkt og losnar úr viðj- um og ímyndunaraflið fær al- gjörlega Iausan tauminn. Drauma af þessu tagi þekkja flestir, sem eitthvað dreymir á annað borð. Hins vegar er mjög erfitt að ráða slíka drauma og þeir boða sjaldn- ast neitt sérstakt, að dómi þeirra sem draumspakir kallast. Það eru aðallega stuttir og einfaldir draumar, sem hægt er að ráða. Hins vegar viljum við eindregið hvetja lesendur til að segja okk- ur alla drauma sína hvernig sem þeir eru. Við getum kannski ekki komið því við að ráða þá, en enginn draumur er svo ómerki- legur, að 'hann sé ekki verður athygli um hið undarlega og tor- ráðna svið hugans: — Varðandi drauminn, sem birtur er hér að framan, er ástæðulaust fyrir dreymandann að hafa áhyggjur af honum. Hann er líklega til orðinn eftir lestur stríðssögu eða eftir ógnvekjandi mynd úr síð- ari heimsstyrjöldinni í sjónvarp- inu. Það er algengt, að hugurinn haldi áfram að „vinna úr“ því í svefni, sem í hann var látið í vöku, ef svo má að orði komast. 8 VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.